Eldri fréttir - Maí 2012

Fornbíllinn Fornbíllinn FornbíllinnFornbíllinnFornbíllinnFornbíllinnFornbíllinnFornbíllinn
Fornbíllinn á netinu

Í tilefni af 35 ára afmælis klúbbsins þá er undirritaður búinn að skanna flest öll tölublöð af Fornbílnum, en nokkur blöð á eftir að finna. Hægt er að skoða þessi blöð, sem eru í pdf fomi, en ekki hægt að prenta út, en mögulega verður boðið uppá að fá þau prentuð í gegnum Krambúð. Mikill fróðleikur og saga klúbbsins er í þessum blöðum og þar sem flest af þeim eru ekki fáanleg lengur er upplagt að geta skoðað þau á netinu. Blöðin er að finna undir Fyrir félaga > Fornbíllinn. [25.05]jsl


Aðalfundur Aðalfundur Aðalfundur Aðalfundur
Fréttir af aðalfundi

Í gærkvöldi var aðalfundur FBÍ haldinn að Reykjavíkurvegi 74. Eftir stutta ræðu formanns var ársreikningur klúbbsins kynntur og helstu nefndir gáfu skýrslu, en reikningur var samþykktur samhljóða. Stjórnarkjör var að venju og að þessu sinni voru engin umfram framboð svo þeir sem voru í kjöri hlutu allir kosningu, nánar er hægt að sjá úrslit kjörs á Aðalfundur 2012. Eftir kaffihlé kynnti laganefnd breytingar á lögum klúbbsins og voru þau borin undir fundinn í heild og voru samþykkt samhljóða. Undir önnur mál var klúbbnum gefin inneign að andvirði 100.000 vegna merkingar að utan á nýja félagsheimilið okkar, Armar ehf stóð að þessari gjöf og var vel þakkað fyrir hana. Fundargerð verður birt á fundargerðasvæði um leið og hún berst okkur frá ritara. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, fleiri og stærri fyrir félaga.

Vegna ábendingar frá nokkrum félögum um að læst efni sé ekki aðgengilegt er vert að benda á að í sumum tilfellum gæti verið nauðsynlegt að endurræsa router og eða eyða cookies í vafra, þar sem nýlega var skipt um hýsingaraðila á þessu efni og gætu gamlar ip vísanir verið að rugla vafra, á móti kemur að hin nýja hýsing er þó nokkuð hraðari og virðist vera stöðugri. [24.05]jslAfmæliskvöldverður Afmæliskvöldverður Afmæliskvöldverður Afmæliskvöldverður
Afmæliskvöldverður síðasta laugardag

Þann 19. maí var haldið upp á afmæli klúbbsins með hátíðarkvöldverði, mæting var minni en vonast var til, en þeir sem höfðu ekki tækifæri á að komast misstu af frábæru kvöldi sem verður ekki endurtekið í bráð. Formaður FBÍ, Þorgeir Kjartansson, bauð gesti velkomna með stuttri ræðu en síðan tók veislustjóri kvöldsins, Gísli Einarsson, (Landinn) við og hefði þurft lítið af öðrum skemmtiatriðum um kvöldið þar sem hann tætti af sér brandarana. Fyrir mat voru eftirtöldum veittar heiðursviðurkenningar fyrir sín störf/eða velvild við klúbbinn: Þorvaldur S. K. Norðdahl (hjólkoppasérfræðingur félagsins), Guðmundur Halldórsson (bílageymslu, varahluta og ferðanefnd), Haukur Ísfeld (stjórn og útgáfu blaða), Georg Theodórsson (stjórn og ýmsar nefndir), Helgi Magnússon (stjórn, útgáfu og sögu) og Rúnar Sigurjónsson (stjórn, bílageymslu, varahluta, ferða, númeranefnd og fl.). Milli rétta gengu söngvararnir úr Logum á milli borða og fluttu lög, Einar Clausen tenór söng nokkur lög með undirleiks Zbigniew Zuchowich organista Digraneskirkju. Skálað var síðan í sérútbúnu staupi sem eingöngu þeir fengu sem keyptu miða á kvöldið. Hrafnar léku síðan fyrir dansi fram yfir miðnætti. Okkur sem stóðum að þessu fannst best að heyra lýsingar eins og "frábært kvöld", og "ekki skemmt mér svona vel lengi" og þá er takmarkinu náð, að félagarnir njóti þess að vera saman. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, fleiri og stærri fyrir félaga. [23.05]jsl


Afmælissýning Afmælissýning Afmælissýning Afmælissýning
Vel heppnuð afmælissýning

Eins og hefur komið fram þá hélt Fornbílaklúbburinn upp á 35 ára afmælið með sýningu á Korputorgi um helgina .Ekki er búið að taka allar tölur saman, en aðsókn var góð og margt að sjá. Félagar fengu frítt inn að venju, enda er svona sýning haldin fyrst og fremst okkur sjálfum til ánægju og til að kynna klúbbinn um leið. Reynt var að velja bíla sem sýndu fjölbreytileika bílaeignar hér, og um leið að sýna bíla sem væru ekki mikið á ferðinni. Myndir frá helginni eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [21.05]jsl


Afmælissýning Afmælissýning Afmælissýning Afmælissýning AfmælissýningAfmælissýning Afmælissýning Afmælissýning Afmælissýning Afmælissýning Afmælissýning Afmælissýning
Til hamingju með daginn félagar!

Í dag eru 35 ár frá stofnun Fornbílaklúbbsins og eins og flestir hafa séð þá var opnuð sýning á Korputorgi af þessu tilefni. Jón Hermann, formaður sýningarnefndar, bauð félaga og gesti velkomna, Karlakór Reykjavíkur söng nokkur lög og síðan setti Sr. Gunnar Sigurjónsson sýninguna formlega. Eftir að félagar og gestir höfðu þegið léttar veitingar var sýningin opnuð fyrir almenning. Um 85 bílar og hjól eru sýnd, sá elsti frá 1915 og sá yngsti frá 1989. Ekki má gleyma herminjahorninu þar sem ýmislegt er að sjá, þar á meðal Enigma dulkóðunarvél með leiðbeiningarbæklingi og öllu.
Opið verður á morgun laugardag frá kl. 10 til 22 og sunnudag frá kl. 12 til 18.
Miðaverð er kr. 800, frítt fyrir félaga gegn framvísun gilds skírteinis.
[19.05]jsl


Í Bítið - Fornbílaklúbburinn 35 ára, viðtal við Þorgeir Kjartansson formann FBÍ

Afmælissýning Afmælissýning Afmælissýning Afmælissýning Afmælissýning Afmælissýning
Afmælissýning Fornbílaklúbbsins á Korputorgi um helgina

Fornbílaklúbbur Íslands fagnar um helgina 18. til 20. maí 35 ára afmæli sínu og heldur bílasýningu af því tilefni. Reynt verður að höfða til allra aldurshópa, svo fjölskyldan geti komið saman og kynnst sögu bílaeignar á landinu. Um 70 bílar verða til sýnis, sá elsti frá 1930 og sá yngsti frá 1987. Þótt á svæðinu verði margir glæsibílar og drossíur, verða þar líka fjölmargir venjulegir einkabílar frá fyrri árum, sem margir hafa gaman af að rifja upp kynnin af. Nú er í fyrsta sinn bryddað upp á þeirri nýjung að minjum frá stríðsárunum verður komið fyrir á afmörkuðu 30 fermetra svæði og þar verða ýmiss konar búningar, tól og tæki til sýnis og sumt af því hefur ekki komið fyrir almenningssjónir áður. Sýningin er því sannkölluð veisla fyrir þá sem hafa gaman af sögu og alþýðumenningu fyrri ára og sjá má hvernig tíðarandinn og tískustraumar hafa sett sitt mót á bílaeign eins og aðra þætti daglegs lífs. Frítt er fyrir félaga og er mælst til að þeir mæti á bílum sínum og leggi á afmarkað vaktað svæði og myndi smá aukasýningu fyrir utan alla helgina. Sýningin verður sett kl. 17 fyrir félaga (munið skírteinið) og boðsgesti, en opnar síðan fyrir alla kl.18. Miðaverð er kr. 800. [17.05]jsl Dreifimiði um sýningu

Opið verður:
Föstudag kl. 18 til 22, Laugardag kl. 10 til 22, Sunnudag kl.12 til 18.
Bílamessa, lokað í Árbænum þann. 16. maí (1)

Kyrrðarstund og samverustund í Digraneskirkju í fjórða sinn. Undanfarin þrjú skipti hefur þessi stund mælst mjög vel fyrir hjá okkur og Sr. Gunnari, ásamt hans fólki í kirkjunni. Allir eru sammála um að þetta sé góð stund til að minnast fallinna félaga og íhuga um sitt nánasta umhverfi. Eins og fyrri ár ætlum við að hittast í kirkjunni kl. 20.00. Eftir messuna býður klúbburinn ásamt kirkjunni upp á kaffiveitingar. [16.05]jsl


Skoðun Skoðun Skoðun
Skoðunardagurinn

Árlegi skoðunardagurinn var á dagskrá síðasta laugardag og var hann á sama tíma í bænum og fyrir norðan. Frumherji tók vel á móti með morgunkaffi og síðan pylsuveislu. í Reykjavík voru 122 bílar skoðaðir en á Akureyri voru 57 bílar skoðaðir. Félagar FBÍ og BA gátu mætt á báðum stöðum vegna samstarfssamnings klúbbanna, enda fer það vel af stað og ekki annað að heyra en ánægju með það. Eftir skoðun í bænum var farið í léttann rúnt og endað á Kjarvalsstöðum í kaffi, BA félagar grilluðu að venju, enda var þurrar fyrir norðan. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [14.05]jslRúntur í gærkvöldi

Annar rúntur sumars var á dagskrá í gærkvöldi og var mæting hjá Shell stöðinni við Birkimel. Þaðan var farið um vesturbæ og endaði rúnturinn í Fákafeni þar sem ferðanefnd bauð upp á ís. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga, eins stutt vídeó1 og vídeó2. [03.05]jsl


Húsnæðiskaup frágengin

Í síðustu viku var gengið formlega frá kaupum klúbbsins á nýju félagsaðstöðinni okkar að Hlíðasmára 9, Kópavogi. Afhending til okkar er í síðasta lagi 1. september en gæti orðið fyrr. [02.05]jsl