Eldri fréttir - Apríl 2012


Skúraheimsókn á Akureyri

Fornbílamenn á Akureyri litu á þennan 1960 Plymouth Valiant sem er í uppgerð hjá Ásgrími Magnússyni í gærkvöldi. Fróðleg og skemmtileg heimsókn, enda allt smíðað í hann á staðnum. Myndir frá kvöldinu eru að finna hér. [27.04]bo/jslFlottur kvöldrúntur

Í gærkvöldi mætti flottur hópur fornbíla við Perluna og var síðan farið í fyrsta rúnt sumars þó að hitastigið mætti vera örlítið hærra, en þess meiri áhugi hjá fornbílafólki að byrja að viðra bílana. Farið var um vestur- og miðbæ Reykjavíkur og endað á Amokka í kaffi. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [26.04]jslMyndir frá Mustang sýningu

Árleg sýning Mustang klúbbsins var haldin síðasta laugardag í Brimborgarhúsinu. Að venju voru þar sýndir stífbónaðir Mustangar, bæði eldri og nýrri. Hér er smá myndayfirlit fyrir þá sem ekki komust á sýninguna. [23.04]jslKjörnefnd auglýsir eftir framboðum

Kjörnefnd minnir á að framboð til stjórna og varamanna þarf að berast fyrir 20. apríl svo hægt sé að kynna framboð samkvæmt lögum. Hægt er að hafa samband við Grétar í 892 1413 eða Kjartan í 869 1360. Þau framboð sem eru komin er hægt að sjá á fornbill.is undir Fyrir félaga - Aðalfundur 2012. [18.04]jsl


Félagsfundur Félagsfundur Félagsfundur Félagsfundur Félagsfundur Félagsfundur Félagsfundur Félagsfundur Félagsfundur Félagsfundur Félagsfundur
Til hamingju félagar!

Í gærkvöldi var kosið um hvort ætti að staðfesta það tilboð sem stjórn FBÍ hafði gert í húsnæði fyrir klúbbinn að Hlíðasmára 9, þurfti 3/4 greiddra atkvæða til að staðfesta tilboðið og úrslit voru rúmlega það. Klúbburinn er þar með að eignast sitt húsnæði undir félagsstarfið á 35 ára afmæli sínu. Húsnæðið verður afhent 1. september eða fyrr og mjög lítið þarf að gera til að taka það í notkun fyrir okkar starf. Nánar verður fjallað um þessi kaup í næstu Skilaboðum og eins verður fundargerð og kauptilboð aðgengilegt fyrir félaga fljótlega í næstu viku. [12.04]jsl


Gleðilega páska

Fréttasíðan fer í frí yfir páska, eins er lokað á Esjumelnum á páskadag. En í tilefni páska er upplagt að skoða útkomu þessar leitar á Google. [05.04]jslAkureyri í síðustu viku

Miðvikudaginn 28. mars var kíkt í heimsókn að Krossanesi og var þar tekið vel á móti fornbílafólki. Í skúrnum í Krossanesi í dag er verið að vinna í Novum sem aldrei fyrr og einnig er þar gamall Ford jeppi í smíðum hjá óðalsforingjanum sjálfum, sem án efa á eftir að verða stolt þeirra feðga um ókomna tíð. Myndir frá kvöldinu sem Björgvin Ólafsson tók er að finna hér. [02.04]bo/jsl