Eldri fréttir - Mars 2012

Góð mæting á fræðsluferð

Fín mæting var í heimsókn til Egills Vélaverkstæði síðasta miðvikudagskvöld, en myndir frá kvöldinu verða birtar í næstu viku og eins hafa fréttir á síðunni verið litlar þar sem umsjónarmaður er erlendis eins og er. [23.03]jslHeimsókn í síðustu viku

Miðvikudaginn 21. mars var farið í fræðsluferð til Egill vélaverkstæði í Garðabæ þar sem starfsmenn tóku vel á móti okkur. Freyr Friðriksson framkvæmdarstjóri Egils, og félagi okkar í FBÍ, sýndi hópnum húsakynni fyrirtækisins og starfsemi sem er æði fjölbreytt, en fyrir utan gamla vélaverkstæðið sem flestir kannast við er heimilistækjaverkstæði, rafmagnsverkstæði, kæliverkstæði, renniverkstæði, verktaka-verkstæði svo eitthvað sé nefnt, einnig eru Fiskvélar hluti af Agli vélaverkstæði sem smíða vélar fyrir sjávarútveginn. Að lokinni skoðunarferð var boðið upp á léttar veitingar og mönnum frjálst að skoða sig um og ræða málin við stafsfólk Egils. Fornbílaklúbbur Íslands þakkar góðar móttökur. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [30.03]þk/jsl


Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld
Safnarakvöldið

Nokkrir félagar mættu með söfnin sín í gærkvöldi og var þarna ýmislegt fjölbreytilegt til sýnis. Fyrir utan safn bílamódela með ýmiskonar þema, þá voru þarna sérhæfð söfn, en eitt vakti sérstaka athygli en það var safn Orra Freys (fyrstu þrjár myndir) sem sýndi ýmislegt sem er þekkt úr lífi okkar sem eru fædd fyrir 1970. [29.03]jsl


Gunnar Ólafsson
Gunnar Ólafsson - Fallinn félagi

Gunnar félagi okkar er fallinn frá, eftir löng og erfið veikindi, margir félagar sem þekktu Gunnar hafa fylgst með baráttu hans í langan tíma sem leit vel út í byrjun en lauk því miður fyrir stuttu. Gunnar var vel liðinn, rólegur og yfirvegaður, hafði gaman af fundum og ferðum og lét sig yfirleitt ekki vanta nema þegar vinna kom í veg fyrir mætingu. Stjórn FBÍ sendir samúðarkveðjur til aðstandenda hans. Útför fer fram frá Grafarvogskirkju næstkomandi miðvikudag 21. mars klukkan 13. [20.03]jsl


Myndir frá 2012 Meguiar's Autorama

Í lok febrúar var 2012 Meguiar's Autorama haldin í Cobo Center í Detroit. Almennt eru Autorama miklar glans-sýningar, enda hefur verið mikið lagt í þá bíla sem sýndir eru þar. Hvort sem menn eru hrifnir af þeim breytingum sem eru gerðar á sumum þessara bíla, þá er ekki annað hægt en að dást að frágangi og þeirri vinnu sem eigendur hafa lagt í þá. [15.03]jsl


Afmælikvöldverður FBÍ

Svo skemmtilega vill til að 35 ára afmæli Fornbílaklúbbsins kemur upp á laugardegi og verður afmæliskvöldverður í tilefni þess þann 19. maí kl.19. Kvöldið verður haldið í sal við Reykjavíkurveg 72, Hafnarfirði. Boðið verður upp á þriggja rétta kvöldverð (steikarhlaðborð), lifandi músik, stutt ræðuhöld og fleira fram til kl. 23, en þá munu Hrafnarnir setja í gírinn og spila fyrir dansi til kl. 01. Veislustjóri verður Gísli Einarsson (Landinn) og miðaverð er kr. 4.500 og búið er að semja um gott verð á barnum. Einnig er tilboð á gistingu á Hótel Hafnarfirði (næsta hús) fyrir þá sem mæta í kvöldverðinn, kr. 16.000 fyrir tveggja manna herb. m/morgunmat og kr. 10.000 fyrir eins manns herb. m/morgunmat. Sala miða er hafinn og þar sem fjöldi gesta þarf að liggja fyrir þann 13. maí þarf að panta og staðfesta miða með greiðslu fyrir þann tíma. Miðasala verður á öllum miðvikudagskvöldum okkar og eins er hægt að panta miða á fornbill@fornbill.is eða í síma 895 8195, taka skal fram nafn, fjölda miða, kreditkortanúmer eða hvort millifært verði á 0135-26-000530 kt: 490579-0369 (miðar verða ekki festir nema greiðsla sé klár fyrir 13. maí). Ath. best er að panta herbergi sem fyrst fyrir þá sem koma lengra að, þar sem ferðatíminn er byrjaður og fljótt að fyllast. [12.03]jsl


Bjarnhéðinn Guðjónsson
Bjarnhéðinn Guðjónsson - Fallinn félagi

Nýlega féll frá félagi okkar Bjarnhéðinn Guðjónsson. Bjarnhéðinn var búinn að vera lengi í klúbbnum og kom oft með okkur í ferðir og eins hikaði hann ekki við að mæta á áhugaverð kvöld hjá okkur hér í bænum þó að hann byggi á Hellu. Lítið fór fyrir honum í ferðum en var alltaf tilbúinn að aðstoða félaga ef þurfti og var frekar lítið að blanda sér í umræður en fylgdist samt vel með Stjórn klúbbsins vottar fjölskyldu og ættingjum samúð. Útför fer fram frá Oddakirkju laugardaginn 10. mars kl. 14.[09.03]jsl


Akureyri Akureyri Akureyri Akureyri Akureyri
Vel heppnað kvöld á Akureyri

Í gærkvöldi var fyrsta kvöldið okkar haldið fyrir norðan og er það í tengslum við hina ný höfnu samvinnu við BA. Um 40 manns mættu og sáu ýmis myndbrot úr safni klúbbsins frá fyrri árum og eru fréttir að norðan að mikil ánægja hafi verið með þetta og eru menn spenntir fyrir áframhaldi, en félagar komu frá Húsavík, Ystafelli, Skagafirði , Akureyri og nágrenni. Reynt verður að hafa framhald á þessu sem fyrst en best er að þessi kvöld þróist áfram eftir áhuga þeirra félaga sem eru fyrir norðan. [08.03]jsl


Akureyri - Gamlar fornbílakvikmyndir

Fyrsta kvöldið á Akureyri í samvinnu við BA verður haldið miðvikudagskvöldið 07. mars í aðstöðu BA á nýja svæðinu þeirra, Hlíðarfjallsvegi 13. Húsið opnar kl. 20.30 og verða sýndir mislangir kaflar úr myndasafni FBÍ frá árdögum klúbbsins, en á síðasta ári var farið í að flokka það efni sem til er og yfirfæra á dvd, enda líftími myndbanda misgóður. Boðið verður upp á kaffi og félagar fyrir norðan eru hvattir til að mæta og eiga gott kvöld saman. Einnig verða teknar niður númerapantanir fyrir félaga FBÍ og BA en stutt er í skoðunardag og borgar sig að vera tímanlega með pantanir standi til að setja "ný" númer á fornbílinn. [06.03]jsl


Framboð í stjórn

Síða vegna stjórnarkjörs á aðalfundi 2012 er komin í loftið og verður hún uppfærð eftir þörfum fram að aðalfundi. Í ár verður kosið um þrjá stjórnarmenn til tveggja ára og tvo varamenn til eins árs. Einnig er unnið í tillögum um lagabreytingar en ekki er komið að birtingu á tillögum frá laganefnd en vilji einhver senda inn tillögu um breytingu á núverandi lögum er bendt á Hauk Ísfeld á hisfeld@internet.is. Framboð til stjórnar skal koma til Grétars P. Ólafssonar í 892 1413. [05.03]jsl