Eldri fréttir - Febrúar 2012


Bílaflutningabílar

Allir þessir bílar sem við eigum og eru orðnir fornbílar voru einhvernvegin fluttir frá verksmiðju til söluaðila.Fyrsti áfangi var oft í lestum, en síðasta spölinn voru þeir auðvitað fluttir á bílaflutningabílum sem eru í dag sjálfir orðnir fornbílar. Í þessari myndasýningu (power point) eru nokkrir sýndir og hafa þetta verið miklar græjur og væri gaman að sjá svona bíla í dag á götunni.[29.02]jsl


Vegna 2012 ármiða

Skil árgjalda hefur gengið mjög vel en samt er gott að minna á að vilji félagar fá 2012 ármiða sendann með mars skilaboðum þarf að greiða árgjaldið fyrir mánudaginn 27. febrúar, en næst verða ármiðar sendir út með apríl skilaboðum. Vitað er að margir afsláttaraðilar eru orðnir strangir með að sýna réttan ármiða. [24.02]jsl


AMG Export Solutions

Í síðustu heimsókn á bílasýninguna í Birmingham kynnti sig maður einn, Adrian Gillett, sem nýlega sendi okkur nánari upplýsingar um sitt fyrirtæki, en hann sérhæfir sig í inn og útflutningi ýmiskonar en lagði áherslu á að hann gæti fundið nánast hvað sem er fyrir fornbílafólk. Ekki vitum við hvort það sé rétt og satt en sakar ekki að reyna hann ef það hefur reynst illa að finna vissa hluti. Adrian sagðist hafa verið lengi tengdur bílaiðnaði og þekkti hann vel, en ástæðan fyrir því að hann kynnti sig var að hann sá merki klúbbsins á bol formannsins og vildi láta vita af sér, borgar sig að flagga merki klúbbsins hvar sem maður kemur!! [22.02]jslVel heppnað þorrablót

Rétt um 100 félagar skemmtu sér vel síðasta laugardagskvöld í Árbænum á þorrablóti klúbbsins, og var gaman að sjá hvað félagar komu víða að og sérstaklega góð heimsókn frá Akureyri. Veglegt happdrætti var einnig og voru vinningar allt frá konfektkörfu upp í bensín og dekkjaúttekt. Voru félagar að allt til kl. 02 um nóttina í dansi og fjörlegum umræðum. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [20.02]jsl


Hvernig stigagjöf fornbíla virkar

Oft er hægt að sjá hvaða stigagjöf er gefin upp á fornbílum í erlendum auglýsingum og eins hvað bílar hafa verið að fá á samkomum og keppnum og er erfitt fyrir hinn venjulega bíleiganda að átta sig á hvernig þetta virkar. Hér er hægt að sjá ágæta grein um svona stigagjöf og er auðvelt að nota hana til að meta sinn eigin bíl, ef það er gert heiðarlega. Ítarlegri handbækur um mat á bílum er síðan hægt að fá og oft þá í kringum sérstakar keppnir eða bílategundir, en þá er oftast verið að tala um algjöra sýningarbíla sem fara aldrei á götuna. [16.02]jsl


"Blast to the Past"

Á Hotrod Hotline er að finna skemmtilegt vídeó sem er samsett úr myndum og 8mm filmum frá kvartmílukeppni frá árinu 1964 á US 30 brautinni, en hún var vinsæll staður til að keppa á sunnudögum. [13.02]jsl


Sýningarnefnd leitar eftir meðhjálpurum

Sýningarnefnd hefur verið að störfum frá síðasta hausti og er búin að vinna mikla forvinnu, en nú skal gefið í og nefndina vantar meðhjálpara til ýmissa verkefna, en þar á meðal er forvinnsla á vali sýningagripa og úthringinga vegna þeirra, skipulag og uppröðun, vaktir á sýningu og mörg önnur smærri verk. Fjöldi félaga hefur komið að síðustu sýningum klúbbsins og von sýningarnefndar er að svo verði einnig núna, enda ætti það að vera metnaður félaga að halda góða afmælissýningu í maí. Áhugasamir geta haft sambandi við Jón Hermann í 895 1515. [09.02]jslBatmobile eftir valtara

Allir kannast við Batmobile úr samnefndum þáttum og svo seinna myndum, en Flatmobile? Perry Watkins er með mikla dellu fyrir að smíða hin furðulegustu "farartæki" og á nokkur heimsmet fyrir sín furðuverk og þar á meðal er Flatmobile. Á heimasíðu hans er hægt að sjá myndir og allar upplýsingar um þennan bíl og önnur verk hans. [08.02]jsl


Íþróttaakademia
Myndakvöld á Suðurnesjum 7. febrúar – Breyting á stað

Félagar okkar á Suðurnesjum verða með myndakvöld í þessum mánuði og ætlar Maggi "hotrod" að sýna okkur myndir frá síðustu Daytona ferð, en mikið var tekið af myndum í þeirri bílaveislu svo að eitthvað efni ætti að vera til. Athugið að við verðum á nýjum stað, Íþróttaakademiunni sem er beint á móti fótboltahöllinni. Þegar komið er að KFC skal beygja til vinstri (vestur) og ekið áfram í gegnum næsta hringtorg og þá er þetta hús á vinstri hönd. Bæjarstjórninni fannst við hæfi að Fornbílaklúbburinn væri á flottari stað með betri aðstöðu, er henni þakkað fyrir gott boð. Húsið er opið frá kl. 19.30 til 22, en sýning mynda hefst kl. 20.00 og verður Krambúð klúbbsins á staðnum. [06.02]jslIjslandtour LVWCN 2011

Í lok janúar póstuðu Hollendingarnir, sem heimsóttu okkur síðasta sumar, 2-3 myndum á Facebook síðu okkar www.facebook.com/fornbill og einnig skemmtilegu vídeói sem sýnir smá yfirlit um ferð þeirra um landið síðasta júní. [02.02]jsl


Kerra til sölu

Stjórn hefur ákveðið að selja kerru sem klúbburinn á, en hún var hugsuð til að flytja tjaldið okkar, en er fyrir löngu orðin of lítil miðað við þá búslóð sem er notuð í dag í ferðum og uppákomum og hefur í raun verið fyrir í geymslum okkar í nokkurn tíma. Kerran er (B)100cm x (L)145cm x (D)35cm, er lítið notuð og verð er kr. 80.000.- hægt er að hafa samband við geymslunefnd í síma 660 1763 sé áhugi. [01.02]jsl