Byggingasaga FBÍ
Bílasafn og félagsheimili FBÍ

Hér munu verða birtar fréttir og myndir af framkvæmdum við byggingu FBÍ í Elliðaárdal.


Húsið selt og afhent

Ákveðið var á félagsfundi og staðfest á aðalfundi 2011 að selja húsið. Í ágúst var gengið frá kaupsamningi vegna sölu og í október var skrifað undir afsal og þar með lauk þessum byggingarframkvæmdum klúbbsins. [55.10.2011]


Myndir úr dalnum

Hér fyrir ofan eru nokkrar myndir í húsnæði okkar í Elliðaárdalnum, en undanfarið hefur verið mikið unnið í þeim parti sem mun hýsa félagsheimilið. Búið er að flísaleggja eldhúsið, klæða veggi og núna er verið að sparsla veggi og undirbúa undir málningu. Kerfisloft er komið upp og ljós í það, en endanlega verður gengið frá því þegar önnur vinna er búin. Glerveggurinn, sem skilur stóra salinn frá, er í smíðum og verður settur upp eftir að parket verður sett á gólfið. [15.04.2010]


Styrktaraðilar Fornbílasafnsins

Að fyrirmynd erlendra bílasafna í einkaeigu hyggst Fornbílaklúbbur Íslands bjóða félögum sínum að gerast styrktaraðilar fornbílasafnsins í Elliðaárdal. Hægt er að velja um þrjár gerðir styrkja:
Bronsstyrkur 10.000 kr.
Silfurstyrkur 50.000 kr.
Gullstyrkur 100.000 kr.

Styrkveitendur fá send sérstök viðurkenningarskjöl, auk þess sem nöfn þeirra verða sett upp á vegg í fornbílasafninu og birt í skilaboðunum. Söfnun styrkjanna er þegar hafin og er áhugasömum bent á bankareikning klúbbsins 0135-15-370282 kt. 490579-0369. Í skýringarreit þarf að rita orðið „safnstyrkur“. Ef vel tekst til við öflun styrkja mun framkvæmdum við safnahúsið ljúka að fullu á þessu ári. Það er því von stjórnar klúbbsins að félagar standi vel við bakið á klúbbnum sínum og hjálpi honum yfir síðasta þröskuldinn í þessu stærsta einstaka verkefni í sögu hans. [31.03.2010]
Nýjar myndir úr dalnum

Undanfarið hefur verið unnið við að einangra og klæða veggi í eldhúsi, geymslum o. fl. stöðum. Búið er að pússa stiga og farið verður að flísaleggja þá eftir páska, en múrverk á sökkli er að ljúka. Eins er búið að pússa í kringum alla glugga og næsta verk er að vinna það undir málun. [23.03.2010]
Fréttir úr dalnum

Í gærkvöldi mætti vaskur hópur félaga til að taka loka hnykkinn í húsi klúbbsins, svo hægt sé að lakka yfir gólfið áður en settir verða inn þeir bílar sem hafa fengið vetrarsetu í húsinu. Allt rusl var tekið og eins var verið að hreinsa gólfin, sópa og ryksuga. Í kvöld verður sett umferð af lakki til að loka gólfinu og á mánudag verður sett upp öryggiskerfi í húsið. [15.10.2009]
Október 2009

Búið er að flota yfir gólf á 2. hæð og unnið er núna á fullu við að sprautusparsla veggi, en mjög gott tilboð fékkst í verkið svo ákveðið var að drífa í því . Einnig er núna verið að bora göt vegna salerna og annarra lagna. Strax um eða eftir helgi verður síðan farið í að hreinsa gólfið og bera á það til að varna að olía eða annað smitist í steypuna. Stefnt er síðan að geta tekið inn þá bíla sem verða í vetrargeymslu um miðjan mánuð enda verður þá öll óþrifavinna búin. [07.10.2009]


Fréttir af byggingu

Nú er loksins búið að loka húsinu þar sem ísetningu rúða og innkeyrsluhurða er lokið, gönguhurðir eru reyndar til bráðabirgða þar til endanlegar hurðir verða keyptar. Nýlega var hreinsað til í kringum húsið og rusli hent, einnig var grasið á lóðinni slegið, svo að umhverfið er orðið meira sæmandi uppkomnu húsi. Fljótlega verður byrjað að vinna inni og fyrsta verkið verður að leggja hitamottur í gólfið á félagsheimilinu og flota yfir. Búið er að fá tilboð í innveggi vegna efri hæðar og einnig til að loka af aðstöðu niðri. Áherslan verður á félagsaðstöðuna og salurinn látinn bíða seinni tíma. Bygginganefnd fer nú í að raða niður verkefnum vegna aðstöðunnar og þegar gólfið á efri hæð er orðið þurrt hefst vinna þar. [03.09.2009]

Fréttir úr dalnum

Stutt er í lokafrágang á þaki byggingar klúbbsins við Rafstöðvarveg og á mánudag verður farið í að glerja svo að stutt er í að húsið lokast. Í síðustu viku var gólfefni, fyrir félagsaðstöðu, ganga og eldhús, keypt á góðum kjörum og kemur það í hús í lok vikunnar. Einnig er verið að ganga frá kaupum á innihurðum. [24.06.2009]Húsið klætt

Vel gengur með byggingu klúbbsins við Rafstöðvarveg og er nú unnið við klæðningu hússins.Í dag var verið að undirbúa að glerja, en búið er að setja alla glugga í, nema eftir er smá frágangur á stóra glugganum í enda hússins. Burður fyrir þakið er klár og er næsta skref að einangra og klæða, en rigningar undanfarið hafa tafið það verk. Óhætt er að segja að verkið hafi gengið vel þegar það loks fór af stað, en mikil vinna hefur verið lögð í að ná sem bestu samningum vegna aðfanga og verkþátta. Umsjón á verkinu hefur bygginganefnd í samvinnu við stjórn klúbbsins. En hita og þunga þessara framkvæmda hafa Sævar Pétursson formaður og Halldór Gíslason ritari borið vegna samninga, leitun tilboða, eftirliti, lánafyrirgreiðslu og fl. Utan þess hefur Halldór lagt til hundruði vinnutíma vegna funda, tilboða, öflun leyfa, samninga og ekki síst vegna beinnar vinnu með flutningum á efni. Margir fleiri aðilar hafa einnig komið að góðri fyrirgreiðslu, en haldin er skrá yfir þá aðila sem hafa styrkt klúbbinn í þessum framkvæmdum. [26.09.2008]Gengur vel með húsið

Vel gengur að einangra húsið en það er gert að utan og síðan kemur flísaklæðning sem ysta byrði. Einnig er búið að setja alla glugga í nema þann stóra á gaflinum en glerjað verður um leið og gengið verður frá klæðingu. Burðarbitað með tilheyrandi stífum eru komnir á sinn stað. [27.08.2008]Þakbitar komnir á sinn stað

Nú er byrjað að vinna á fullu í húsinu við að loka því og er búið að koma fyrir þakbitum og í vikunni verður gengið frá stífum. Einnig er byrjað á samsetningu á gluggum og verða fyrstu gluggar settir í fljótlega. Búið er að semja um kaup á klæðningu og er áætlað að byrja á klæðningu um mánaðarmót ágú. - sept. [12.08.2008]Unnið í húsinu


Í gærkvöldi var stjórn og bygginganefnd mætt til að losa þakplötur úr gámi svo ekki þurfi að að tefja byggingaraðila þegar þeir mæta væntanlega eftir helgina. Einnig var tekið til í kringum húsið og rusli hent. Má segja að þetta hafi verið fyrsta skrefið í að kalla út mannskap til sjálfboðavinnu við húsið, en nú fer að verða meira um verk sem félagar geta unnið í húsinu. [29.05.2008]jslFyrsti fundurinn í nýja húsinu


Í gærkvöldi var stjórnarfundur og partur af honum haldinn í nýja húsinu okkar sem er óðum að taka á sig mynd. Eftir er að steypa 3-4 veggstubba og loft í geymslum á efri hæð og þar með er steypuvinnu lokið. Núna er verið að vinna í að fá tilboð í þakklæðningu og glugga. Þar með ætti að vera nokkuð ljóst að húsið verður orðið lokað fyrir vetur.Voru stjórnarmenn sammála um að þeir verktakar sem hafa komið að þessu hingað til hafa unnið hratt og vandað til verka. Þess má geta að ein af ferðum sumars þann 29 .ágúst hefst við nýja húsið og verður þá gott tækifæri fyrir félaga til að skoða húsnæðið. [04.07.2007]jslBygging að myndast

Eins og þessar myndir sýna þá gengur hratt að steypa veggi við byggingu okkar við Rafstöðvarveg, og ekki er langt í að það verði búið að klára alla útveggi. [23.04.2007]jslGólfplata steypt


Í gærkvöldi var unnið við að steypa gólfplötuna í húsinu og var síðan slípað um nótina. Fljótlega eftir páska verður síðan farið í reisa mót fyrir veggi. [04.04.2007]jslSökklar tilbúnir

Allt gengur vel við byggingu okkar í Elliðarárdal, búið er að steypa sökkla og verður nú farið í að fylla í og leggja gólflagnir. Veður hefur lítið tafið,nema þessi smá frostakafli í byrjun febrúar. [23.02.2007]jslVinna hafin

Nú er hafin vinna við sökklana þar sem hið nýja félagsheimili okkar mun rísa í Elliðarárdal, fljótlega verður síðan farið í að reisa steypumót fyrir veggi. Búið er að reisa byggingarkrana og flytja mótin á staðinn. [31.01.2007]jsl


Stór áfangi í byggingamálum

Loksins er hægt að tilkynna að öll leyfi vegna byggingar okkar í Elliðarárdal eru í höfn. Það hefur ekki gegnið vandæðalust fyrir sig að fá endanlegt byggingaleyfi vegna ýmsa mála sem hafa tafið, bæði vegna breytinga á teikningum og eins breytinga á tengihúsi OR við Rafheima. Undafarið hefur verið unnið við lagnir og annan frágang vegna jarðvegskipta og mun verktaki húsinns flytja tæki og tól á byggingastað milli jóla og nýárs og hefja framkvæmdir strax eftir áramót. Ekki er ólíklegt að menn fari að sjá húsið rísa fljótlega á nýju ári ef veðurfar helst þokkalegt. [07.12.2006]jsl14-03-200622-02-2006 Gengur vel með grunn15-02-2006 Framkvæmdir hafnar !


Í gær hófust jarðvegsframkvæmdir vegna byggingu FBÍ í Elliðaárdal. Heimir og Þorgeir ehf áttu hagkvæmasta tilboðið í þennan hluta verksins og var samið við þá í byrjun febrúar, en verklok er 1. apríl. Á næstu dögum verða send út tilboðsgögn í sjálfa bygginguna en tilboðum skal skila inn fyrir 1. apríl. Má búast við að búið verði að semja við byggingaverktaka fyrir 1. maí. Hægt er að fylgjast nánar með framkvæmdum á þessari síðu og eins myndaseríu af svæðinu eftir því hvað verkinu líður.30-12-2005 Fyrsta skóflustunga

Í dag var athöfn í Elliðaárdal við hlið Rafheima, þegar Sævar Pétursson formaður FBÍ, og Alfreð Þorsteinsson, Orkuveitan, tóku saman fyrstu skóflustunguna að nýju húsnæði Fornbílaklúbbs Íslands. Húsið mun rýma sýningarsal og félagsheimili klúbbsins og um leið er Orkuveitan að byggja við Rafheima, rými sem er hugsað sem þjónustubygging fyrir gesti Elliðaárdals, en hús FBÍ mun tengjast því rými. Að lokinni athöfn bauð Orkuveitan í kaffi og meðlæti í Rafheimum. Áætlað er að hús klúbbsins verði risið í lok næsta sumars og verði tekið í notkun fyrir vorið 2007. Hérna er hægt að sjá myndir frá þessari athöfn.

Teikningar pdf
Afstöðumynd
Grunnmynd
Þversnið
Útlit

Myndir
Framkvæmdir
Útlit 1
Útlit 2
Sýningarsalur
Grunnmynd 1. hæð
Grunnmynd 2. hæð
Félagsheimili
Útlitsteikning


Áfangar
framkvæmda

Október 2011
Skrifað undir afsl og klúburinn laus frá þessari framkvæmd.

Ágúst 2011

Húsið selt og afhent.

Október 2010

Salur leigður undir bíla í vetrargeymslu.

Haust 2010

Allar framkvæmdir setta á bið.

Mars 2010

Múrverki inni lokið, lagt í eldhúsgólf, einangrað og veggir klæddir.

Október 2009

Salur leigður undir bíla í vetrargeymslu.

Október 2009

Flotað yfir gólf á 2. hæð, veggir sléttaðir og sprutusparslaðir.

September 2009

Húsinu lokað, innkeyrsluhurðir komnar í.

Ágúst 2009

Gengið frá þaki.

September 2008

Flísaklæðing að utan byrjuð.

September 2008

Byrjað eða glerja sep-okt.

September 2008

Þak komið á og unniðí einangrun þess.

Ágúst 2008

Gluggar komnir í og
unnið í einangrun.

Ágúst 2008

Byrjað að vinna glugga,
þakbitar komnir upp.

Júní 2008

Frágangur bílstæða fyrir svæðið lokið ásamt lýsingu.

Maí 2008

Efni í þak loks komið eftir afhendingartafir erlendis.

Janúar 2008

Efni í þak að berast,
einnig gluggar.

Desember 2007

Borgin búinn að malbika sameiginleg bílastæði .

September 2007

Steypuvinnu lokið.

16. apríl 2007

Byrjað á útveggjum.

03. apríl 2007

Gólfplata steypt.

23. febrúar 2007

Sökklar tilbúnir.

15. janúar 2007

Verktaki hefur vinnu við sökkla.

07. desember 2006

Byggingarleyfi endalega í höfn, verktaki flytur tæki á staðinn milli jóla og nýárs.

14. febrúar 2006

Verktaki hefur formlega jarðvegs-framkvæmdir.

13. febrúar 2006

Svæði girt af.

07. febrúar 2006

Bygginga / framkvæmdaleyfi
undirritað af FBÍ.

07. febrúar 2006

Tilboði Heimis og Þorgeirs ehf
í jarðvegsvinnu tekið og samið
um framkvæmdir. Verklok
þessa þáttar verða 1. apríl.

31. janúar 2006

Byggingaleyfi/
framkvæmdaleyfi gefið út.

30. desember 2005

Formaður FBÍ tekur fyrstu skóflustung byggingu FBÍ.

22. desember 2005

Tilboð í jarðvegs-famkvæmdir opnuð, VSÓ yfirfer tilboð.