Eldri fréttir - Desember 2011Ýmislegt um eldri bíla

Sumir eru fróðari en aðrir um bíla og sögu "sinnar" tegundar, en yfirleitt er það komið út frá grúski í bókum og góðu minni, en netið gerir gagnaleit auðveldari í dag og mikið af upplýsingum þar að finna. Á About.com er að finna stutta samantekt um bílategundir og ýmislegt annað sem við kemur sögu og þróun bílsins. Ekki eru þetta tæmandi greinar en er nóg til að rifja upp eða fá innsýn. Auðvelt er síðan að kafa nánar í sögu hverrar tegundar fyrir sig með smá leit eða á Wikipedia og er upplagt að nota þetta efni yfir hátíðina sé aukatími. Starfið í klúbbnum er nú allt komið í frí fram yfir áramót og þessi síða einnig, starfið hefst aftur strax eftir áramót. Stjórn og nefndir óska félögum gleðilegra jóla og farsæls fornbíla-árs, [12.12]jsl
Ritnefnd komin í gang

Í gærkvöldi var fyrsti fundur nýrrar ritnefndar, en hennar verkefni verður að koma aftur í gang útgáfu blaðs klúbbsins, en nokkur ár eru síðan að síðasta tölublað kom út, eða 2008. Gert er ráð fyrir að ritnefnd endurnýjist eftir þörfum við hvert tölublað svo að upplagt er fyrir góða penna að setja sig í startholurnar fyrir næsta blað og eða senda gott efni til ritnefndar sem geti þá unnið úr efni á lager svo að ekki þurfi að verða efnisskortur.Í hinni nýju nefnd sitja þeir Bjarni Þorgilsson, Guðbjartur Sigurðsson, Helgi Magnússon og Jóhann Jónsson, en Helgi mun stýra ritnefnd. [08.12]jsl


Minnum á átak vegna rafrænna Skilaboða

Stjórn klúbbsins er með átak í að fá félaga til að skrá sig með netfang til að fá Skilaboð í rafrænu formi. Hér er hægt að sjá sýnishorn af rafrænum Skilaboðum til að sjá samanburð en meira efni verður í þessum rafrænum eftir áramót og auðvelt verður að senda aukaefni með eftir þörfum. Hægt er að senda inn netfang vegna Skilaboða hér og minnum um leið á að nauðsynlegt er að senda okkur breytingar á netföngum, alveg eins og breytingar á heimilsföngum. [02.12]jslEnn er leitað eftir formanni í Ferðanefnd

Minnum á að enn vantar áhugasaman aðila til að taka að sér Ferðanefnd klúbbsins. Áhugasamir geta haft samband við Þorgeir í 895 8195 eða Jón Hermann í 895 1515. [01.12]jsl