Eldri fréttir - Október 2011

Önnur not fyrir sláttuvélina

Sértu orðinn leiður á að slá garðinn og vildir helst ekki sjá svoleiðis tæki næstu sumrin, þá getur þú dundað við að gera þetta úr henni í vetur. [31.10]jsl"Íslendingur" í tónlistarmyndbandi

Sífellt verður meira um að óskað sé eftir eldri bílum í ýmiskonar myndatökur, hvort sem það er fyrir vídeó, bíómyndir eða myndir fyrir blöð og tímarit. Í sumar og haust voru t.d.nokkrar fyrirspurnir um bíla í ýmis verkefni og þar á meðal var haft beint samband við félaga okkar Sigfús B. Sverrisson vegna 1966 Mustangs hans til að nota í tónlistarmyndbandi með Example's og hægt er að sjá meira um það verkefni og eins myndbandið sjálft. [27.10]jsl


Sniðugt ráð

Georg Óskar Ólafsson benti okkur á þetta vídeó sem sýnir hvernig hægt er að laga eða flikka upp á gamalt og veðrað stýrishjól. Í þessu tilfelli er verið að nota stýri af dráttarvél, enda veðrast þau oft illa, en þetta er auðvitað hægt að nota við önnur sem eru úr samskonar efni. Þetta ráð virkar auðvitað ekki nema stýrið sé úr einhverskonar pvc efni eða álíka. Kannski er þetta trikk vel þekkt, en er samt eitthvað sem manni dettur ekki í hug strax þar sem það er einfaldlega of auðvelt. [26.10]jslVerðlaunaafhending

Síðastliðið laugardagskvöld mættu þeir félagar sem fengu flest stig í ferðum sumars, en um leið var þetta bjórkvöld í tilefni fyrsta vetrardags. Í frétt fyrir neðan er hægt að sjá hverjir hlutu verðlaun og eins eru myndir komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [24.10]jsl


Bjórkvöld og verðlaunaafhending

Laugardagskvöldið 22. október verða verðlaun afhent fyrir ferðamætingu sumarsins og um leið verður bjórkvöld í tilefni sumarloka. Nú er um að gera að fjölmenna á Amokka í Borgartúni og gleðjast við lok sumars! Húsið opnar klukkan 20.00. Tilboð á barnum.
Viðurkenningar í lok ferðasumars
Ferðanefnd klúbbsins mun afhenda á bjórkvöldinu 22. október, viðurkenningar til þeirra félaga sem mættu í flestar ferðir á nýliðnu sumri. Mismunandi fjöldi stiga var í boði eftir ferðum, en brons er gefið fyrir 14-17 mætingar, silfur fyrir 18-21 og gull fyrir 22-28 mætingar. Í heildina voru 256 félagar skráðir með 1242 mætingar í ferðum í sumar.
Gullviðurkenningar fá Árni og Guðný, Guðmundur B. Pálsson, Jón S. Loftsson, Kristín Sunna og Aðalheiður, Magnús Magnússon, Sigurður Ásgeirsson og Þórður Helgi Bergmann
Silfurviðurkenningar fá Ársæll Árnason, Bjarni Þorgilsson, Björn Magnússon, Gunnar B. Pálsson, Jens Kristján Jensson, Sigurbjörn Helgason, Símon Arnar Pálsson og Sveinn Þorsteinsson.
Bronsviðurkenningar fá Gunnar Már Gunnarsson, Gunnar H. Þórisson, Jón Hermann Sigurjónsson, Hilmar Helgason, Hinrik B. Pétursson, Rúnar Sigurjónsson, Ómar og Hjördís, Steingrímur E. Snorrason og Sævar Pétursson.
Þessir aðilar eru beðnir um að mæta á Amokka Borgartúni laugardagskvöldið 22. október og taka á móti viðurkenningum úr höndum ferðanefndarfólks [21.10]jslBætist í flóruna

Í sumar var fluttur inn 1948 Vauxhall 14/6 sem er nú í uppgerð, en nokkrar myndir hafa verið af uppgerðinni á Fornbílaspjallinu. Verður gaman að sjá þennan á götunni næsta sumar og góð viðbót í fjölbreytta fornbílaflóru okkar. [20.10]jsl


Ágæt grein um tryggingamál

Í National Post fjallar David Grainger um vandamál sem koma upp þegar verið er að meta tjón á fornbílum og eins hvað tryggingaskilmálar falla illa að eldri bílum. Hér á landi hafa komið upp mörg dæmi um erfiðleika vegna tryggingamála og hafa mál jafnvel farið fyrir dómstóla. Tryggingafélögin hér eiga sjálf stóran part í því hversu erfitt hefur verið að fá tjón rétt metin, þar sem lítið sem ekkert er gert í því að meta, skoða og skrá ástand þeirra bíla sem eru teknir í fornbílatryggingu og leiðir þetta oft til deilna um hvað sé raunverulegt tjón og eða hversu gott ástand var á bílnum. Einnig er tilhneiging hjá tryggingafélögum að fletta upp í skrám út frá árgerð og meta bílinn þannig sé tjónið verulegt, en ekkert tillit tekið til hvort bíllinn hafi verið uppgerður eða ekki og lítill skilningur á hvað varahlutir kosta í eldri bíla. En þar sem engin samkepni er á þessum markaði sitjum við uppi með þetta kerfi og að lokum viljum við benda eigendum á að skoða hvort fornbíllinn sé brunatryggður í bílskúrnum eða geymslustað þar sem það er ekki sjálfgefið að hún fylgi með í tryggingunni. [19.10]jsl


Númeraplötur
Lee Roy Hartung Collection

Í byrjun nóvember verður uppboð á safni sem Lee Roy Hartung hafði komið sér upp, Ýmsir munir eru í þessu safni t.d. vélar, varahlutir, reiðhjól og bílnúmer. Ellert Sigurðsson sendi okkur ábendingu um þetta uppboð þar sem hann gat ekki betur séð en Íslensk númer væru inn á milli í þessu stóra númerasafni. Íslensk númer hafa reyndar verið eftirsótt af söfnurum, bæði vegna fjarlægðar landsins og einnig vegna þess að númer hér eru ekki endurnýjuð í hvert skipti sem skattur er greiddur, eins og t.d. í Bandaríkjunum. Hægt er að sjá lista yfir munina hér. [13.10]jsl


Opið hús hjá Steele Rubber

Steele Rubber er árlega með opið hús og þar er hægt að kynnast betur framleiðslu þeirra og jafnframt er einhver fræðsla í gangi um hvernig sé best að nota þeirra vörur. Steele Rubber er vel þekkt fyrir framleiðslu sína á þéttilistum sínum hvort sem er úr gúmmíi eða efni og er með ótrúlegt úrval af þeim í eldri bíla. Hér er smá vídeó frá þessum degi og eins fræðsla um hvernig best er að líma þéttilista. [07.10]jslAllt árið á Ford A

Jonathan Klinger hefur haldið úti bloggi um verkefni sitt sem hófst fyrir ári síðan, en það er að aka daglega Ford A og leggja alveg sínum venjulega bíl. Partur ef þessu verkefni er sú skoðun hans að það þurfi ekki tölvu til að stjórna öllu sem maður á eða notar. Hægt er að lesa um verkefnið hér og eins eru hér nokkur vídeó um verkefnið. [05.10]sh/jsl


1884 De Dion Bouton Et Trepardoux Steam Runabout
Sannast að bílar eiga að notast

Fátt fer verr með bíla (og flest annað sem ætlað er að hreyfast) en að standa og vera ekki notað, nema þá að búið sé að ganga frá þeim svo þeir verði aldrei keyrðir aftur og séu bara til uppstillingar. Bílasöfn flest eru með kerfi þar sem reynt er að hreyfa alla sýningargripi minnst einu sinni á ári og mörg þeirra senda bíla reglulega til að taka þátt í sýningum og keppnum, jafnvel leigja út bíla í ýmsan viðhafnarakstur. Núna er 1884 De Dion Bouton Et Trepardoux Steam Runabout á uppboð,i en sannað er að þessi bíll er búinn að vera á götunni frá 1884 og telst þá elsti bíllinn sem er ennþá í notkun. Tók þátt í keppni árið 1887 og hefur keppt fjórum sinnum í London to Brighton rallinu. Aðeins fjórir eigendur hafa verið að honum og þar af sama fjölskylda eigandi í 81 ár. Bíllinn verður boðinn upp næsta föstudag og er áætlað verð rétt undir 300 milljónir. Hér er hægt að sjá uppboðslýsingu og smá vídeó um bílinn. [03.10]jsl