Eldri fréttir - Júní 2011

Garðar Arnarson
Lokanir á Esjumel og nýr formaður nefndar

Garðar Arnarson hefur tekið við sem formaður á Esjumelnum, enda hefur Þorgeir Kjartansson nóg með sitt nýja starf sem formaður klúbbsins þó að hann starfi áfram í nefndinni. Lokað verður á Esjumel sunnudagana 3. 24. og 31. júlí. Sími geymslu- og varahlutanefndar er 660 1763. [30.06]jsl


Páll Birgir Símonarson
Fallinn félagi

Páll Birgir Símonarson lést þann 13. júní og verður jarðsunginn næstkomandi laugardag frá Hveragerðiskirkju. Páll var vel virkur í ferðum, þó að ekki bæri mikið á honum, en hafði gaman af að mæta þegar hægt var. Synir hans hafa einnig verið duglegir í ferðum og verið með mestu mætingar í ferðum klúbbsins síðustu ár. Stjórn klúbbsins vottar fjölskyldu og ættingjum samúð. [29.06]jslMeira af Landsmóti

Myndir eru núna nokkuð klárar, en nokkur þúsund myndir liggja eftir svona helgi og þarf að yfirfara og velja, þar sem margar eru af sama efni. Landsmótsnefnd er búin að fara létt yfir helgina og það er alveg ljóst að ef mótið stækkar svona á hverju ári þá verða fleiri hendur að koma að mótinu sjálfu, enda takmarkað hvað núverandi nefnd og aðstoðarfólk annar bara sjálft, en auðvitað hefur hún notið aðstoðar ýmsra góðra aðila. Allt gekk upp eins og stefnt var að, og meira að segja veðrið sem erfiðast er að panta, vegna eftirspurnar víða, lét ekki standa á sér. Nefndin vill þakka öllum þeim fjölmörgu sem komu að mótinu með einum eða öðrum þætti, sérstakar þakkir fá eftirtaldir aðilar: Árborg, Björgunarfélag Árborgar, Blikkás-Funi, Bónus Selfossi, BYKO. ET, Íslenska Gámafélagið, Kjörís, Kjötsmiðjan, Lögreglan á Selfossi, MS Selfossi, Nesradíó, Nói-Síríus, Skeljungur, Tómstundahúsið, Vélaverkstæði Þóris. Myndir eru á Myndasíðu, og eins fyrir félaga föstudagur, laugardagur og sunnudagur (samtals 480 stk.) [28.06]jsl


Landsmótið afstaðið

Eins og flestir ættu að hafa tekið eftir sem skoða þessa síðu þá var landsmótið okkar haldið um helgina. Það er sama hvaða atriði er skoðað, aldrei hefur mótið verið eins vel sótt, bæði af sýnendum bíla og gesta. Föstudagurinn setti tóninn fyrir helgina þar sem met fjöldi bíla tók þátt í rúntinum að mótsstað. Laugardagurinn rann upp bjartur og góður og fyrir utan smá skúr fyrir hádegi var ekki hægt að biðja um betra veður, sól og heitt allan daginn, enda nutu allir dagsins vel. Meira pláss hafði verið ætlað undir bílasýninguna enda veitti ekki af þar sem rúmlega 250 bílum var stillt upp, og áætlað er að eitthvað um 4000 manns hafi komið á svæðið þennan dag. Fleiri seljendur voru einnig á svæðinu og í raun var allt stærra í sniðum, en almennt var rómur fólks að þetta mót hefði tekist frábærlega. Þar sem gífurlegur fjöldi mynda liggur eftir helgina verða þær að bíða birtingar þar til á morgun. [27.06]jsl


Mótið sett Mótið sett Mótið sett Mótið sett Mótið sett Mótið sett Mótið sett Mótið sett Mótið sett Þorgeir formaður og Sverrir Andrésson Mótið sett Mótið sett Mótið sett Mótið sett
Landsmótið sett

Í gærkvöldi var Landsmót 2011 sett á Selfossi í blíðskaparveðri með rúnti um Selfoss að mótsstað, en Sverrir Andrésson setti mótið formlega með ræðu. Öll met frá fyrri árum hafa strax verið slegin þar sem sá fjöldi sem mætti í rúntinn og kom á svæðið voru 160 bílar. Tvöföldun frá í fyrra er á þeim fjölda sem gistir og hafa aldrei verið eins margir bílar yfir nóttina eins og er núna á svæðinu, enda margir sem hafa ekki sést áður eða eru frumsýndir eftir uppgerð. Nánast allur Hollenski hópurinn kom með austur en hann fór aftur til Reykjavíkur til að gista og kemur í dag aftur um kl. 14 til að vera á svæðinu og mun gista í kvöld. Spáin er góð og allt stefnir í hörku góða sýningu og minnum á að frítt er inn og uppröðun bíla hefst kl. 11 en sýning stendur frá kl. 13 til 18. [24.06]jsl


Mótið undirbúið Mótið undirbúið Mótið undirbúið Mótið undirbúið
Landsmótið 2011

Nú er örstutt í Landsmótið okkar og í kvöld verður svæðið gert klárt þegar tjöld og annar búnaður verður settur upp og frágenginn. Landsmótsnefnd er búin að vera meira og minna með hugann við þetta frá því í september í fyrra og allt að smella saman. Margir góðir aðilar koma að þessu, bæði félagar og aðrir sem vilja styðja okkur, enda er ekki neinn einn sem gerir svona mót. Nú vantar bara félaga að mæta með bíla sína um helgina. sýna sig og sjá aðra og hafa gaman af að hitta annað bílaáhugafólk.
Keyrsla frá Reykjavík verður kl. 19 föstudaginn þ. 24., en safnast verður saman á planið hjá MS Bitruhálsi og farið verður þaðan í 5-6 bíla hópum. Partur af Hollenska hópnum ætlar víst að keyra með okkur austur, en þeir munu síðan allir mæta um miðjan laugardaginn til að gista. Ekið verður um Þrengslaveg og röðin þéttist síðan þegar ekið er framhjá Eyrarbakka um leið og bílar þar bætast í hópinn. Stoppað er síðan við Rörasteypuna Set, en þaðan verður farið kl. 20.30 í lögreglufylgd um Selfoss að mótssvæðinu þar sem mótið verður formlega sett.
Aðaldagskrá mótsins verður síðan á laugardeginum þegar þeim bílum sem mæta verður stillt upp og stendur sú sýning frá kl. 13 til kl. 18. Þeir sem vilja vera með í uppröðun er bent á að mæta tímanlega, elstu verður raðað fyrst og svo bara eftir því hverjir eru mættir. Kvöldið verður síðan helgað félögum og gestum þeirra.
Á sunnudeginum sjá bílaklúbbar á Selfossi um dagskrá sem fer fram við Hrísmýri. Allir eldri bílar eru velkomnir hvaðan sem þeir koma og minnum á að frítt er inn á svæðið. Dagskrá er að finna hér og eins á facebook. [23.06]jslFréttir af númerum

Nýja númeradeildin er nú að leggja lokahönd á smíði þeirra númera sem lágu fyrir, en þeir þurftu að fikra sig áfram með að læra handtökin við þessa framleiðslu. Smíðað hefur verið upp í pantanir sem bárust fyrir síðustu helgi en nú eru að koma sumarfrí hjá mönnum og einnig er vöntun á efni svo að ekki verður smíðað aftur fyrr en í lok júlí. [22.06]jsl


Pontiac
Gegnsær Pontiac

Þegar maður heldur að maður hafi séð allt, kemur eitthvað alveg upp úr þurru og í þessu tilfelli er hægt að sjá meira en venjulega. Ingvar Gissurarson sendi okkur ábendingu um þennan Pontiac sem var settur nýlega á uppboð, en þessi Pontiac er næstum gegnsær, eða allavega er hægt að sjá allt sem er venjulega hulið af stáli að utanverðu. Tveir til þrír voru víst gerðir fyrir heimssýninguna í New York ´39 og voru þeir partur af framtíðarsýn GM á sýningunni. Meira er hægt að fræðast um þessa bíla hér. [21.06]jslMyndir frá 17. júní

Að venju var hátíðarakstur um miðbæinn og sýning bíla í tilefni 17.júní. Rúmlega 80 bílar fóru rúntinn, en farið var frá sundlaug Seltjarnarness. Nokkrir bílar voru einnig til sýnis í Árbæjarsafni en þar var þjóðleg dagskrá allan daginn. Akstur var einnig á Selfossi, eins og á mörgum öðrum stöðum, en myndir frá honum er hægt að sjá hér. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri fyrir félaga. Ennig eru komnar myndir frá fjölskyldu- og húsdýragarðinum laugardaginn 11. júní, en þar mættu um 45 bílar. [20.06]jsl


Landsmótssíða og klúbbsfréttir

Síða vegna Landsmóts er komin í loftið, en stutt er í mótið sem verður haldið dagana 24. til 26. júní og á Selfossi eins og síðustu ár. Mótið í fyrra sló öll met í aðsókn bæði bíla og gesta, og vonandi verður það ekki minna í ár. Hópur af bílum frá Hollenskum bílaklúbbi mun aka með okkur austur föstudaginn 24. júní og mun síðan hópurinn allur, rúmlega 50 manns, verða með okkur meira og minna um helgina. Allar upplýsingar um dagskrá og annað sem tilheyrir mótinu er á þessari síðu og verður uppfært jafnóðum og breytingar verða. Þess má geta að Delludagar á Selfossi verða einnig í ár á sunnudeginum.

Nýtt útlit er komið á síðuna um stjórn og nefndir, en nú er auðvelt að átta sig á hver sér um hvað því að myndir eru komnar inn af flest öllum. Einnig er búið að setja inn fundargerð frá síðasta aðalfundi, ásamt fylgiskjölum, á síðuna um fundargerðir. Þar er einnig að finna fyrsta stjórnarfund og verða þeir birtir þar reglulega. [09.06]jsl


Ný númeranefnd

Ný númeranefnd hefur tekið til starfa og er framleiðsla að hefjast aftur. Örn Sigurðsson, Rudolf Kristinsson og Rúnar Sigurjónsson hafa starfað við þetta frá byrjun, en þar sem Örn þarf að starfa meira erlendis vegna sinnar vinnu ákváðu þeir sem eftir voru að breyta til og taka sér frí frá þessu. Í hinni nýju nefnd eru þeir Þröstur Reynisson formaður, Kjartan Friðgeirsson og Ólafur Björgvinsson. Eru þeir byrjaðir að undirbúa framleiðslu, en læra þarf réttu tökin og koma upp vinnuferli. Um leið er búið að skerpa á umsóknarferli um plötur, en það er hægt að sjá betur á pöntunarsíðu. Að lokum er þeim Erni, Rudolfi og Rúnari þakkað fyrir þeirra störf í númeranefnd. [08.06]jsl


Þorlákshöfn Þorlákshöfn Þorlákshöfn Þorlákshöfn
Hvammstangi Hvammstangi Hvammstangi Hvammstangi
Sjómannadagshelgin

Um síðustu helgi var margt að gerast um allt land, en fornbílar komu við sögu allavega á tveimur hátíðum. Í Þorlákshöfn mættu nokkrir eigendur til að sýna sína bíla og til að taka þátt í skemmtiatriðum og tók undirritaður nokkrar myndir við það tækifæri. Bílasýning var sett upp á Hvammstanga og var ýmislegt þar að sjá t.d. dráttarvélar og fornbílar. Meðal annarra var verið að sýna 1953 Kaiser sem Ágúst F. Sigurðsson hefur nýlega lokið uppgerð á en þessi bíll hefur verið alla tíð hér á landi. Jón G. Guðbjörnsson sendi okkur nokkrar myndir frá þeirri sýningu. [07.06]jsl


Bílamessa Bílamessa Bílamessa Bílamessa Bílamessa
Sr. Gunnar
Einar Clausen söngvari Bílamessa Bílamessa Bílamessa Bílamessa Bílamessa Bílamessa
Bílamessan

Á uppstigningardag var mætt í bílamessu og þar sem uppstigningardagur er dagur aldraðra þá er við hæfi að hafa messu fyrir eigendur aldraðra bíla, en messa þessi hefur verið að þróast og er höfð á léttum nótum. Ræða Sr. Gunnars og söngur Einars Clausens er auðvitað aðalatriði kvöldsins og gerir þessa messu sérstaka fyrir okkur. [06.06]jsl