Eldri fréttir - Apríl 2011

Leikir fyrir helgina

Georg Óskar Ólafsson benti okkur á þessa skemmtilegu getraunaleiki þar sem reynir á þekkingu viðkomandi á vélum og eins mun á útliti bíla eftir árgerð eða öðru, sem getur verið erfitt að sjá mun á. Nú geta sérfræðingar og aðrir spreytt sig og haft gaman af eða jafnvel montað sig af sínum úrslitum. [29.04]jslSumarið komið

Í gærkvöldi var staðfesting á að sumarið sé eða er alveg að koma, þar sem fyrsti rúntur í ár var á dagskrá. Rúmlega 40 bílar mættu við gamla B&L húsið á Suðurlandsbraut, en rússnesk ættaðir áttu að vera í öndvegi þetta kvöld, en frekar lítið fór fyrir þeim svo það verður að gera betur næst. Ekið var um bæinn og þar á meðal farið fram hjá Rússneska sendiráðinu í tilefni "þema" kvöldsins. Myndir frá frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri fyrir félaga. [28.04]jsl


Myndir frá sýningu

Sýning Kvartmíluklúbbsins var haldin um páskana og var almennt að heyra á gestum að þetta hafi verið góð blanda af sýningargripum og vel heppnað. Gestir gátu kosið um hvað væri áhugaverðast og er hægt að sjá úrslit úr því á vef KK, en fyrir þá sem vilja sjá smá yfirlit mynda þá er það hér. Minnum á félagsfundinn á Amokka annað kvöld kl. 20.00. [27.04]jslBurnout 2011

Sýning Kvartmíluklúbbsins verður haldin yfir páskahelgina í Kauptúni 3, dagana 22.-25. apríl. Sýningin verður í tveimur sölum, um 3800 fermetrar, mörg fyrirtæki og klúbbar verða á svæðinu með kynningar, þar á meðal Fornbílaklúbburinn eins og síðustu ár.
Opnunartími:
Föstudagurinn langi 14:00-21:00
Laugardagur 13:00-22:00
Páskadagur 14:00-21:00
Annar í Páskum 13:00-17:00
Miðaverð er 1.500 kr., frítt fyrir börn í fylgd með fullorðum, helgarpassar á 2.000 kr.
Hér má sjá staðsetningu og nánar um sýninguna á vef KK. [19.04]jslMustang á afmæli

Um helgina voru 47 ár liðin frá þvi Mustang var fyrst sýndur á heimssýningu í New York. Með Mustang vildi Ford bjóða bíl sem væri ódýr og gæti höfðað til þeirra sem vildu sportbíl án þess að sprengja veskið, og var talað um “working man’s Thunderbird” innanhúss hjá Ford. Sala á Mustang fór strax framúr söluáætlunum og restina þekkja flestir, en líklega hefur engin bílategund eins marga klúbba og samkomur tileinkaðar sér. Hér er hægt að sjá myndir frá Birni og Birgi Kristinssonum frá helginni. [18.04]jsl


Framboðsfrestur að renna út

Kjörnefnd vill minna á að framboðsfrestur rennur út þann 24. apríl (páskadag). Hægt er sjá þá sem eru komnir á lista á síðunni um Aðalfund 2011, þar eru einnig upplýsingar um reglur kjörs, lagabreytingar og fl. sem viðkemur því sem kosið er um. [15.04]jsl


Vantar enn í Ferðanefnd

Ferða- og félaganefnd leitar enn eftir góðu fólki til að koma til liðs við nefndina, en hún sér um ferðir og rúnta klúbbsins og einnig skipulag á dagskrá vetrarstarfsins. Nú styttist í fyrstu keyrslu, svo þeir sem hafa áhuga á að koma til liðs við nefndina eru beðnir að hafa samband við formann nefndar, Gunnar Örn í síma 897 4585 eða á ferdanefnd@internet.is. [14.04]jslHnoðkvöld fyrir norðan

Í kvöld verður skemmtileg dagskrá hjá Bílaklúbbi Akureyrar, en þá ætlar fornbíladeild þeirra að hnoða síðustu hnoðin í grindina á Ford AA bifreið félagsins. Þeir sem hafa tök á, og sem hafa ekki séð slíkar aðfarir, eru hvattir til að mæta hjá BA og fylgjast með. Hnoðkvöldið verður í félagsheimili BA að Frostagötu 6b og hefst kl. 20.30. Þeir eru líka með 8mm sýningarvél að láni, svo ef einhver á gamlar spólur þá má endilega kippa þeim með svo hægt sé að enda kvöldið á gömlum ræmum. [13.04]jsl


El Morocco

Jón Hermann sendi okkur ábendingu um þessa tegund, sem er lítið þekkt enda fáir gerðir og bara vitað um tvo sem eru eftir. Ef þú ert ekki að kveikja á nafninu þá er það ekkert skrítið þar sem El Morocco var breyttur Chevrolet sem var seldur sem Chevrolet El Morocco á árunum 1956 og 1957 og var þetta í fyrsta skipti sem fékkst leyfi til að breyta bíl beint frá verksmiðju og selja áfram undir nýju nafni, en samt með verksmiðjuábyrgð. Stefnt var á að stæla útlit Cadillac og var margt gert til þess og þar á meðal nafnið, El Morocco = Eldorado. Í dag er talað um að þetta séu þeir sjaldgæfustu Chevy sem til eru, og eru verðlagðir eftir því. Hægt er að lesa nánar um þá hér. [12.04]jsl


Minnum á árgjöld fyrir 2011

Þó að skila árgjalda hafi gengið mjög vel, þá er samt gott að minna þá fáu sem eiga eftir að greiða að gera það tímanlega, vilji þeir fá 2011 ármiða sendann með næstu skilaboðum, sem verða send út fljótt eftir páska. Samkvæmt lögum klúbbsins þarf einnig að vera búið að greiða árgjald þremur vikum fyrir aðalfund, ella dettur viðkomandi út af félagsskrá og getur þar með ekki mætt á aðalfund eða greitt atkvæði þar. [11.04]jsl


Grand National Roadster

Show Georg Óskar Ólafsson sendi okkur tengil á myndasíðu vinar síns í Californiu, en þar er mikið af myndum frá Grand National Roadster Show 2011 sem var haldið í lok janúar. Þarna er mikil samkoma hot rods, rat rods, custom og götubíla. Sýning þessi hefur verið haldin í 62 ár, og nú voru rúmlega 500 bílar sem voru til dæmingar fyrir uppgerð, sprautun, útfærslur og fl. Aðrir 700 til viðbótar voru síðan til sýnis yfir helgina. [08.04]jslNýr afsláttaraðili

Orka ehf býður núna félögum afsl. gegn framvísun félagsskírteinis, 20-30% af bílalakki (eftir magni), 20% afsl. af bón og massavörum og 10-20% af öðrum vörum. Orka er vel þekkt af þeim sem hafa eitthvað komið að uppgerð eða viðhaldi bíla, enda með góðar vörur í lakki og öðru sem tengist sprautun og ekki má gleyma bílrúðudeildinni sem hefur bjargað mörgum. Orka hefur einnig hafið innflutning á nýrri bónlínu frá Sviss sem hefur verið að koma vel út. www.bilrudur.is [07.04]jsl


Ford myndir

Ford í Bretlandi heldur upp á 100 ára afmæli í ár og er ýmislegt gert til að minnast þeim áfanga. Þar á meðal eru myndir vikunnar á Flickr og eins verða ýmsir Ford klúbbar með bíla á sýningum í sumar, sem nær svo hápunkti í nóvember á "2011 Footman James Classic Motor Show", sem er lokasýning helstu bílaklúbba í Bretlandi. [04.04]jsl


Festingar og klemmur

Þegar verið er að hressa upp á fornbílinn, þá kemur oft upp að plastklemmur / smellur og ýmiskonar festingar vilja vera ónýtar til endurnotkunar. Margt er hægt að finna á ebay en svo rakst undirritaður á þessa tvo aðila sem virðast vera með ótrúlegustu huti, en helsti ókosturinn er að flest er selt í magni 25-100stk. Kemur kannski ekki svo mikið að sök þar sem verð er frekar lágt fyrir utan auðvitað póstkostnað. Hjá báðum er hægt að leita eftir tegund og árgerð og eins eftir vöruflokkum. ClipsAndFasteners.com / Pro/Fit Auto Interiors 01.04]jsl