Eldri fréttir - Mars 2011

Um skoðunarskyldu fornbíla

Þeir fornbílar sem nýskráðir voru hér á landi á oddatölu ári, t.d. 1951, þurfa að mæta til skoðunar í ár, en bílar nýskráðir á sléttu ári (og voru skoðaðir á síðasta ári) þurfa ekki að mæta aftur til skoðunar fyrr en árið 2012. Tekið skal fram að fornbíll verður að vera skráður í notkunarflokkinn „fornbifreið“ hjá Umferðarstofu til þess að öðlast tveggja ára skoðunarheimild. Þetta gerist nefnilega ekki sjálfkrafa þegar hann verður 25 ára. [31.03]jslTankbíll til sölu í Eyjum

Slökkviliðið í Vestmannaeyjum er að auglýsa tankbíl til sölu, en þetta er Ford T-700 árgerð 1959 með 9.000 ltr. tanki. Þetta er auðvitað frekar sérhæfður bíll, en vonandi er einhver sem getur fundið honum framtíð. Óskað er eftir tilboðum, en hér er hægt að sjá uppl. um tengilið. [30.03]jsl


Þegar bílar voru listaverk

Gunnar B. Pálsson sendi okkur þessa myndasýningu, sem er smá samantekt mynda af bílum frá þeim tíma þegar mikið var lagt í útlit og oft mikill íburður. Ólíklegt er að nokkurntíman verði annað eins tímabil og þegar Dusenberg, Rolls og fl. voru á sínum hápunkti og erfitt fyrir nokkurn mann að neita því að þetta séu glæsilegir bílar. [28.03]jsl/gbp


Áminning frá kjörnefnd Fornbílaklúbbsins

Framboðsfrestur til formanns og stjórnar vegna aðalfundar 25. maí lýkur 24. apríl nk. Enn vantar stjórnarmann til eins árs setu. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við formann kjörnefndar Grétar Pál Ólafsson í síma 892-1413. [25.03]jsl


Safnarakv÷ld Safnarakv÷ld Safnarakv÷ld Safnarakv÷ld Safnarakv÷ld Safnarakv÷ld Safnarakv÷ld Safnarakv÷ld Safnarakv÷ld Safnarakv÷ld Safnarakv÷ld Safnarakv÷ld Safnarakv÷ld
Safnarakvöldið

Í gærkvöldi sýndu nokkrir félagar söfn sín í Árbænum og að venju var kosið um áhugaverðasta safnið. Í þriðja sæti lenti Erlingur Ólafsson, annað sæti hlaut Guðmundur B. Pálsson og í fyrsta sæti lenti Gunnar B. Pálsson. Á þessum kvöldum hefur einnig verið vinsæl getraun þar sem þarf að finna út bílategundir, árgerðir eða annað útfrá myndum. Í þeirri keppni hlaut Rudolf Kristinsson þriðja sæti, Þórður Helgi Bergmann annað sæti og síðan Sigurbjörn Helgason fyrsta sæti með 18 stig af 23 mögulegum. [24.03]jsl

Þúsundasta settið í sjónmáli hjá númeradeildinni

Þrátt fyrir kreppu og bölmóð láta fornbílamenn ekki deigan síga. Þetta sést best á góðri innheimtu félagsgjalda og fjölda nýsmíðaðra steðjaplatna. Nú hafa yfir 970 númerasett verið framleidd hjá númeradeild klúbbsins en betur má ef duga skal því enn eru fornbílar keyrandi um með hvítar númeraplötur. Til að bjarga þeim yfir á eðalsvört steðjanúmer fyrir skoðunardaginn í maí þarf einungis að hafa samband við Umferðarstofu, sem úthlutar skráningu gegn 500 kr. gjaldi, og síðan eru númerin pöntuð á heimasíðu klúbbsins fornbill.is. Einfaldara getur það ekki verið. [23.03]ösSafnarakvöld í Árbænum

Miðvikudagskvöldið 23. mars verður hið árlega safnarakvöld haldið í Árbænum. Eru klúbbfélagar beðnir um að mæta með söfn sín hvort sem um er að ræða leikföng, verkfæri, húfur, penna eða hvað eina sem þeim dettur í hug. Veitt verða verðlaun fyrir athyglisverðustu gripina. Getraunin verður einnig á sínum stað. Húsið opnar klukkan 20 og eru sýnendur hvattir til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar. [22.03]jsl


Upplýsingavideó

Hróbjartur Ö. Guðmundsson sendi okkur ábendingu um nokkur videó sem eru að finna hjá Holden, en þar er verið að fjalla um ýmsar vörur sem fást hjá þeim, en eru um leið ágætis fræðsla. [21.03]jsl
POR15 Rust Preventitive Paint System
Petrol Tank Repair
Dynalite - The Dynamo that thinks it’s an Alternator
Lumenition - Electronic Ignition
Lumenition - Magnetronic (Discreet pointless system)
Kenlowe - Heat Management
Studebaker gefst upp

Þennan dag árið 1933 lenti Studebaker hjá skiptastjóra, en fyrirtækið hafði farið ílla út úr kreppunni. Studebaker átti sögu aftur til 1852 þegar bræðurnir Henry og Clement Studebaker byrjuðu með sína járnsmíði í Indiana. Fljótlega voru þeir orðnir framarlega í smíði hestvagna og mest til hersins. Þróast framleiðslan síðan yfir í bíla, en árið 1902 kom rafmagnsbíll frá þeim og svo síðar gasknúinn og báðir undir merki Studebaker-Garford. Framleiðsla eftir það var aðallega í gasknúnum bílum, en samvinna var einnig orðin við aðra framleiðendur bíla. Albert Erskine er síðan ráðinn sem forstjóri árið 1915 og undir hans stjórn er Pierce-Arrow yfirtekið árið 1920. Þó svo að það hafi verið sett undir skipti árið 1933 var Studebaker endurvakið, nýjar tegundir settar á markað og fyrirtækið endurskipulagt. Undir 1960 sameinast það við Packard, en var um leið farið að halla undan fæti aftur og Packard nafnið deyr út. Fyrirtækið lokar endanlega síðan árið 1966 eftir að hafa verið 114 ár á markaðnum. Hægt er að fræðast meira um Studebaker á studebakerdriversclub.com og eins á studebakermuseum.org. [18.03]jsl


Hollendingarnir koma

"The Russians are coming" var titill á grínmynd frá 1966 og var þetta oft notað í kaldastríðinu en núna getum við kallað "Hollendingarnir koma" þar sem við höfum fengið staðfest að hópur frá LVWCN klúbbnum ætlar að fara hringferð um landið í sumar og um leið mæta á landsmótið okkar. LVWCN er klúbbur loftkældrabíla og eins og er þá eru þetta 54 einstaklingar á 27 bílum skráðir í ferðina til Íslands. Áætlað er að eitthvað af hópnum rúnti með okkur austur og taki þátt í setningu, en allur hópurinn mætir síðan á laugardeginum og verður um helgina. [17.03]jsl


Techno-Classica Essen

Í lok mars er Techno-Classica Essen sýningin á dagskrá og er þetta 23. árið sem hún er haldin. Þessi sýning hefur verið að stækka í gegnum árin og er talin vera mjög flott, í fyrra voru 1.150 sýnendur frá 28 löndum og 172.800 gestir komu á hana. Eitthvað hefur verið um að fornbílafólk hafi farið á þessa sýningu, en lítið um að skipulagðir hópar hafa farið. Nánar um sýninguna. [16.03]jsl


Frambjóðendur koma fram

Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram til stjórnarkjörs hafa verið að melda sig við Kjörnefnd og jafnóðum og upplýsingar koma frá henni þá eru þær birtar á síðunni um Aðalfund 2011. Nýjung er að birtar eru myndir af frambjóðendum, en það ætti að auðvelda félögum að átta sig á hver viðkomandi er. Framboðslista verður lokað mánuði fyrir aðalfund svo að framboð verða að hafa borist kjörnefnd mánuði fyrir aðalfund, eða þann 24. apríl. [11.03]jslHeimsókn í gærkvöldi

Í gærkvöldi bauð Cadillac klúbburinn félögum sínum í heimsókn og mættu eitthvað um 100 manns til að skoða bíla og aðstöðu klúbbsins. Á heimasíðu www.icecad.is er hægt að fræðast um sögu hans, en upphafið er ameríkureisa þeirra rithöfunda ,Ólafs Gunnarssonar og Einars Kárasonar árið 2006. Klúbburinn gengur aðallega út á að hafa sameiginlega aðstöðu og eins að geta verið með formleg sambönd við aðra Cadillac klúbba erlendis. Myndir frá frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri fyrir félaga. [10.03]jsl


Ford selur myndir

Ford hefur tekið upp á að bjóða til sölu myndir úr safni sínu. Eru þetta myndir allt frá venjulegum auglýsingamyndum úr bæklingum upp í sérútgáfur. Einnig er þarna að finna myndir frá verksmiðjum Ford og margt fleira skemmtilegt. Myndirnar kosta frá 7 þús. upp í 55 þús. en það er alveg jafngaman að skoða safnið þó svo að ekkert sé verið að versla. [09.03]hg/jsl


1956 Ford Sunliner "Suncammer" 1956 Ford Sunliner "Suncammer"
Autorama 2011

Í lok febrúar var Autorama sýningin haldin í 59. sinn. Að þessu sinni voru rúmlega 1000 sýningargripir og mikið um dýrðir að venju, enda er þetta sýning þeirra sem eru í því að breyta bílum, bæði áhuga- og atvinnufólks. Sá sem er sýndur hér fyrir ofan fékk Ridler verðlaunin en það er 1956 Ford Sunliner "Suncammer" Hægt er að sjá myndir frá sýningunni á flickr.com [04.03]jsl