Eldri fréttir - Janúar 2011


Benz og bíllinn 125 ára

Um helgina var formlega afmælisdagur fyrsta Benz bílsins, en þann 29. janúar árið 1986 skráði Carl Benz einkaleyfi á Motorwagen, þriggja hjóla bíl. Þó að ýmsar útgáfur af farartækjum hafi verið búnar að sjást allt frá 1801 eins og t.d. London Steam Carriage (Richard Trevithick) þá voru þetta þunglamaleg tæki og virkuðu ekki sem farartæki svo að bíll Carl Benz telst sögulega fyrsti bíllinn. Motorwagen er auðvitað langt frá því sem við þekkjum í dag, rétt pláss fyrir tvo og stýrt með stöng. Þegar maður sér tæki á ferð þá finnst manni að það hrynji hvað úr hverju en fer samt vel yfir, allavega á jafnsléttu. Þó að Carl hafi smíðað tækið þá var það eiginkona hans, Bertha Benz, sem sýndi fram á að þetta væri farartæki sem hægt væri að nota og treysta á þegar hún "skrapp" 106 km ferð til að heimsækja móður sína, svo að fornbílamenn í dag ættu ekkert að vera feimnir við að lána konum sínum bíla sem eru margfalt auðveldari í akstri. Mercedes-Benz var með afmælisveislu af þessu tilefni þar sem ýmsu merku fólki var boðið og á heimasíðu Mercedes-Benz er að finna ýmislegt um þetta afmæli bílsins. Einnig er margt fróðlegt um Carl Benz á þessari Wikipedia síðu. [31.01]


Árgjaldsseðlar sendir út

Nú eru árgjaldsseðlar fyrir 2011 á leið til félaga í pósti. Árgjaldið er óbreytt kr. 5000 og er það fljótt að borga sig nýti félagar sér afsláttarkjör sem bjóðast félögum, t.d. sé mætt með fornbílinn í skoðun á skoðunardegi klúbbsins þá hafa strax sparast kr. 1600 (miðað við árgjald 5000 + skoðun 1800). Berist ekki seðill þá er hægt að senda póst á jsl@itn.is en bankinn sendir seðla út eftir þjóðskrá, en árgjaldið birtist auðvitað líka í heimabönkum félaga. Ármiðar fyrir félagsskírteini þeirra sem greitt hafa, verða síðan sendir út mánaðarlega með Skilaboðum. Minnt er á að eingöngu greiddir félagar hafa atkvæðisrétt á aðalfundi. [27.01]


Mustang GT500 Mustang GT500 Mustang GT500 Mustang GT500
Mustang GT500
Mustang GT500 Mustang GT500
Mustang GT500 "replica" á Írlandi

Félagi okkar Jón Hermann Sigurjónsson var á ferðinni á Írlandi í vikunni og rataði auðvitað í bílskúr þar sem er verið að smíða "replicu" af GT500. Jón tók nokkrar myndir fyrir okkur en hér er hægt að sjá fleiri myndir sem sýna þetta verkefni. [24.01]jsl


Ráð í tíma tekið

Þó að nokkrir mánuðir séu í Landsmótið okkar þá er vert að benda þeim sem eru vanir að vera í húsi á að panta það sem fyrst svo þeir komist að. Félagar hafa forgang að húsum hjá Gesthúsi fram til 1. maí, en eftir það er opið fyir hvern sem er. Þegar er búið að panta í 5-6 hús og erlendur bílaklúbbur er með pöntun á húsum fyrir 20 manns svo það má búast við að húsin fyllist fljótt. Verð fyrir félaga þessa helgi verður:
Einn í herbergi = 7500 kr nóttin (8700 með morgunmat)
Tveir í herbergi = 10.000 kr nóttin (12.400 með morgunmat)
Þrír í herbergi = 12.000 kr nóttin (15.600 með morgunmat)
Hægt er að panta í síma 897 7585 og á gesthus@gesthus.is [20.01]jslBreyttur tími í Árbænum

Ferða- og félaganefnd hefur boðað breytingu á opnunartíma á rabbkvöldum, en framvegis verður opið frá kl. 20 til 23 í Árbænum, eins og hefur verið á kvikmyndakvöldum og opnu húsi. [14.01]jsl


Kjörnefnd skipuð

Á síðasta stjórnarfundi var skipuð kjörnefnd vegna aðalfundar 2011, en samkvæmt breytingum á lögum klúbbsins á síðasta aðalfundi var skerpt á reglum um framboð og kjör manna til stjórnarsetu. Skipaðir voru þeir:
Grétar Páll Ólafsson 892 1413
Kjartan Friðgeirsson 869 1360
Sigurjón Guðleifsson 864 2096
Sigurjón Hjaltason 896 0452
en Grétar verður formaður. Þar með er búið að opna fyrir framboð félaga, en á aðalfundi í maí verður kosið um formann, þrjá stjórnarmenn og tvo varamenn (kosið er um formann og helming stjórnar á tveggja ára fresti, varamenn á hverju ári). Framboð verða að hafa borist mánuði fyrir aðalfund, eða þann 24. apríl. Síðar verður sér síða um aðalfund og þar verður hægt að sjá nánar um frambjóðendur og eins verða þeir kynntir í maí Skilaboðum. [13.01]jsl
Til þeirra sem fá Skilaboð í e-mail

Um hver mánaðarmót þegar Skilaboð eru send út koma tilkynningar um að nokkur netföng virki ekki eða séu ekki til. Þeir félagar sem fá Skilaboðin send í e-mail eru hvattir til að skoða í félagsskrá hvernig þeirra netfang er skráð og eins ef þeir eru ekki að fá sinn póst frá okkur, að senda okkur þá virkt netfang þar sem við fáum ekki hugskeyti þegar félagar breyta sínum netföngum. Það má einnig benda á að þegar netföng eru skráð í póstlista þá er EINGÖNGU notað copy & past úr umsóknarformum og ekki farið yfir netföng þar sem þau geta verið í öllum útgáfum og ekki hægt fyrir okkur að vita hvað er rétt eða ekki. Þess má geta að helmingur félaga fær Skilaboðin í e-mail og er það mikill sparnaður fyrir klúbbinn, þar sem prentun og póstkostnaður hefur verið að hækka reglulega. Auk þess er auðvelt að senda út breytingar á dagskrá Skilaboða, fyrir utan að þau eru alltaf á sínum stað í pósthólfinu í stað þess að vera týnd í blaðabunkanum í stofunni. [10.01]jslDagatal fornbílamannsins

Líkt og undanfarin ár fylgir með janúar skilaboðum dagatal þar sem fram kemur öll dagskrá klúbbsins á árinu 2011, en núna eru hvorki fleiri né færri en 70 dagar fráteknir fyrir áhugamálið, en sumarferðirnar í ár verða 21. Þar á meðal er áhugaverð fjögurra daga ferð um Tröllaskaga í júlí og þriggja daga jeppa- og trukkaferð í ágúst. Eru félagar beðnir um að hengja dagatalið upp á áberandi stað í híbýlum sínum þannig að sem minnstar líkur verði á því að þeir missi af fjölbreyttri dagskrá klúbbsins. Dagatalið er birt á heimasíðunni fornbill.is undir liðnum Dagatal FBÍ, en þar verða nánari upplýsingar um hverja ferð, m.a. dagskrá og mætingartíma. Allar hugsanlegar breytingar á dagskránni verða færðar inn tímanlega. Auka dagatöl er hægt að fá á rabbkvöldum, en einnig er hægt að prenta það út á fornbill.is. [06.01]jsl


Auglýsing frá Ferðanefnd

Gleðilegt ár kæru félagar. Nú er nýtt fornbílaár að hefjast og þar með skipulagsvinna okkar í ferðanefndinni fyrir næsta sumar. Góður samheldinn hópur af strákum og stelpum skipa ferðanefndina sem er að störfum og hyggjumst við starfa ótrauð áfram, en óskum hér með eftir viljugum félögum til að starfa með okkur að skipulagi fyrir næsta sumar. Við ætlum að hittast núna um miðjan janúar og vera með "heilaroksfund". Gaman væri að heyra frá ykkur sem hafið áhuga á að bætast í hópinn. Kveðja frá Ferðanefnd, Gunnar Örn s.897 4585 ferdanefnd@internet.is [03.01]