Eldri fréttir - Desember 2010fornbill.is í jólafrí

Stjórn og nefndir senda þér og þínum bestu jólakveðjur
og óskir um farsælt nýtt fornbílaár.

Fréttasíðan mun lifna aftur við á nýju ári og minnir um
leið á fyrsta rabbkvöld ársins þann 5. janúar 2011. [14.12]jsl


Bílaskrá uppfærð

Bíla og félagaskrá hefur verið uppfærð aftur í þessum mánuði og að þessu sinni eru eitthvað um 30 bílar sem bættust við eða fengu breytingar, fyrr í mánuðinum var álíka fjöldi færður inn. Þó nokkuð vantar af upplýsingum og eigendasögum við bíla félaga, sérstaklega hjá þeim félögum sem lengst eru búnir að vera í klúbbnum og mættu þeir bæta úr því með því að senda inn upplýsingar. [13.12]jsl

Nýtt ár, "nýir" fornbílar

Árið 2011 er rétt að renna í hlað, að öllu óbreyttu, og með því verða margir bílar formlega fornbílar, reyndar flokkar ríkið þá eftir skráningardegi, en í okkar augum þá eru þeir strax 25 ára. Sem betur fer þá er þegar þó nokkuð um ´86 árgerðina í flota félaga, en á sínum tíma var kannski ekki verið að horfa á þessa árgerð sem verðandi fornbíla og margir týndu tölunni löngu fyrir aldur fram. Hér fyrir ofan er smá sýnishorn af bílum frá þessum árum og á þessari síðu er að finna smá yfirlit yfir það sem var að gerast hjá bílaframleiðendum. [10.12]jsl


Jólarabbkvöldiđ Jólarabbkvöldiđ Jólarabbkvöldiđ Jólarabbkvöldiđ Jólarabbkvöldiđ Jólarabbkvöldiđ Jólarabbkvöldiđ Jólarabbkvöldiđ Jólarabbkvöldiđ Jólarabbkvöldiđ Jólarabbkvöldiđ Jólarabbkvöldiđ
Jólarabbkvöldið

Nokkrar myndir frá lokakvöldi ársins í Árbænum, en þeir sem mættu með flottustu jólasveinahúfurnar fengu miða í Laugarásbíó. Næsta kvöld í Árbænum verður 5. janúar 2011. [09.12]jslHandmáluð mynd af bílnum í jóla- eða afmælisgjöf

Okkur var bent á Egill Valdimarsson sem er ungur listamaður og hefur að undanförnu málað myndir fyrir eigendur "fornra og flottra bíla“ (vintage cars) í Suður-Englandi og m.a. hefur birst við hann viðtal um þennan starfa í félagsblaði bílaeigenda þar í landi. Vanti einhvern jóla- eða afmælisgjöf fyrir fornbílaeigandann þá getur hann tekið að sér að útfæra skemmtilega mynd af hvaða bíl sem er. Eina sem þarf að gera er að hafa samband við hann og ræða um óskir, senda honum svo mynd af bílnum. Verðið hjá honum er víst mjög sanngjarnt. egillv@hotmail.com Sími: 893 0659. [08.12]jsl