Eldri fréttir - Október 2010


David Brown fimm sleginn á uppboði

Í vikunni var frægur bíll seldur á uppboði fyrir 515 milljónir ($4.6 mill.), en hann fór á aðeins lægri upphæð en búist var við. Þessi DB5 var notaður í Bond myndinni Goldfinger en þar fór Sean Connery með hlutverk Bonds en bíllinn var einnig notaður í Thunderball og var auðvitað með þennan vanalega standard útbúnað eins og breytanlegar númeraplötur, vélbyssur, reykgjafa, gat sprautað olíu á götuna, skothelda hlíf fyrir afturglugga og farþegasæti sem var hægt að skjóta út úr bílnum. Aston Martin framleiddi DB5 en bílar frá þeim báru DB eftir 1947 þegar David Brown traktors og gíraframleiðandi keypti Aston Martin og Lagonda, en bæði þessi fyrirtæki stöðu höllum fæti eftir seinna stríð. David Brown, sonarsonur stofnanda David Brown, endurreisti Aston Martin og lét smíða bíla til að taka þátt í Spa Special og svo Le Mans og einfaldast var að kalla þá DB1, DB2 og svo framvegis. David Brown var stofnað árið 1898 og hefur aðallega verið í framleiðslu á öllu sem við kemur gírum en það kom sér vel við framleiðslu David Brown/Ferguson dráttarvéla. Aston Martin var síðan selt og hefur verið dálítið á flakki í gegnum árin, meðal annars átti Ford stóran part í fyrirtækinu á tímabili. [29.10]jsl


Prjónarabbkvöld Prjónarabbkvöld Prjónarabbkvöld
Prjónarabbkvöld

Í ágúst var haldið prjónarabbkvöld sem þrátt fyrir mjög stuttan fyrirvara heppnaðist með miklum ágætum. Ákveðið hefur verið að endurtaka leikinn miðvikudagskvöldið 27. október og eru fornbílakonur hvattar til að mæta í Árbæinn með handavinnuna eða bara til að spjalla og kynnast hinum konunum í klúbbnum. Húsið opnar kl 20.30. [26.10]jslFerðaverðlaun

Síðasta laugardagskvöld afhenti Ferðanefnd verðlaun fyrir mætingar sumarið 2010, en um leið var haldið upp á sumarlok með bjórkvöldi á Amokka. Alls voru 25 ferðir sem gáfu punkta og var mest hægt að fá 32 punkta eftir sumarið og fengu 15 verðlaun að þessu sinni. Í heildina voru skráðar 1046 mætingar hjá 249 eigendum og er það mesta mæting sem hefur verið skráð, en að meðaltali voru 44 bílar í hverri ferð, en eingöngu eru skráðir þeir sem eru félagar og oft voru margir sem mættu sem gestir.
Gullviðurkenningar fengu Kristín Sunna og Aðalheiður (32), Jens Kristján Jensson (31) og Símon Arnar Pálsson (29).
Silfurviðurkenningar fengu Ársæll A. Árnason (25), Árni og Guðný (24), Guðmundur B. Pálsson (24), Jón S. Loftsson (24) og Sigurbjörn Helgason (24).
Bronsviðurkenningar fengu Sigurður og Marý (23), Rúnar Sigurjónsson (22), Björn Magnússon (20), Sævar og Ragnheiður (20), Jón Guðmundsson (20) og Magnús Magnússon (20).
Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri fyrir félaga hér. [25.10]jsl


Enn laust í dalnum

Eins og hefur komið fram verður húsið okkar í Elliðaárdalnum notað undir geymslu bíla í vetur, þeir sem voru þar síðasta vetur ganga fyrir en nokkur stæði eru laus ennþá. Hægt er að hafa samband í síma 660 1763 fyrir þá sem vilja nýta sér stæði þarna í vetur. [19.10]jsl


Llangollen Motor Museum Llangollen Motor Museum Llangollen Motor Museum Oswestry Transport Museum
Llangollen Motor Museum og Oswestry Transport Museum

Þesssi söfn eru dálítið sérstök en skemmtileg að skoða, þau er aðallega opin yfir sumartímann, en voru opnuð fyrir okkur til að skoða og mynda, fleiri myndir verða sýndar seinna í vetur. [14.10]jsl


Cadillac Club Denmark

Jóhann Þorsteinsson sendi okkur ábendingu um síðu þessa Cadillac klúbbs í Danmörku en þeir virðast vera nokkuð aktívir miðað við dagskrá og myndasíðu þeirra. [11.10]jsl


Leiga í dalnum

Eins og hefur komið fram verður húsið okkar í Elliðaárdalnum notað undir geymslu bíla í vetur, þeir sem voru síðasta vetur ganga fyrir. Hægt er að hafa samband í síma 660 1763 fyrir þá sem vilja nýta sér þetta og stefnt er að taka inn næsta skammt af bílum þriðjudagskvöldið 12. október á milli kl. 19 og 21. [08.10]jsl


Félagar í ferðalögum

Síðasta þriðjudag fóru nokkrir félagar í hina árlegu ferð sína á Hershey, og í dag fer undirritaður til Bretlands og að þessu sinni verða söfn í Wales skoðuð. Smá sýnishorn af myndum verða settar hér inn í næstu viku, en stefnt er að myndasýningu seinna í vetur í Árbænum, allavega frá Bretlands-reisu en yfirleitt hefur borið lítið á myndum frá Hershey-förum. [07.10]jsl


Ban One Ban One Ban One
Ban One

Í tilefni af sýningu Smokey and the Bandit í kvöld sendi Sigurður Ólafsson okkur myndir af Trans sem upprunalega var í eigu Burt Reynolds og stóð til sýnis í NPD búðinni í Michigan fyrir einhverju síðan. Myndirnar og lýsingin sem var á bílnum segir allt sem þarf. [06.10]jsl


Klúbbhúsið verður notað sem fornbílageymsla í vetur

Eins og á síðasta ári verður neðri hæð fornbílahússins í Elliðaárdal leigður félags-mönnum undir fornbíla í vetur. Þeir sem eru að leita að vetrarplássi undir fornbíla sína eru hvattir til að hafa samband sem allra fyrst við Þorgeir Kjartansson í síma 660-1763 eða í netfang hans torgeir66@gmail.com. Mánaðargjaldið hefur verið hækkað í 7.500 kr., en þeir félagar ganga fyrir sem voru með bíla í húsinu síðasta vetur. [04.10]jsl