Eldri fréttir - September 2010


Landsmótið í bílablaði

Okkur barst eintak af franska bílablaðinu "La Vie de L´Auto", en í september fjallaði það um landsmótið okkar á Selfossi. Góðar myndir fylgja með greininni, en þar sem hún er á frönsku verður ekki gerð tilraun til að þýða hana. Fyrir klúbbinn er gaman að fá svona umfjöllun, sérstaklega þegar farið er að bera á meiri áhuga hjá erlendum aðilum að heimsækja landið með sinn bíl og hitta á félaga um leið. [28.09]jsl


Fatadagur í öðru veldi

Í ágúst var haldin stór samkoma á Goodwood setrinu (sem er í suðurhluta Bretlands) en þar kom saman fólk til að upplifa liðna tíma frá 1930 til 1990 á Vintage at Goodwood. Margir mættu á sínum bílum, mótorhjólum og vespum og með gömul tjöld og hjólhýsi, en mest var um að fólk kæmi uppáklætt og naut tónlistar og andrúmslofts síns uppáhalds tímabils. Sett voru upp stór tjöld undir viðburði og með framhliðum við hæfi, en margt var til boðs um þessa helgi. Kannski væri áhugi hjá félögum að taka sig saman og skella sér á þennan viðburð á næsta ári. Hér er hægt að sjá nokkur vídeó og myndir frá mótinu. [24.09]jsl


Heimsókn í Sindra Heimsókn í Sindra Heimsókn í Sindra Heimsókn í Sindra Heimsókn í Sindra Heimsókn í Sindra Heimsókn í Sindra Heimsókn í Sindra Heimsókn í Sindra Heimsókn í Sindra Heimsókn í Sindra
Heimsókn í Sindra

Í tilefni þess að Sindri hefur bæst við hóp þeirra sem bjóða félögum afslátt, var fræðsluferð í verslun þeirra að Viðarhöfða 6 í gækvöldi. Ýmis tilboð voru þarna í boði ásamt því að nægur tími var fyrir félaga að skoða og spyrja sölumenn um ýmsar vörur sem Sindri býður. Afsláttur sem býðst félögum er 28% af Toptul handverkfærum og 10% af sandblásturssandi og er nóg að framvísa gildu félagsskírteini. Afsláttur gildir ekki með öðrum tilboðum. [23.09]jsl


Mætingar í ferðir sumarsins

Þar sem ferðum ársins er lokið eru þeir stigahæstu beðnir að skoða sína stöðu á netinu og senda inn athugasemdir fyrir 26. september ef einhverjar skráningar vantar. Verðlaun eru veitt fyrir þá sem ná 20 punktum eða fleiri fyrir mætingar í skipulagðar ferðir. Í ár voru skráðar rúmlega 1000 mætingar í ferðir og að meðaltali voru 44 bílar í hverri ferð. Sérstaklega var gaman að sjá hversu margir nýir félagar voru duglegir að mæta, enda eru rúntar og ferðir fín leið til að kynnast félögum og um leið hreyfa bílinn enda hafa þeir gott af reglulegri hreyfingu. Verðlaun verða síðan afhent á bjórkvöldi í október. [22.09]jslVarahlutadagurinn

Í gær, sunnudag, var lokadagur sumardagskrá klúbbsins í ár og var þetta góður loka hnykkur á gott sumar. Bílageymslu og varahlutanefnd var vel tilbúin að taka á móti gestum, með planið ný valtað og slétt, nýbúið að lakka yfir gólfið í skemmu 2 og hengja upp myndir sem klúbburinn á og hafa verið í felum í nokkurn tíma. Mikil umferð gesta var þann tíma sem opið var, margir gerðu góð kaup í varahlutum og allir nutu þess að fá vöfflur að hætti Guðnýjar,vöfflumeistara okkar. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri fyrir félaga hér. [20.09]jsl


Amphicar Amphicar Amphicar Amphicar
"Ekið" yfir Ermasund

Fyrir akkúrat 45 árum lögðu fjórir Bretar í ferð yfir Ermasund á tveimur Amphicar, en það eru einu bílarnir sem hafa verið fjöldaframleiddir til að geta nýst bæði á vegum / vatni, og sem voru seldir almenningi Lagt var frá Dover, en vont var í sjóinn og nokkur mótvindur en þeir náðu yfir til Calais, Frakklandi, eftir sjö tíma og með annan bílinn í togi þar sem vélin bilaði. Daginn eftir var lagt af stað til Frankfurt til að mæta á Frankfurt Motor Show. Amphicar var framleiddur af Quandt Group frá 1961 til 1968, um 3000 af þeim 3900 sem framleiddir voru fóru til Bandaríkjanna og þegar reglur um útblástur bíla voru hertar þá var framleiðslu hætt þar sem markaður fyrir utan US var of lítill. Stundum var bíllinn kallaður "770" sem vísaði að hægt væri að ná 7 mílum á vatni og 70 mílum á vegi en þetta voru tölur sem fáir eigendur kynntust og lýsing þeira var frekar "fljótasti bíllinn á vatni og fljótasti báturinn á vegi". Talið er að 300 til 600 séu ennþá til sem halda vatni og þar á meðal einn hér. [16.09]jsl


Classic Motor Show í nóvember

Nú styttist í stærstu fornbílasýningu Breta, en hún er haldin árlega í Birmingham um miðjan nóvember. Í ár verður hún helgina 12. til 14. nóvember en þessi sýning er lokaviðburður fornbílaársins í Bretlandi og uppgjör klúbba í ýmsum keppnum um bestu uppgerðirnar. Rúmlega 1000 bílar eru sýndir á þessari sýningu og margir sölubásar selja líka ýmsan varning sem tilheyrir þessu áhugamáli. Um leið er einnig Classic Motorbike Show á sama stað svo nóg er að skoða. [14.09]jsl


Þýsk bílasöluauglýsing

Nýlega var tekin hér á landi auglýsing fyrir þýska bílasölu og voru notaðir nokkrir fornbílar í hana. Bílarnir voru dubbaðir upp með þýskum plötum og VW bjalla sem var notuð (U 144) fékk mikla skreytingu. Hægt er að sjá þessa auglýsingu hér og eins smá vídeó um gerð hennar. [09.09]jslGærkvöldið

Í gærkvöldi var síðasti kvöldrúntur ársins á dagskrá og stutt í að sumardagskrá tæmist. Mætt var á Rafstöðvarveginn og þema kvöldsins var japanskir bílar, en eitthvað bar lítið á þeim þetta kvöldið. Farinn var stuttur rúntur um smáíbúðahverfið, Laugardal og endað í vogunum þar sem kíkt var á nýja húsnæði Bíla-Doktorsins, en félagar okkar Rúnar og Gunnar Már eru að flytja verkstæðið og stækka við sig. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri fyrir félaga hér. [08.09]jslFjallaferðin

Um síðustu helgi fóru nokkrir félagar í ferð sem félagi okkar Heiðar S. Smárason sá um, en hann er fjallamaður mikill og hefur haft áhuga á að fá félaga með sér í ferð sem farin væri á rútum, trukkum og jeppum. Frekar mikið var um afföll þeirra sem höfðu skráð sig svo "hópurinn"saman stóð af rútu Heiðars og einum Willys, en í heildina voru þetta 9 manns. Haldið var af stað á laugardeginum og farið um Grafning, Lyngdalsheiði og upp á Kjöl um Haukadalsheiði og gist í Fremstaveri. Á sunnudeginum var komið við hjá Gullfossi, Flúðum og endað í heimsókn hjá félögum á Selfossi. Stefnt er að vera með svipaða ferð á næsta ári og var þetta ágætis prufa um hvernig er best að hafa svona ferð. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri fyrir félaga hér. [08.09]jslLjósanótt

Á laugardaginn s.l.var hinn árlegi akstur bíla á Ljósanótt, en að þessu sinni var veðrið frekar leiðinlegt frameftir degi en fólk lætur svoleiðis ekki stoppa sig í að mæta. Eftir akstur um Hafnargötu var sýning bíla til kl. 18 og að venju fór nokkur hópur eftir það til Magnúsar og Jóhönnu til að grilla saman og fara svo í bæinn seinna um kvöldið til að fylgjast með flugeldasýningu.. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri fyrir félaga hér. [06.09]jslÞýski rúnturinn

Í gærkvöldi var kvöldrúntur á dagskrá, en hann færðist um einn dag vegna aukafundar sem var á miðvikudaginn. Að þessu sinni var áherslan á þýska bíla, og eigendur Mercedes-Benz og BMW voru duglegir að mæta og heyrðist jafnvel Bæjaramúsik frá sumum þeirra. Fulltrúi austurblokkarinnar lét einnig sjá sig, en svo vorum við allir hinir sem mættu á okkar bílum frá Bretlandi og nýlendum þess, alls 40 bílar. Farið var frá húsinu okkar og ekið um höfðann upp í Árbæ og þaðan um Breiðholtið en stefna síðan tekin á Borgartúnið þar sem hópurinn endaði í kaffi á Amokka. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri fyrir félaga hér. [03.09]jsl


Félagsfundurinn í gærkvöldi

Á síðasta aðalfundi var samþykkt að halda framhaldsfund um málefni fjármála og stöðu byggingar okkar við Rafstöðvarveg, og var sá fundur haldinn í gærkvöldi. Sú nýbreytni var að fundarstjórn og fundarritun var í höndum fagaðila frá JC. Formaður klúbbsins, Sævar Pétursson, hélt smá framsögu um tildrög fundar og kynnti um leið ákvörðun stjórnar frá fundi þann 30. ágúst að bygginganefnd yrði lögð niður, enda helstu framkvæmdir vegna hússins lokið og þakkaði nefndarmönnum fyrir þeirra störf, einnig var kynnt sú tillaga stjórnar að óska eftir tilnefningum frá fundarmönnum um aðila í nefnd sem mun taka saman og koma með tillögur um rekstur hússins, gera áætlanir um rekstrarkostnað og athuga með möguleika á leigu eða sölu þess komi það til. Halldór Gíslason hélt fyrirlestur um sögu framkvæmda og stöðu á umsóknum á styrkjum vegna fyrirhugaðs safns, en vonlítið er að fá eitthvað úr viðkomandi sjóðum vegna fjárskorts þeirra, að lokum sagði Rudolf Kristinsson fyrrverandi formaður bygginganefndar frá hvað nefndin hefur verið að gera frá síðasta fundi. Önnur mál voru rædd og voru ýmsar skoðanir ræddar, en tillaga kom fram um að birta fundargerðir aðalfundar og stjórnar á lokuðu svæði á netinu og var hún samþykkt. Að lokum var greitt attkvæði um tillögu stjórnar um "úrlausnarnefnd" og komu sjö tilnefningar fram, en allir gáfu kost á sér og nefndin var samstundis samþykkt þegar fundarstjóri bar upp fyrir fundinn þessa tillögu. Eftirtaldir aðilar verða í þessari nefnd:
Einar J. Gíslason, Gunnar Már Gunnarsson, Gunnar Örn Hjartarsson, Jón Hermann Sigurjónsson, Rudolf Kristinsson, Sigurjón Hjaltason og Sveinn Þorsteinsson. Tekur hún strax til starfa og mun nefndin síðan koma á framfæri tillögum sínum til stjórnar og halda opna fundi til að fá breiða umræðu. [02.09]jslMyndir frá grill- og jeppaferð

Síðast liðna helgi var farin grill- og jeppaferð á Reykjanesið. Haldið var frá bænum fyrir hádegi og sameinast félögum á suðurnesjum við Fitjar. Farinn var hringur um Reykjanesið og komið víða við, t.d. Reykjanesvita, Ósbotnum, "Brú á milli heimsálfa" og grillað í Merkinesi. Ferðin endaði síðan í Grindavík. Myndir sem Heiða Arnljótsdóttir tók eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri fyrir félaga hér. [01.09]jsl