Eldri fréttir - Ágúst 2010


Flottur rúntur í gærkvöldi

Thunderbird rúntur var á dagskrá í gærkvöldi, en í skipulagningu var hann farinn að breytast í "American Graffiti" stemningu og má segja að fólk hafi tekið vel við sér og drifið bílana út þar sem rúmlega 100 mættu og margir sem sjást sjaldan. Farið var frá Rafstöðvarveginum og ekið í gegnum Grafarvog og síðan upp í Mosfellsbæ þar sem stoppað var á stóru bílaplani hjá Grillnesti, og þar voru dömur að afgreiða á hjólaskautum svo allt var í stíl. Myndir frá frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri fyrir félaga. [26.08]jsl


Saga rafmagnsbíla

Þó að reynt hafi verið að koma rafmagnsbílum á markað síðustu ár, þá virðist ennþá vera erfitt að sannfæra fólk um ágæti þeirra sem borgarbíla. Reyndar hefur nánast ekkert gerst í þessu miðað við þann tíma sem liðinn er frá því að rafmagnsbílar sáu dagsins ljós fyrst fyrir 175 árum, svo líklega líða mörg ár þar til að rafmagnsbílar verða raunverulegur kostur. Saga rafmagnsbíla. [23.08]jsl


Museum of Industry - sýndarsafn

Svæðið í norður og vestan af Birmingham, Bretlandi er oft kallað "Black Country" en þar var eitt mesta iðnaðarsvæði Bretlands. Nafnið á þessu svæði er talið vera til komið vegna þess að mikið var um kol sem lágu grunnt og litaði hæðir svartar, en nafnið festist enn betur við þar sem oft sást ekki út úr augum á miðjum degi vegna sóts og reyks frá verksmiðjum. Flest bílamerki Breta eiga uppruna sinn frá þessu svæði og mikil bílasaga er þarna. Gott yfirlit er hægt að sjá yfir þessa framleiðendur á Museum of Industry, en það safn er eingöngu á netinu þar sem "húsið" sem það á að vera í er ekki einu sinni til lengur. [19.08]jsl/gösLaugardagurinn

Á laugardaginn fóru félagar í heimsókn á Eyrarbakka en þar var svokölluð Aldamótahátíð. Rúmlega 40 bílar mættu til að sýna sig, en rigning allan daginn hafði greinilega áhrif á aðsókn fólks á þessa hátíð. Myndir frá frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri fyrir félaga. [16.08]jsl


Rabbkvöld og prjónar Rabbkvöld og prjónar Rabbkvöld og prjónar Rabbkvöld og prjónar Rabbkvöld og prjónar Rabbkvöld og prjónar
Rabbkvöld og prjónar

Látið var vel af prjón-rabbkvöldinu og átti vel við að í einum enda hússins var verið að bera saman ryðbætingar og í hinum endanum prjónauppskriftir, og svo öfugt. Ferða og félaganefnd mun verða með fleiri svona kvöld á dagskrá í vetur enda upplagt fyrir eiginkonurnar að kynnast betur. [12.08]jsl


Bílasýning á Akureyri

Um verslunarmannahelgina hélt fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar bílasýningu við Iðnaðarsafnið, en sýning þessi var hluti af dagskrá helgarinnar "Ein með öllu". Hægt er að sjá myndir frá þessari sýningu á vefsvæði BA. [09.08]jslBuick rúnturinn

Í gærkvöld var kvöldrúntur á dagskrá og áherslan á Buick bíla. Mætt var hjá ET í Klettagörðum og var þetta met mæting í kvöldrúnt, allavega það sem af er sumri, en 75 bílar tóku þátt í þessum rúnti. Farið var frá ET og ekið með sjónum niður í miðbæ og siðan smá hringur um vesturbæinn, en síðan var haldið í Kópavoginn þar sem Einar Gíslason er með verkstæðisaðstöðu fyrir sína bíla. Eftir að hópurinn var búinn að taka Skemmuveginn undir sem bílastæði var aðstaða Einars skoðuð en þar var boðið upp á kaffihlaðborð. Nóg var að skoða bæði af uppgerðum bílum eða þá sem bíða uppgerðar, enda á Einar mikið safn Buick bíla. Myndir frá frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri fyrir félaga. [05.08]jslVestfjarðaferðin

Í lok júlí fóru 8-10 bílar í ferð um vestfirði en ferðin stóð yfir í viku. Farið var frá Rafstöðvarveginum föstudaginn 23. júlí og fyrsti gististaður var Hólmavík. Ýmsir staðir voru heimsóttir eins og Djúpavík, Garðsstaðir, Súðavík, Bolungarvík, Þingeyri, Patreksfjörður, Flókalundur og fl. Rúnar Sigurjónsson sendi okkur myndir frá þessari ferð sem eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri fyrir félaga. [04.08]jsl