Eldri fréttir - Júlí 2010

Vestfjaršaferš Vestfjaršaferš Vestfjaršaferš Vestfjaršaferš Vestfjaršaferš Vestfjaršaferš
Vestfjarðaferðin

Rúnar Sigurjónsson sendi okkur nokkrar myndir í gærkvöldi, en hann er einn af þeim sem fór í vestfjarðarferðina og henni lýkur næsta föstudag og væntanlega verður hægt að sýna meira af myndum frá þessari ferð í næstu viku. [28.07]jsl


Lagt ķ vestfjaršaferš Lagt ķ vestfjaršaferš Lagt ķ vestfjaršaferš Lagt ķ vestfjaršaferš Lagt ķ vestfjaršaferš Lagt ķ vestfjaršaferš Lagt ķ vestfjaršaferš Lagt ķ vestfjaršaferš Lagt ķ vestfjaršaferš Lagt ķ vestfjaršaferš
Þessir 10 bílar fóru ferðina frá Reykjavík

Vikuferð - Vestfirðir (3)

Fyrsta vikuferð Fornbílaklúbbsins í rúman áratug verður farin 23. – 30. júlí. Stefnan er tekin á Vestfirði, en brottför verður frá húsi Fornbílaklúbbsins í Elliðaárdal klukkan 13.00 föstudaginn 23. júlí. Fyrsta nótt verður á Hólmavík, önnur í Reykjanesi og sú þriðja í Bolungarvík. Word skjal með ferðalýsingu. [23.07]jslKvöldrúnturinn

Í gærkvöldi voru sænskir bílar í öndvegi, en mætt var við húsið okkar við Rafstöðvarveg og haldið síðan í rúnt um Grafarvog. Góð mæting var, eitthvað um 45 bílar og auðvitað Volvo og Saab áberandi á þessu kvöldi. Rúnturinn endaði síðan aftur í dalnum þar sem var kaffi fyrir þá vildu skoða húsið. Nokkrar myndir frá frá þessu kvöldi eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri fyrir félaga. [22.07]jsl


1970 til 1980+ bíll óskast

Saga Film er að leita eftir bíl sem gæti hentað í sjónvarpsþáttaröð sem stendur til að gera. Helst er óskað eftir Ford Crown Victoria, en margt annað kemur til greina t.d. Ford LDT, Fairmont, Nova eða álíka bílar. Helst er leitað eftir bíl sem er ekki búið að gera upp en er samt þokkalegur í útliti og kemur bæði til greina leiga eða kaup. Þeir sem gætu átt bíl sem hentar geta haft samband við Svein Viðar á sveinnvidar@hive.is [21.07]jslGærkvöldið

Smábílarúntur var á dagskrá í gærkvöldi og var safnast saman við höfnina áður en lagt var í rúntinn, sem að þessu sinni var um Þingholtin og sjaldkeyrðar götur eknar. Auðvelt reyndist fyrir alla að rúlla þessar götur eftir að búið var að finna þær, þar sem margar af þeim virka eins og innkeyrsla að húsum. Rúnturinn endaði síðan aftur niður við höfn. Nokkrar myndir frá frá þessu kvöldi eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri fyrir félaga. [15.07]jslMeira frá síðustu helgi

Síðasta laugardag var picnic-ferð og gróðursetning á dagskrá. Mæting var við Kópavogskirkju og var þaðan ekið í gegnum Kópavoginn upp í Heiðmörk þar sem lundurinn okkar er og plöntur settar niður. Eftir það var komið við í Guðmundarlundi og þar voru picnic-töskurnar opnaðar. Rigning dró úr þátttöku í þessari ferð en þeir sem mættu áttu góðan dag. Nokkrar myndir frá frá þessum degi eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri fyrir félaga. [14.07]jslYstafell um helgina

Síðasta laugardag var opið hús á Ystafelli í tilefni af 10 ára afmæli safnsins á þessu ári, en mikill gestagangur var um daginn á safninu. Nokkrir félagar skruppu norður af þessu tilefni og áttu góðan dag á Ystafelli eins og venjulega. Um kvöldið var BA með grillveislu í tilefni dagsins og Bíladaga, en eitthvað var um að fólk gisti þar sem búið var að gera smá tjaldsvæði fyrir þá sem vildu vera helgina. Alltaf er að bætast við safnið og margir góðir gripir þarna, nýjasta á safninu er 1919 Dixie Flyer sem eru orðnir mjög sjaldgæfir, uppsett verkstæði sem sýnir hvernig verkstæðisskúrar litu út áður fyrr, Oliver Cletrac HG beltadráttarvél og fl. Nokkrar myndir frá frá þessum degi eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri fyrir félaga. [12.07]jslMuscle-car rúntur

Í gærkvöldi var kvöldrúntur á dagskrá, safnast var saman við húsið okkar og haldið síðan út í Hafnarfjörð þar sem rúntur var farinn um miðbæinn og endað á Stöðinni þar sem nokkrir Hafnfirðingar tóku á móti hópnum og myndaðist þarna smá stemning eins og á rúntinum hér áður fyrr en verður seint endurtekinn. Nokkrar myndir frá frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri fyrir félaga. [08.07]jslFatadagurinn

Síðastliðinn sunnudag var fornbíladagur í Árbæjarsafni og um leið fatadagur, en þá klæðast félagar fötum sem passa við tímabil bíl síns. Um 45 bílar mættu þennan dag og nutu félagar dagsins í skemmtilegu umhverfi eldri húsa og bíla. Nokkrar myndir frá frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri fyrir félaga. [07.07]jslRúnturinn í gærkvöldi

Árlegi kvennarúnturinn var á dagskrá í gærkvöldi, en þá taka konurnar við stýrishjólinu og karlarnir fá að fljóta með. Rúmlega 40 bílar mættu og helmingur þeirra var með kvenbílstjóra svo betur má gera, en þessi rúntur hefur samt orðið til þess að fleiri og fleiri eiginkonur prufa að aka þessum "drekum". Farinn var langur rúntur frá húsinu okkar við Rafstöðvarveg út á Álftanes og síðan í gegnum Hafnarfjörð og endað á Amokka í Kópavogi þar sem öllum konum í ferðinni var boðið í kaffi af Ferðanefndinni. Nokkrar myndir frá frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri fyrir félaga. [01.07]jsl