Eldri fréttir - Júní 2010


Landsmótið gert upp

Eins og áður hefur komið fram þá er nýliðið mót það stærsta sem klúbburinn hefur haldið og ekki annað að heyra en að bæði félagar og gestir hafi verið ánægðir. Fljótlega mun Landsmótsnefnd hittast til að fara yfir dagskrána og sjá hvað má bæta eða sleppa og gera drög að næsta móti 2011. Til gamans má geta að franskur blaðamaður mætti til að skoða mótið og tók hann nokkur viðtöl við félaga og myndir sem munu birtast í La vie de l'Auto í júlí-ágúst. Einnig mættu fulltrúar frá Luchtgekoelde VW Club Nederland, en það er klúbbur loftkældra bíla í Hollandi, og er jafnvel von á 20-30 bílum frá þeim á næsta Landsmót, ef allt gengur upp. Dagskrá mótsins var skipt upp í ár og sá FBÍ um fyrri part og Bifreiðaklúbbur Suðurlands um dagskrá Delludaga á sunnudeginum. Þetta var gert til prufu og á eftir að koma í ljós hvernig félögum fannst takast til og hvernig skipting verður í framtíðinni, en dagskrá svona móts verður að þróast í gegnum árin. Landsmótsnefnd vill þakka öllum þeim sem komu að mótinu með einum eða öðrum hætti ,en svona mót er ekki gert nema með hjálp og aðstoð velviljaðra aðila. Sérstakar þakkir fá Árborg, Gesthús, ET, Kjötsmiðjan, Byko, Skeljungur, Vífilfell, Mjólkurbú Flóamanna og Lögreglan á Selfossi. Myndir frá frá mótinu eru komnar á Myndasíðu, og eins fyrir félaga, föstudagur, laugardagur og sunnudagur. [30.06]jsl


Vel heppnað Landsmót afstaðið

Landsmótið okkar var haldið á Selfossi um s.l. helgi og er óhætt að segja að mótið hafi verið það stærsta frá upphafi. Rúmlega 80 bílar tóku þátt í akstri um Selfoss að mótsstað á föstudagskvöldið, en mótið var síðan sett af starfandi bæjarstjóra Árborgar, Ástu Stefánsdóttur, og Landsmótsstjóra Einari Gíslasyni. Laugardagurinn rann upp með þetta fína veður og strax um morgunin var ljóst að mikil þátttaka yrði og þegar uppröðun var lokið kl. 13, þegar formleg sýning hófst, voru 180 bílar og tæki til sýnis yfir daginn, plús aðrir 40-45 sem komu í styttri heimsókn. Áætlað er að rúmlega 3000 manns hafi heimsótt okkur yfir daginn, enda var ýmislegt á dagskrá fyrir utan bílasýningu svo sem keppni í fjarstýrðum bílum, ratleikir fyrir börnin, vöfflusala, aðilar að kynna sínar vörur og handverk. Landsmótsnefnd skilaði sér ekki heim fyrr en seint í gærkvöldi og rétt að ná áttum eftir að hafa gengið frá helstu hlutum, svo nánar verður fjallað um mótið á næstu dögum, einnig á eftir að raða og yfirfara um 1100 myndir sem voru teknar um helgina. [28.06]jsl


Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett
Landsmótið sett

Í gærkvöldi var Landsmótið sett með keyrslu að mótssvæðinu og voru rúmlega 80 bílar sem tóku þátt í þeim akstri. Starfandi bæjarstjóri Árborgar, Ásta Stefánsdóttir setti síðan mótið formlega og bauð gesti velkomna. Fínasta veður var um kvöldið eftir smá rigningu um daginn og er spá fínu áfram í dag þegar sýning bíla verður á dagskrá ásamt fleiri liðum. [26.06]jslJónsmessurúntur

Í gærkvöldi var kvöldrúntur á dagskrá, en að þessu sinni vorum við seinna á ferðinni en venjulega þar sem þetta var miðnæturrúntur. Farið var frá Skarfabakka og haldið út að Gróttu þar sem sólarlagið var skoðað, en eftir það stopp var ekið um vesturbæinn og endað í Nauthólsvík þar sem fólk átti góða stund þegar Jónsmessan rann upp. Nokkrar myndir frá frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri fyrir félaga. [24.06]jsl17. júní akstur

Í gær var inn árlegi hátíðarakstur Fornbílaklúbbsins í tilefni þjóðahátíðar. Að þessu sinni var safnast saman við sundlaug Seltjarnarness þar sem félögum var boðið í kaffi áður en lagt var af stað í miðbæinn. Um kl. 13 lagði síðan hópurinn af stað í átt að Laugavegi en 70 bílar tóku þátt í þeim akstri. Í miðbænum var síðan lagt á stæðinu við Hafnarstræti fyrir aftan stóra sviðið og bílar voru sýndir þar til kl. 16. Myndir frá frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri fyrir félaga. [18.06]jslUm helgina

Síðasta laugardag var fornbíladagur í Fjölskyldu og húsdýragarðinum, þrátt fyrir rigningu og meiri rigningu var ágætis mæting, 40 bílar. Tjaldið okkar bjargaði því að fólk hélst þurrt á meðan pylsur voru snæddar og börnin voru ekki mikið að spá í bleytu þegar frítt var í öll tæki og engar raðir í þau. Félagi okkar Andreas Schütt frá Þýskalandi mætti og vinir hans, svo að þarna voru mættir tveir bílar frá Þýskalandi, en Andreas er mættur til landsins með þriðja bílinn sinn sem við fáum að sjá á Landsmóti, en hann lauk við uppgerð á honum fyrir vorið. Myndir frá frá helginni eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri fyrir félaga. [14.06]jsl


Muscle-car dagurinn

Birgir Kristinsson sendi okkur slóð á þær myndir sem hann tók á muscle-car deginum, sem var síðasta laugardag á Kvartmílubrautinni. Þetta er farinn að vera árlegur dagur á KK þar sem áherslan er á ameríska bíla og menn reynt með sér á brautinni eða fengið tímamælingu á bílinn sinn. Bílum er stillt upp í "pittinum" og þar sýna menn sínar græjur og eiga góðan dag. [09.06]jslFrá helginni

Ferð var í Þorlákshöfn um helgina vegna sjómannadagsins. Nokkrir gistu alla helgina, en margt var á dagskrá alla dagana, en meira var um að félagar kæmu yfir daginn og auðvitað mættu þeir vel sem eru fyrir austan fjall. Íbúum elliheimilisins var boðið í rúnt um bæinn og farið var í siglingu og margt fl. sem félagar gerðu saman. Myndir frá frá helginni eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri og stærri myndir á lokuðu svæði fyrir félaga. [08.06]jsl


Fiat X1/9 Bertone uppgerð

Félagi okkar Helgi Biering hefur verið að gera upp Fiat X1/9 Bertone og vildi benda okkur á síðuna sína um uppgerðina. Örfáir svona bílar komu hingað og enginn þeirra á götunni, svo gaman verður að sjá þennan þegar hann verður tilbúinn sem verður væntanlega í sumar ef allt gengur upp. [07.06]jslGærkvöldið

Kvöldrúntur með áherslu á breska bíla var í gærkvöldi og var mæting við húsið okkar við Rafstöðvarveg, en flestar ferðir í sumar munu hefjast þar. Tæplega 60 bílar fóru rúntinn að þessu sinni í frábæru veðri og var stefnan tekin á miðbæinn þar sem var farinn léttur rúntur og síðan var farið í Kópavog og stoppað á kaffihúsi. Fyrir þá sem höfðu áhuga var farið í skúraheimsókn rétt hjá þar sem 3 félagar eru með aðstöðu fyrir sín leikföng. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri og stærri myndir á lokuðu svæði fyrir félaga. [03.06]jsl