Eldri fréttir - Apríl 2010

Burnout 2010 Burnout 2010 Burnout 2010 Burnout 2010 Burnout 2010
Burnout 2010 - sýning

Í dag hefst hin árlega sýning Kvartmíluklúbbsins, sem að þessu sinni verður haldin í nýju húsnæði í Kauptúni, á móti BYKO og IKEA. Mikið af glæsilegum bílum verður til sýnis á 8000m2 svæði, margir aðrir klúbbar koma að sýningunni til að kynna sína starfsemi og þar á meðal Fornbílaklúbburinn sem mun sýna 5 bíla. Þar á meðal er einn frá 1915 sem hefur ekki sést áður. Sniglar verða einnig með hjól til sýnis og á laugardaginn mun hinn árlegi 1. maí akstur Sniglanna enda í Kauptúni. BÍKR verður einnig með dagskrá á laugardaginn á Samskipssvæðinu við Holtagarða til að kynna rallý, torfæru og mótorkross. Burnout opnar kl. 18 í dag og er opin til kl. 23, laugardag 11 - 23 og sunnudag 11 - 22. Aðgangseyrir er kr. 1500, helgarpassi kr. 2000. Sjá sérblað um helgina. [30.04]jslGærkvöldið

Í gærkvöldi var fyrsta ferð sumarsins á dagskrá og var kvöldkeyrsla um bæinn, fá Mörkinni vestur í bæ og endað á Amokka í Borgartúni. Mættu 32 bílar í þennan fyrsta rúnt, en all margir bílar eru ennþá í geymslum sínum og líklega fara þeir ekki að skríða út fyrr en í byrjun maí. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri og stærri myndir á lokuðu svæði fyrir félaga. [29.04]jsl


Renault 4 uppgerðarsíða

Guðjón Örn Stefánsson sendi okkur þessa síðu þar sem tekin er fyrir uppgerð á Renault 4. Eigandi síðunnar er mikill Renault 4 aðdáandi og hefur átt nokkra í gegnum árin, en eins og gefur að skilja þá er aðalefni síðunnar Renault 4 og fleira sem tengist þeim. [28.04]jslListasýning

Helgi Eyjólfsson sendi okkur ábendingu um sýningu sem er á Listasafni Íslands, "Angurværð í minni", en þar er til sýnis meðal annars Volkswagen Karmann Ghia sem hluti af einu listaverkanna sem Helgi sýnir. Bíllinn er í uppgerð og er hann sýndur hálfuppgerður, en einnig myndir af ferlinu við uppgerðina og teikningar sem sýna fullbúna bíla og bílaparta. Sýningin stendur til 2. maí. [26.04]jsl


Manx Classic keppnin

Í gær byrjaði Manx Classic keppnin, en hún er haldin árlega á Isle of Man. Um 60 bílar taka þátt að þessu sinni og keppa á hlykkjóttum vegum eyjarinnar. Isle of Man er einnig vel þekkt fyrir mótorhjólakeppni sem haldin er þar og er örugglega með hættulegri keppnum, þar sem menn þeysa á miklum hraða á þröngum vegum með steinveggi beggja megin. Hægt að er sjá skemmtileg vídeó frá fyrri keppnum hér og eins myndir frá keppninni núna. [23.04]jsl


Jaguar nafnið 75 ára

Í ár heldur Jaguar upp á að 75 ár eru liðin frá því að Jaguar nafnið var tekið upp um leið og Jaguar SS 100 var kynntur. Fyrirtækið hét áður Swallow Sidecar Company og var stofnað árið 1922 en eftir 1928 var það aðallega farið að smíða yfirbyggingar fyrir ýmsa bílaframleiðendur. Þegar kom að því að setja fram sína eigin hönnun þótti nauðsynlegt að finna gott nafn og Jaguar varð fyrir valinu. Á heimasíðu Jaguars er að finna ýmislegt um sögu þess og hvað stendur til í tilefni afmælisins. [22.04]jsl


HERO-rallinu frestað

Nú er búið að opinbera formlega frestun á fornbílarallinu sem átti að vera hér í maí. Bakslag kom í skipulagið við fyrsta gosið, en þegar seinna gosið varð þá var útséð að rallið yrði ekki haldið að sinni. Tryggingar bíla og áhafna ráða þarna að mestu en verðmæti bílaflotans er talið í hundruðum milljóna, t.d. var verðmætasti bíllinn sem kom 2008 eitthvað um 130 milljónir. [21.04]jsl


Mustang sýning Mustang sýning Mustang sýning Mustang sýning Mustang sýning Mustang sýning Mustang sýning Mustang sýning Mustang sýning Mustang sýning Mustang sýning Mustang sýning Mustang sýning Mustang sýning Mustang sýning Mustang sýning Mustang sýning Mustang sýning
Myndir frá sýningu

Um helgina var sýning á Mustang bílum í tilefni 10 ára afmælis Íslenska Mustang klúbbsins og 46 ára afmæli Ford Mustang og var hún haldin í húsnæði Brimborgar. Hér fyrir ofan eru nokkrar myndir fyrir þá sem ekki höfðu tök á að sjá þessa sýningu, en mikill fjöldi fólks kom að skoða bílana sem voru frá ýmsum árum, en þar sem við höfum eðlilega mestan áhuga á þeim eldri þá eru myndirnar aðallega af þeim. [19.04]jslAfmælissýning í Brimborg – 10 ára afmæli Íslenska Mustang klúbbsins og 46 ára afmæli Ford Mustang

Á morgun, laugardag, mun Ford Mustang og Íslenski Mustang klúbburinn eiga afmæli, 46 ára og 10 ára, af því tilefni verða haldin vegleg sýning á vegum Íslenska Mustang klúbbsins og Brimborgar í húsnæði Brimborgar að Bíldshöfða 6. Sýningin er frá kl. 10-16 og eru allir velkomnir. Tugir bíla verða sýndir, sumir hverjir bæði afar fágætir og miklir dýrgripir sem ekki hafa verið sýndir áður sérstaklega hér á landi. Það var árið 1964, þann 17. apríl sem fyrsti Ford Mustang bíllinn var kynntur til sögunnar á Heimssýningunni í New York. Bíllinn vakti gríðarlega athygli og sló Ford Mustang strax öll sölumet en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir að bíllinn seldist í 100 þúsund eintökum fyrsta árið. Farið var fram úr þeirri áætlun á aðeins þremur mánuðum. Seinna sama ár sást bíllinn svo í fyrsta skiptið í kvikmynd þegar James Bond kvikmyndin Goldfinger var frumsýnd. Síðan þá hefur Ford Mustang hlutverk, stór og lítil, í yfir 850 kvikmyndum sem vitað er um. Á Íslandi er góð flóra Ford Mustang bíla til og margar sjaldgæfar gerðir finnast hér á landinu enda eru yfir 800 Ford Mustang bílar til á landinu. Má meðal annars finna afar fágæta dýrgripi eins og Ford Mustang 2008 Saleen Sterling Edition S302E en það er sérbreyttur bíll af fimmtu kynslóð sem skilar yfir 620 hestöflum. Einnig eru merkilegir eldri bílar á landinu eins og 1968 árgerð af Shelby GT350 og einnig er á landinu GT500 bíll ásamt Ford Mustang MACH bílum og mörgum fleirum fágætum gripum. Á uppboðum í Bandaríkjunum geta slíkir bílar selst fyrir háar upphæðir jafnvel og hafa nýlega sést tölur í kringum 150 þúsund dollara fyrir 1968 árgerðina af Shelby GT350 en það eru tæpar 19 milljónir íslenskra króna. Það má því vera ljóst að sumar gerðir Ford Mustang eru afar góð fjárfesting. Íslenski Mustang klúbburinn var stofnaður á afmælisdegi Ford Mustang árið 2000 og er því tíu ára í ár. Klúbburinn er vettvangur fyrir alla Mustang áhugamenn, til að hittast, rabba saman og skiptast á skoðunum, sýna sig og sjá aðra og hafa almenna ánægju af því að njóta hinna margfrægu Ford Mustang bíla. Afmælissýning Íslenska Mustang klúbbsins og Brimborgar fer fram á laugardag, 17. apríl kl. 10-16 og aðgangur er ókeypis. [16.04]jsl


150410 150410 150410 150410 150410
150410
150410 150410
Myndir úr dalnum

Hér fyrir ofan eru nokkrar myndir í húsnæði okkar í Elliðaárdalnum, en undanfarið hefur verið mikið unnið í þeim parti sem mun hýsa félagsheimilið. Búið er að flísaleggja eldhúsið, klæða veggi og núna er verið að sparsla veggi og undirbúa undir málningu. Kerfisloft er komið upp og ljós í það, en endanlega verður gengið frá því þegar önnur vinna er búin. Glerveggurinn, sem skilur stóra salinn frá, er í smíðum og verður settur upp eftir að parket verður sett á gólfið. [15.04]jsl


Óþekktir bílar

Guðjón Örn Stefánsson benti okkur á þessa síðu þar sem er að finna ýmsar myndir af gömlum bílum sem ekki er vitað um tegund eða annað. Marga bílana er búið að bera kennsl á, en sumar myndirnar eru ennþá í vinnslu. Þarna er kannski hægt að spreyta sig á sinni kunnáttu, eða bara fræðast um sjaldgæfar tegundir. [14.04]jsl


Félagi nr. 1000

Fyrir helgina skráðum við inn félaga nr. 1000, og af því tilefni var það félagsnúmer endurvakið, Guðmundur Gunnlaugsson á Göngustöðum, Dalvíkurbyggð, var sá sem náði þessu númeri, en reyndar er félagatalið komið í 1005 þegar þetta er skrifað. Innheimta árgjalda hefur einnig verið mjög góð, en við viljum samt minna þá á sem eiga eftir að greiða að gera það fyrir 27. apríl vilji þeir fá 2010 miðann með næstu Skilaboðum. Einnig minnum við á að samkvæmt lögum klúbbsins geta eingöngu greiddir félagar greitt atkvæði á aðalfundi í maí og miðast það við stöðu þremur vikum fyrir aðalfund, en þá detta út þeir sem ekki hafa greitt og um leið missa þeir sömu af afsláttarkjörum vegna skoðunar og fl. [13.04]jsl


Um skoðunarskyldu fornbíla

Þeir fornbílar sem nýskráðir voru hér á landi á sléttu ári, t.d. 1960, þurfa að mæta til skoðunar í ár, en bílar nýskráðir á oddatöluári (og voru skoðaðir á síðasta ári) þurfa ekki að mæta aftur til skoðunar fyrr en árið 2011. Tekið skal fram að fornbíll verður að vera skráður í notkunarflokkinn „fornbifreið“ hjá Umferðarstofu til þess að öðlast tveggja ára skoðunarheimild. Þetta gerist ekki sjálfkrafa þegar hann verður 25 ára gamall. [12.04]ös


Techno-Classica Essen

Techno-Classica sýningin var opnuð síðasta miðvikudag og er þetta í 22. sinn sem hún er haldin. Þýskir bílar verða þarna auðvitað áberandi, en öll stóru merkin verða með ýmsa merka gripi til sýnis. Sýningin er gífurlega stór á 110 þúsund m2, í fyrra komu tæplega 169 þúsund gestir. Sýningin stendur til sunnudags og væntanlega fáum við myndasýningu frá henni í haust, en nokkrir félagar okkar eru á henni. Hér er hægt að sjá nánar um sýninguna. [09.04]jsl


Félagaskrá og fl.

Í gær var bílaskrá félaga uppfærð, en skráin er venjulega uppfærð einu sinni í mánuði. Skráin inniheldur núna rúmlega 1000 bíla og flestir þeirra með mynd eða myndum. Reynt er að hafa eigandasögu og helstu upplýsingar sem nýlegastar, en skráin byggist auðvitað upp á því að félagar sendi inn breytingar vegna bíla sinna og eins myndir, en skráin endurspeglar vilja félaga til að viðhalda henni. Við viljum sérstaklega benda á nauðsyn þess að senda inn upplýsingar um sögu viðkomandi bíls og annað sem vert er að taka fram, en með því er verið að safna saman miklum fróðleik sem er nauðsynlegt að varðveita fyrir næstu kynslóðir, einnig ef það eru villur á skráningu, en reynt er að laga þær eftir því sem þær finnast. Núna er sú vinnuregla að í hvert sinn sem bíll er færður inn eða uppl. uppfærðar þá er útbúið spjald til að hafa í bílnum, en þá verða eftirtaldar upplýsingar að vera til staðar, tegund, gerð, árgerð og vél (t.d. V8 350 eða 2300cc). Á þessari síðu er að finna öll form til að senda inn breytingar og upplýsingar um bílaeign. [08.04]jsl


Sverrir Andrésson 80 ára Sverrir Andrésson 80 ára Sverrir Andrésson 80 ára Sverrir Andrésson 80 ára Sverrir Andrésson 80 ára Sverrir Andrésson 80 ára Sverrir Andrésson 80 ára Sverrir Andrésson 80 ára Sverrir Andrésson 80 ára Sverrir Andrésson 80 ára Sverrir Andrésson 80 ára Sverrir Andrésson 80 ára Sverrir Andrésson 80 ára Sverrir Andrésson 80 ára Sverrir Andrésson 80 ára Sverrir Andrésson 80 ára Sverrir Andrésson 80 ára Sverrir Andrésson 80 ára
Sverrir Andrésson 80 ára

Þann 1. apríl komu saman nokkrir félagar úr BS og FBÍ á sérstökum hátíðarfundi Bifreiðaklúbbs Suðurlands til að heiðra Sverri Andrésson sem nýlega varð 80 ára. Sverrir er vel þekkur meðal fornbílamanna og hefur komið að uppgerð margra bíla, en síðustu jól kom út mynd þar sem fjallað er um ævi Sverris og störf hans. Sigurbjörn Helgason tók meðfylgjandi myndir á þessum fundi. [07.04]jsl