Eldri fréttir - Mars 2010

Styrktaraðilar Fornbílasafnsins

Að fyrirmynd erlendra bílasafna í einkaeigu hyggst Fornbílaklúbbur Íslands bjóða félögum sínum að gerast styrktaraðilar fornbílasafnsins í Elliðaárdal. Hægt er að velja um þrjár gerðir styrkja: Bronsstyrkur 10.000 kr., Silfurstyrkur 50.000 kr. og Gullstyrkur 100.000 kr. Styrkveitendur fá send sérstök viðurkenningarskjöl, auk þess sem nöfn þeirra verða sett upp á vegg í fornbílasafninu og birt í skilaboðunum. Söfnun styrkjanna er þegar hafin og er áhugasömum bent á bankareikning klúbbsins 0135-15-370282 kt. 490579-0369. Í skýringarreit þarf að rita orðið „safnstyrkur“. Ef vel tekst til við öflun styrkja mun framkvæmdum við safnahúsið ljúka að fullu á þessu ári. Það er því von stjórnar klúbbsins að félagar standi vel við bakið á klúbbnum sínum og hjálpi honum yfir síðasta þröskuldinn í þessu stærsta einstaka verkefni í sögu hans. [31.03]ös


Vorverkin hafin í númeradeildinni

Þrátt fyrir kreppu og bölmóð láta fornbílamenn ekki deigan síga. Þetta sést best á góðri innheimtu félagsgjalda og fjölda nýsmíðaðra steðjaplatna. Nú hafa yfir 840 númerasett hafa verið framleidd hjá númeradeild klúbbsins en betur má ef duga skal því enn eru fornbílar keyrandi um með hvítar númeraplötur. Til að bjarga þeim yfir á eðalsvört steðjanúmer fyrir skoðunardaginn í maí þarf einungis að hafa samband við Umferðarstofu, sem úthlutar skráningu gegn 500 kr. gjaldi, og síðan tekur númeradeildin við pöntunum í síma 895-2400. Einnig er hægt að panta á heimasíðu klúbbsins fornbill.is. Alla fornbíla á fornnúmer fyrir sumarið! [30.03]ös


Hlöðufundurinn mikli

Í lok ársins 2007 byrjaði póstur að ganga á milli manna um hlöðu í Portúgal sem átti að hafa verið full af fornbílum. Textinn sem fylgdi þessum pósti gekk út á að hjón hefðu keypt jörð þar sem þessi hlaða var á og enginn hafði skoðað í hana fyrr, en hún reyndist svo vera full af rykföllnum bílum, sem þau svo seldu og stórgræddu á. Þessi póstur gengur reglulega aftur, eins og svo margt sem fer í gang á netinu, en líklega er þetta bara saga sem hefur náð að þróast eins og svo margt annað. Myndirnar sem fylgja eru samt ekta og sagan á bak við þetta er miklu venjulegri, en hlaðan er í eigu bílasala sem ákvað að geyma og eiga sjálfur þá áhugaverðu bíla sem fóru í gegn hjá honum, sá sem tók myndirnar lofaði að gefa ekki upp staðsetningu og bílarnir eru ekki til sölu. Blaðamaður nokkur hafði uppá þessu eftir smá rannsókn, þar sem honum þótti sagan heldur stórkostleg og lítið var hægt að finna um sölu þessara bíla eftir þennan mikla "fund". Á sínum tíma var ekkert að finna á netinu nema misvísandi sögur og sýnir þetta hvað auðvelt er að koma sögum í gang og þar sem pósturinn innihélt mismikið af myndum þá virkaði hann eins og "vírus" þar sem stórir póstar hægja á póstþjónum þegar margir eru að senda á alla vini sína. Að lokum er smá listi yfir þessa bíla sem eru í eigu þessa bílasala og myndir. [26.03]jslSafnarakvöldið

Í gærkvöldi komu félagar saman til að sýna ýmiskonar söfn sín, enda eru félagar duglegir við að halda í sögu annarra muna en bíla. Veitt voru verðlaun fyrir athyglisverðustu söfnin sem gestir kusu um og í þriðja sæti var Ingibergur Bjarnason, öðru sæti Kristín Sunna Sigurðardóttir og í fyrsta sæti Hilmar Jacobsen. Getraun var einnig á dagskrá og var spurt um ýmsar bílategundir sem átti að finna út frá myndum, í þriðja sæti var Örn Sigurðsson, öðru sæti Birgir Kristinsson og fyrsta sæti Sigurbjörn Helgason. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri og stærri myndir á lokuðu svæði fyrir félaga. [25.03]jsl


Njar myndir r dalnum Njar myndir r dalnum Njar myndir r dalnum Njar myndir r dalnum Njar myndir r dalnum Njar myndir r dalnum Njar myndir r dalnum Njar myndir r dalnum Njar myndir r dalnum Njar myndir r dalnum Njar myndir r dalnum Njar myndir r dalnum Njar myndir r dalnum Njar myndir r dalnum Njar myndir r dalnum Njar myndir r dalnum Njar myndir r dalnum Njar myndir r dalnum Njar myndir r dalnum Njar myndir r dalnum Njar myndir r dalnum Njar myndir r dalnum Njar myndir r dalnum Njar myndir r dalnum
Nýjar myndir úr dalnum

Undanfarið hefur verið unnið við að einangra og klæða veggi í eldhúsi, geymslum o. fl. stöðum. Búið er að pússa stiga og farið verður að flísaleggja þá eftir páska, en múrverk á sökkli er að ljúka. Eins er búið að pússa í kringum alla glugga og næsta verk er að vinna það undir málun. [24.03]jsl


Half-track mættur til landsins

Hinrik Steinsson hefur bætt verulega í safnið sitt núna þegar half-trackinn er kominn í hús. Menn hafa fylgst með þessu ævintýri Hinriks á Fornbílaspjallinu og hefur verið mikill áhugi á þessu framtaki hans. Nánar er hægt að sjá umræður á spjallinu og eins videó þegar hann var tekinn úr gámnum, líka umfjöllun RÚV frá helginni. [22.03]jsl


Chevrolet Suburban 1951 Chevrolet Suburban 1951 Chevrolet Suburban 1951 Chevrolet Suburban
Chevrolet Suburban 75 ára

Það eru kannski ekki margir sem gera sér grein fyrir að Suburban nafnið sé svona gamalt, enda eru örugglega margir sem sjá fyrir sér langan jeppa frá 1980. Chevrolet byrjaði upp úr 1930 að skoða möguleika með stóran bíl sem væri sterkbyggður og tæki marga farþega. Árið 1935 kom siðan á markaðinn Suburban Carryall sem bar 8 farþega og sæti sem hægt var að taka auðveldlega úr, en sá bíll varð strax vinsæll hjá hernum. Þar sem Suburban nafnið er ennþá notað þá hefur það verið lengst á markaðnum án hlés og í dag er ekki óalgengt að eldri árgerðir séu seldar hærra á uppboðum en nýjar, fullhlaðnir af búnaði. T.d. seldist nýlega 1951 Suburban Carryall (sjá myndir) á $ 34.000. [18.03]jsl


Humber bílar

Hróbjartur Ö. Guðmundsson vildi benda okkur á smá fróðleik um Humber bíla, en þeir voru smíðaðir í Bretlandi frá 1899 og fram til 1976. Þeir voru notaðir töluvert af breska hernum í síðari heimsstyrjöld og voru til í lúxusútgáfum sem notaðir voru af Winston Churchill og Elísabetu Englandsdrottningu. Humber rann að lokum inn í Rootes Group eins og svo mörg önnur bresk bílamerki. [17.03]hög/jsl


Skoda safn

Ellert Sigurðsson benti okkur á þetta Skoda safn í Danmörku. Þarna er að finna ýmsar týpur af Skoda til sýnis, en á síðunni þeirra er hægt að sjá myndir af þeim, einnig er þar að finna stutt söguyfirlit um Skoda. [15.03]jslV-8 og V-12 módel vélar

Evert K. Evertsson sendi okkur samantekt sem vinur hans Terry í Kanada gerði um módelvélar. Um er að ræða míni vélar sem eru smíðaðar í 1/3 til 1/6 hlutföllum og eru gangfærar. Mikið er um að svona vélar séu smíðaðar vegna flugmódela, en þessar vélar eru meira til gamans og skrauts. Margar af þessum vélum eru sýndar á söfnum eins og CraftsmanshipMuseum.com og fl. Þess má geta að fyrrnefndur Terry hefur kíkt í ferðir okkar þegar hann hefur heimsótt vin sinn Evert. [12.03]jsl


Frslufer Frslufer Frslufer Frslufer Frslufer
Frslufer
Frslufer Frslufer Frslufer Frslufer
Frslufer
Frslufer Frslufer

Í gærkvöldi var fræðsluferð á dagskrá og var farið vestur í bæ og gamlir súðbyrðingar skoðaðir. Við Hringbrautina hafa nokkrir aðilar fengið aðstöðu til að gera upp og endurbyggja þessa báta. Reyndar er þetta á sögulegum stað fyrir bílafólk, þar sem aðstaðan er í geymsluhúsnæði þar sem Steindór Einarsson var með sína bílaútgerð og kranabíll klúbbsins var sóttur í þetta húsnæði á sínum tíma. [11.03]jslBelAir uppgerðamyndir

Félagi okkar Gunnar Jónsson vildi deila með okkur myndum frá uppgerð á 1954 Chevrolet BelAir sem hann er eigandi að. Bíllinn þótti nokkuð góður fyrir, en ýmislegt kemur í ljós þegar litið er undir lista og annað. Bíllinn var allur tekinn í gegn með hjálp góðra manna og er hinn glæsilegasti í dag ,en uppgerðin tók rúmlega eitt ár og mætti Gunnar með bílinn beint á sýningu Kvartmíluklúbbsins vorið 2009. [10.03]jsl


Margar hendur vinna létt verk

Framkvæmdir standa nú yfir nær daglega í fornbílahúsinu í Elliðaárdal enda í mörg horn að líta. Búið er að einangra alla veggi og nú er verið að ganga frá raflögnum og pípulögnum svo hægt sé að gifsklæða veggina. Næsta skref er að flísaleggja eldhús og klósett, en í framhaldi verður sett upp lagnaloft á eftri hæðinni. Að því loknu verður félagsheimilið málað. Margir hafa rétt klúbbnum hjálparhönd og hafa fagmenn klúbbsins unnið þar í sjálboðaliðsvinnu, meðal annars Steingrímur smiður, Gunnar rafvirki og Garðar málari. Harða kjarnann í vinnunni mynda hins vegar Rudolf Kristinsson, Sævar Pétursson, Erlingur Ólafsson og Ingibergur Sigurðsson, en þessir ágætu menn láta sig sjaldan vanta. Eins og flestir vita, sem nálægt húsbyggingum hafa komið, liggja þar fjölmörg handtökin, en vissulega vinna margar hendur létt verk. Hafi menn áhuga á að hjálpa til er þeim velkomið að hafa samband við Sævar formann í síma 895-8195. [08.03]ösChevrolet Nova Concourse 1977

Kristinn Sigurðsson sendi okkur nokkrar myndir af bílnum sínum sem er búinn að vera í uppgerð síðasta ár.
Myndirnar er hægt að sjá hér og gefum honum orðið.

Bíllinn er Chevrolet Nova Concourse 1977, með 305 vél. Ég keypti bílinn árið 2006, en ætlunin er að hann fari á götuna 2011. Það sem eftir er að gera er að útvega smádót á hann, púst og nýjan vínýltopp og svo auðvitað að raða honum saman. Upphafið að ævintýrinu var að vinur minn Sigurbjörn Helgason fornbílamaður hefur samband við mig og lét mig vita af þessum bíl og að hann sé til sölu niður í landi. Honum að þakka var ég sá fyrsti sem hafði samband við seljanda (Takk Sigurbjörn). Bíllinn reyndist ryðlaus, en búið var að gera við ryðið. Það var hætt við uppgerð á sínum tíma en bíllinn var geymdur í einhver ár í upphituðu húsnæði. Ég er nýbúinn að lækka hann að framan, kem svo til með að lækka hann að aftan, fékk smá móral yfir því hvort að bíllinn sé of lágur að framan, en það kemur í ljós. Þið megið gefa mér ykkar álit á því. Ég er mjög ánægður með bílinn, enda finnst mér þetta vera flottir bílar, þó ég segi sjálfur frá. [05.03)ks/]jsl


Harley J. Earl

Guðjón Örn Stefánsson benti okkur á þessa síðu, sem er mikil samantekt um Harley J. Earl, en hafi einhver sett sitt mark á þróun útlit bíla á miðri síðustu öld þá er það hann. Harley hafði sterkar skoðanir á hvernig bílar skyldu vera hannaðir og kom hann víða við. Of langt er telja upp hvar hann kom við og bendum frekar fólki á að lesa greinina, vinstramegin á síðunni er síðan valið um undirgreinar um Harley J. Earl. [04.03]jsl


Museum of American Speed

Þröstur Reynisson sendi okkur ábendingu um þetta safn, Museum of American Speed, en safnið sérhæfir sig í öllu sem tilheyrir kappakstri. Ýmislegt fróðlegt er að finna á síðunni, en þar á meðal er síða um ýmsar keppnisvélar flokkaðar eftir árum og hægt að sjá nánari upplýsingar um hverja vél. [03.03]jsl


Fornbílaspjallið

Að gefnu tilefni er vert að benda á að Fornbílaspjallið er opið fyrir alla sem skrá sig þar, en sama á við spjallið og Fornbílaklúbbinn að engar kröfur eru gerðar um bílaeign eða annað. Spjallið okkar reyndar miðast við eldri bíla en 15 ára og verður það svoleiðis áfram, en spjallinu er skipt upp í nokkra flokka svo að flestir ættu að finna sinn stað og nú er búið að bæta við sérstökum "muscle cars" flokki. Til að vernda spjallborðið fyrir árásum "spam" eru allar nýskráningar yfirfarnar og samþykktar af stjórnanda og geta liðið 1-2 dagar þar til skráning verður virk, ath. að þeir sem eru með netfang hjá gmail verða að hafa samband við okkur til að fá aðgang, þar sem gífurlega mikið af rusli kemur frá gmail netföngum og það er of mikil vinna að eyða 30-40 skráningum á dag í viðbót við það sem er fyrir. [02.03]jsl