Eldri fréttir - September 2009

Ítarleg uppgerðarsaga

Á oldclassiccar.co.uk fannst grein um uppgerð á 1940 Dodge VK vöruflutningabíl, hann hafði verið fluttur til Bretlands í kringum 1940 og notaður fyrst til að ferja áhafnir sprengjuflugvéla á einhverjum af mörgum flugvöllum sem voru notaðir í Englandi af Bandaríkjamönnum í WWII. Eftir loka styrjaldar var hann seldur og eignast Dennis Poore hann og notar til að flytja kappaksturbíl sinn milli keppnisstaða. Rétt fyrir 1960 hættir Dennis að keppa og trukkurinn fór í geymslu næstu áratugina. Snemma á árinu 2007 er síðan hafist handa við að gera hann upp og var uppgerðafyrirtæki að sjá um verkið. Á síðunni er hægt að skoða ýtarlega lýsingu á allri uppgerðinni ásamt fjölda mynda, en verkið er ekki búið og síðustu innfærslur eru síðan júlí 2009, en fróðlegt er að skoða svona síður og sjá hvað þarf að huga að mörgu í uppgerð. [30.09]jsl


Sumarið gert upp

Þar sem síðasta ferð sumars var um helgina, þá eru komin úrslit í mætingum félaga og er þetta stærsta sumarið hingað til. Síðasta sunnudag mættu 56 fornbílar, þrátt fyrir leiðinda veður og haglél, en heildar skráðar mætingar eldri bíla í öllum mætingarferðum voru 672 og heildar skráningar voru 844, en 187 félagar eru á bak við þessar mætingar í ár. Þetta árið fá 25 eigendur medalíu fyrir að hafa mætt í 11 eða fleiri ferðir. Félagar geta skoðað sínar mætingar hér og sé leiðréttingar þörf er vert að koma henni á framfæri sem fyrst, þar sem medalíur verða pantaðar í næstu viku. [29.09]jslVarahlutadagurinn

Í gær, sunnudag, lauk sumardagskrá FBÍ með Varahlutadegi á Esjumelnum og aldrei hafa jafnmargir gestir mætt. Rétt um 200 manns gerðu sér góðan dag á melnum, gæddu sér á vöfflum og kaffi hjá varahlutanefnd og gerðu margir góð kaup í varahlutum um leið. Þeir sem mættu gátu einnig séð hversu mikið átak hefur verið gert í flokkun varahlutalagersins, einnig hvernig varahlutanefndin er að taka hvert hús fyrir sig í gegn með málun veggja og lökkun gólfs, eins og er búið að gera í húsi 1. Fyrirhuguð fornbílaspyrna var flautuð af vegna veðurs og verður hún að bíða næsta sumars. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri og stærri myndir á lokuðu svæði fyrir félaga. [28.09]jsl


Fręšsluferš Fręšsluferš Fręšsluferš Fręšsluferš Fręšsluferš Fręšsluferš Fręšsluferš Fręšsluferš Fręšsluferš Fręšsluferš Fręšsluferš Fręšsluferš Fręšsluferš Fręšsluferš Fręšsluferš Fręšsluferš Fręšsluferš Fręšsluferš Fręšsluferš
Fræðsluferð í gærkvöldi

Fyrsta kvöldið í vetrardagskrá var í gærkvöldi og þá var opið hús í nýju byggingu klúbbsins við Rafstöðvarveg. Gátu félagar séð framkvæmdir og skoðað húsið, en unnið er núna við að pússa yfir veggi og holufylla. Einnig er búið að leggja hitalagnir vegna gólfhita í félagsheimilinu og í næstu viku verður flotað yfir það. Við þetta tækifæri óskaði Sævar formaður eftir sjálfboðaliðum og gáfu margir félagar sig fram í ýmis verk sem þarf að vinna á næstu vikum og mánuðum. Á sama tíma var gamla rafstöðin opin fyrir félaga til skoðunar, einnig var sýndur Daewoo bíll sem er búið að breyta í rafmagnsbíl og er það áhugavert verkefni. [24.09]jsl


Raggi Bjarna 75 įra Raggi Bjarna 75 įra Raggi Bjarna 75 įra Raggi Bjarna 75 įra Raggi Bjarna 75 įra Raggi Bjarna 75 įra Raggi Bjarna 75 įra Raggi Bjarna 75 įra Raggi Bjarna 75 įra Raggi Bjarna 75 įra Raggi Bjarna 75 įra Raggi Bjarna 75 įra Raggi Bjarna 75 įra Raggi Bjarna 75 įra
Raggi Bjarna 75 ára

Í gærdag hélt Raggi Bjarna upp á afmæli sitt í Laugardagshöll og var nokkrum fornbílum stillt upp til skreytingar í tilefni þess, en Ragga og eiginkonu hans var einnig ekið þangað í 1970 Buick Electra 225. Raggi er mikill bílaáhugamaður og hafði mikið gaman af þessu uppátæki. [23.09]jsl


Næsta skrefið í viðhaldi fornbíla

Hvað eiga menn að gera þegar vantar hluti sem hafa brotnað eða slitnað og ekki hægt að finna varahluti? Ekkert mál, bara skanna hlutinn, laga til í tölvunni og svo prenta hann út. Kannski ekki alveg hægt að gera þetta í heimilisprentaranum, en svona skannar hafa hríðlækkað í verði og umfangi og gerir mönnum kleift að skanna hluti sem eru síðan prentaðir í sérstökum prentara sem notar plast, síðan er hægt að máta hlutinn og laga til, gera mót og steypa síðan. Hér er hægt að sjá videó þar sem Jay Leno er að sýna hvernig þessi tækni nýtist honum við viðhald sinna bíla. [21.09]jsl


London Motor Museum London Motor Museum London Motor Museum London Motor Museum London Motor Museum
London Motor Museum London Motor Museum London Motor Museum
London Motor Museum

Eins og hefur komið í fyrri fréttum þá er undirritaður á ferð í Bretlandi og í vikunni var London Motor Museum skoðað. Safnið er rétt hjá Heathrow flugvellinum og áherslan er á bandaríska bíla. Safnið er kannski ekki mjög stórt en ágætt til að skoða, ef tími er afgangs þegar London er heimsótt. Fyrir ofan eru nokkrar myndir frá safninu en myndir frá ferðinni verða sýndar eitthvert kvöldið í vetur. [16.09]jsl


Brooklands Brooklands Brooklands Brooklands Brooklands Brooklands Brooklands Brooklands Brooklands Brooklands
Brooklands heimsótt

Í gær var farið til Brooklands og safnið skoðað, en þar er að sjá bæði bíla og flugvélar. Brooklands er best þekkt fyrir kappakstur, enda er þarna fyrsta sérbyggða kappakstursbrautin sem gerð var og hófust framkvæmdir árið 1906. Brooklands er einnig mikið tengt flugsögu Breta enda voru þarna fyrirtæki eins og BAC, Bleriot, British Aerospace, Hawker, Sopwith og Vickers með aðstöðu til tilrauna og samsetningu. Fyrir ofan eru nokkrar myndir frá staðnum en fleiri verða sýndar við tækifæri eitthvert kvöldið í vetur. [15.09]jsl


International Autojumble International Autojumble International Autojumble International Autojumble International Autojumble International Autojumble International Autojumble International Autojumble International Autojumble International Autojumble International Autojumble
Myndir frá Beaulieu

Um helgina var hið árlega International Autojumble sem er haldið í Beaulieu, Englandi. Undirritaður ásamt fjórum félögum fór á þennan varahlutamarkað og eins var fornbílasafnið skoðað. Um 2000 básar voru þarna með ýmsan varning og margt skoðað og gramsað. Fyrir ofan eru nokkrar myndir frá helginni, en myndir frá ferðinni verða sýndar eitthvert kvöldið í vetur. [14.09]jsl


HERO fornbílarallið 2010

Í fyrra var þetta fornbílarall haldið hér á landi og komust færri að en vildu. Strax var farið í að skipuleggja næsta rall og nú er komin dagsetning á það, 7. til 17. maí á næsta ári. Má búast við góðri þátttöku, sérstaklega þar sem gengið er hagstætt fyrir erlenda aðila. Væntanlega verður rallið opið fyrir hérlenda fornbílaeigendur sen vilja taka þátt eins og í fyrra. Hér er hægt að sjá nánar um rallið, en fréttir vegna þess verða hér þegar nær dregur. [11.09]jsl


Gunnar Þórðarson í Út og suður

Í ágúst var viðtal við Gunnar Þórðarson í Stóragerði og hafa eflaust margir misst af þessum þætti. Farið var yfir sögu Samgönguminjasafnsins sem Gunnar hefur byggt upp og fjallað um líf hans. Þó að margir hafi heimsótt safnið sýnir viðtalið öðruvísi sýn á safnið en gestir fá. Viðtalið er hægt að sjá á vef RÚV. [10.09]jsl


Geymslupláss í vetur

Stjórn klúbbsins hefur ákveðið að nýta salinn í nýja húsinu í Elliðaárdal undir geymslu bíla og tækja í vetur, um er að ræða rúmlega 800 m2 svæði sem tekið verður undir þessa geymslu. Þeir félagar sem eru á biðlista fyrir Esjumelinn ganga fyrir, en að öðru leyti gildir fyrstur sækir um, fyrstur fær. Að öllu forfallalausu verður byrjað að setja inn í byrjun október, og leigt verður til 1. maí. Komi til áframhald á nýtingu salarins undir geymslur, ganga þeir fyrir sem hafa verið inni um veturinn. Eingöngu verður leigt undir bíla sem eru gangfærir þar sem þetta býður ekki upp á langtímageymslu. Verð fyrir fólksbíla undir 6m að lengd verður kr. 6.000.- (utan FBÍ kr. 7.500.-), húsbílar frá kr. 8.500.- (utan FBÍ kr. 10.000.-), stærri húsbílar eða hjólhýsi verða metin eftir stærð, mótorhjól kr. 3.000.- (utan FBÍ kr. 4.500.-). Fornbílaklúbburinn áskilur sér rétt til að hafna umsókn um leigu sé talið að viðkomandi tæki henti ekki í þessa tímabundnu leigu vegna stærðar eða annars. Umsókn um stæði er hægt að panta í síma 660 1763 eða senda póst á torgeir66@gmail.com og verður umsóknum svarað eftir 20. september. [08.09]jslLjósanótt

Um helgina mættu fornbílar, jeppar, mótorhjól og sportbílar til að taka þátt í hinni árlegu samkeyrslu og sýningu í tengslum við Ljósanótt. Þrátt fyrir rigningu var mæting góð og voru þarna eitthvað um 300 mótorhjól og rúmlega 130 bílar. Eftir sýningu bíla fóru nokkrir til félaga okkar Magga og Jóhönnu, en hefð er komin á að þeir sem ætla að vera áfram um kvöldið komi þar saman til að grilla og fari síðar að sjá flugeldasýninguna. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri og stærri myndir á lokuðu svæði fyrir félaga. [07.09]jsl


Fréttir af byggingu

Nú er loksins búið að loka húsinu þar sem ísetningu rúða og innkeyrsluhurða er lokið, gönguhurðir eru reyndar til bráðabirgða þar til endanlegar hurðir verða keyptar. Nýlega var hreinsað til í kringum húsið og rusli hent, einnig var grasið á lóðinni slegið, svo að umhverfið er orðið meira sæmandi uppkomnu húsi. Fljótlega verður byrjað að vinna inni og fyrsta verkið verður að leggja hitamottur í gólfið á félagsheimilinu og flota yfir. Búið er að fá tilboð í innveggi vegna efri hæðar og einnig til að loka af aðstöðu niðri. Áherslan verður á félagsaðstöðuna og salurinn látinn bíða seinni tíma. Bygginganefnd fer nú í að raða niður verkefnum vegna aðstöðunnar og þegar gólfið á efri hæð er orðið þurrt hefst vinna þar. [03.09]jsl


Bílamerkingar

Eins og margir hafa tekið eftir þá hefur undirritaður verið að útbúa plöstuð spjöld með helstu upplýsingum til að hafa í bílunum. Í fyrstu voru teknir fyrir þeir bílar sem mest eru í ferðum og eins nýjir félagar, en í vetur verður farið að gera meira af þessu eftir því sem tími er til, en forsenda þess að spjald sé gert er að vélarstærð viðkomandi bíls sé kunn. Sendið því inn upplýsingar, séu þær ekki til staðar og eins leiðréttingar. Hér er hægt að sjá sýnishorn af þessum spjöldum, en þau eru prentuð á drappleitan pappír og síðan plastað til að það geymist betur. [02.09]jsl


Félagaskrá uppfærð

Smá tafir hafa verið á uppfærslu félagaskrár og innfærslu nýrra félaga, stafar það fyrst og fremst vegna mikillar dagskrár sumarsins. Þessi uppfærsla sem nú er komin inn er með öllum nýjum félögum til loka ágúst, en nokkuð mikið af myndum liggur ennþá eftir sumarið og verður þeim bætt ínn í skrána eftir því sem undirritaður hefur tíma til þegar hægist á ferðum. Þó að skráningar komi ekki strax inn, þegar verið er að senda inn breytingar eða myndir, þá týnast upplýsingar ekki, en allt verður að hafa sinn tíma til að vinnast. [01.09]jsl