Eldri fréttir - Júní 2009

Tv÷falt afmŠli Ferguson Tv÷falt afmŠli Ferguson Tv÷falt afmŠli Ferguson
Tvöfalt afmæli Ferguson

Á þessu ári er haldið upp á tvö afmæli sem bæði tengjast Harry Ferguson sem er best þekktur fyrir samnefnda dráttarvél, þó að þessir viðburðir hafi gerst í sitthvoru landinu. Hér heima verður haldið upp á að 60 ár eru liðin frá komu fyrstu Ferguson dráttarvélanna en það verður á Hvanneyri 18. júlí með akstri Fergusonvéla og tilheyrandi sýningu þeirra. Um leið kemur út bók, ".. og svo kom Ferguson", sem fjallar um sögu þessara vinnuþjarka hér heima. Hitt afmælið tengist viðburði sem kannski ekki margir vita af í tengslum við Ferguson, en í desember 2009 eru 100 ár frá fyrsta flugi Harry´s á flugvél sem hann smíðaði og varð um leið fyrsti Bretinn sem flaug sinni eigin flugvél og einnig var það fyrsta flugið á Írlandi, en Harry var þá í Belfast með verkstæði ásamt bróður sínum. Flugið var ekki langt en flug samt sem áður, og seinna smíðaði hann aðra vél,en eftir nokkur óhöpp næstu árin hætti hann sínum flugferli. [29.06]jsl

1948 Vignale 1952 Pan American 1952 Macauley Coupe 1953 Packard Balboa
1954 Packard Panther
1955 Packard Request 1955 Packard Predictor
Sérstakir Packard bílar

Í september verður sérstök sýning hjá Fairfield County Concours d'Elegance, en þá verða sýndir saman í fyrsta sinn allir 7 "concept" bílar sem Packard gerði. Svona týpur voru oft gerðar til að sjá viðbrögð markaðsins og eins til að sýna framtíðarsýnd bílaframleiðenda, oft hafa þetta verið mjög ýktar útgáfur en margt hefur síðan sést hjá framleiðendum seinna meir ef markaðurinn hefur tekið undir þeirra sýn. Packard gerði 7 "concept" bíla frá 1948 til 1955 og eru 6 þeirra í eigu bílasafnarans Ralph Marano, en 1 er í eigu National Studebaker Museum. Hér er hægt að sjá stutta lýsingu á þessum bílum. [26.06]jsl


Fréttir úr dalnum

Stutt er í lokafrágang á þaki byggingar klúbbsins við Rafstöðvarveg og á mánudag verður farið í að glerja svo að stutt er í að húsið lokast. Í síðustu viku var gólfefni, fyrir félagsaðstöðu, ganga og eldhús, keypt á góðum kjörum og kemur það í hús í lok vikunnar. Einnig er verið að ganga frá kaupum á innihurðum. [24.06]jslLandsmóti 2009 lokið

Seinni part sunnudags lauk Landsmóti 2009 með akstri um Selfoss. Eins og síðustu ár var farin hópkeyrsla frá bænum sem sameinaðist öðrum bílum á Eyrarbakka og var síðan akstur í gegnum Selfoss að mótsstað. Mótið í ár heppnaðist nokkuð vel þrátt fyrir rigningu seinni part laugardags, en tæplega 100 bílar voru til sýnis þann dag. Um kvöldið var síðan grillað fyrir félaga og gesti þeirra, að venju var maturinn frá Kjötsmiðjunni, enda hefur það ekki klikkað hingað til. Sunnudagurinn kom síðan með sól og var keppt í jafnvægislist bíla á "velti-pétri". Myndir frá mótinu eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri og stærri myndir á lokuðu svæði fyrir félaga. [22.06]jsl


Landsmˇti­ sett Landsmˇti­ sett Landsmˇti­ sett Landsmˇti­ sett Landsmˇti­ sett
Landsmˇti­ sett
Landsmˇti­ sett Landsmˇti­ sett
Mótið sett

Landsmótið var sett í kvöld með akstri að mótsstað og eru gestir búnir að koma sér fyrir. Fínasta veður er fyrir austan og spá góð fyrir morgundaginn, en þá verður sýning bíla frá kl. 13. [19.06]jslÞjóðhátíðaraksturinn

Hinn árlegi þjóðhátíðarakstur var í gær og var að venju fjölmennur hópur bíla sem ók í gegnum miðbæinn, en rúmlega 80 bílar mættu að þessu sinni. Dagurinn byrjaði með mætingu í Árbæjarsafni þar sem bílar voru merktir og raðað upp fyrir akstur. Eftir hádegi var haldið af stað og ekið með ströndinni að Snorrabraut og síðan niður Laugaveg með forseta-Packardinn í fararbroddi.. Að loknum akstri voru bílarnir sýndir á miðbakka Reykjavíkurhafnar fram eftir degi. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri og stærri myndir á lokuðu svæði fyrir félaga. [18.06]jsl


Tiltekt ß Esjumelnum Tiltekt ß Esjumelnum Tiltekt ß Esjumelnum Tiltekt ß Esjumelnum Tiltekt ß Esjumelnum Tiltekt ß Esjumelnum
Tiltekt ß Esjumelnum Tiltekt ß Esjumelnum Tiltekt ß Esjumelnum
Tiltekt á Esjumelnum

Varahlutanefndin og hjálparsveinar tók vel á um helgina þegar komið var fyrir hillurekkum í portinu og bodypörtum og öðrum stærri varahlutum var aðgengilega komið fyrir. Er þetta liður í þeirri vinnu sem hefur verið unnin síðustu mánuði til að koma varahlutalager klúbbsins í nýtanlegt horf. Rekkana fékk klúbburinn gefins frá Íslenskum Aðalverktökum, fyrir tilstuðlan Ólafs Björgvinssonar, en fleiri rekkar verða settir upp í gámum síðar, t.d. fyrir vélar. Einnig er unnið reglulega í flokkun varahluta sem verða síðan listaðir á fornbill.is, eftir því sem vinnst, en öll þessi vinna er unnin eftir því sem nefndarmenn hafa aukatíma til. Meðfylgjandi myndir voru teknar um helgina og þær fyrstu tvær sýna hvernig portið var fyrir 3-4 árum og segja allt sem segja þarf. [15.06]jsl


Ry­hreinsir Ry­hreinsir
Ryðhreinsir fyrir allan málm

Síðan í fyrra hafa verið gerðar tilraunir hér með ryðhreinsi frá Ultra One og hefur þetta efni reynst vel, en efnið á eingöngu að eyða ryði og ekki hafa áhrif á önnur efni t.d. málningu, gúmmí og fl. Þeir sem stóðu að þessum prufum ákváðu að flytja þetta inn svo að aðrir geti nálgast þetta undraefni auðveldlega. Nánar um efnið er að finna á þessum spjallþræði hjá KK og eins á siðu framleiðanda. Þess má geta að félagar FBÍ, FA og KK frá 10% afslátt. [12.06]jsl


BÝlar ß efstu hŠ­um BÝlar ß efstu hŠ­um BÝlar ß efstu hŠ­um BÝlar ß efstu hŠ­um
Bílar á efstu hæðum

Í vor þótti Porsche sniðugt að sýna bíl á 94. hæð Shanghai World Financial Center í tilefni bílasýningar, var það gert með því að nota vörulyftu hússins en eins og yfirleitt kemur í ljós þá er fátt nýtt sem er hægt að finna upp á í dag. Árið 1965 var sýndur Mustang á útsýnispalli á 86. hæð Empire State Building, en í stað þess að geta notað vörulyftu þá var bíllinn tekinn í sundur í 4 aðalparta sem voru sendir upp í fólkslyftunni og settur aftur saman. Næsta dag var hann aftur tekinn í sundur og færður inn í bygginguna þar sem hann var til sýnis næstu fimm mánuði. [11.06]jsl/gösBlönduós-bjúkkinn í Buick Bugle

Á forsíðu nýjasta blaðs Buick klúbbsins í Bandaríkjunum er kunnuglegur bíll ,enda er þar á ferðinni Buick sem er allajafna kenndur við Blönduós. Grein um bílinn er síðan á opnu blaðsins en reyndar hefur hann aðeins yngst upp hjá þeim, er sagður ári yngri en hann er. Núverandi eigandi, Evert Kr. Evertsson, leyfði okkur að skanna greinina til að leyfa félögum að sjá þessa umfjöllun, enda ekki á hverjum degi sem er fjallað um íslenska fornbíla í erlendum blöðum. Myndir sem fylgja greininni eru eftir son Everts. [09.06]jslUm helgina

Síðasta laugardag var hinn árlegi fornbíladagur í fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Mættu 42 eigendur með bíla og fjölskyldur sínar sem áttu góðan dag í frábæru veðri. Pylsur voru grillaðar í hádeginu. Þessi dagur er einn af betri dögum sumarsins og börnin kunnu vel að nota dagsmiðann sinn í tækin, en vinsælasta tækið þeirra var fallturninn, enda voru sum búin að fara 10-12 ferðir í honum. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri og stærri myndir á lokuðu svæði fyrir félaga. [08.06]jslShell-st÷­in vi­ Laugaveg 180 Shell-st÷­in vi­ Laugaveg 180 Shell-st÷­in vi­ Laugaveg 180 Shell-st÷­in vi­ Laugaveg 180
Í gær var nokkrum fornbílum stillt upp við Shell-stöðina við Laugaveg 180 í tilefni þess að stöðin heldur upp á 60 ára afmæli sitt. Þessar myndir voru teknar við það tækifæri. [05.06]jslÍsrúntur í gærkvöldi

Í gærkvöldi var kvöldrúntur á dagskrá og var farin létt keyrsla frá Skarfabakka út í Garðabæ með aukakrók í gegnum Kópavog. Í Garðabænum var Ísbúðin fyllt, enda voru þarna tæplega 100 manns á ferð á 55 bílum. Sérstaklega var gaman að sjá hversu fjölbreyttur bílaflotinn var í gærkvöldi og sá lengst aðkomni var frá Akranesi. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri og stærri myndir á lokuðu svæði fyrir félaga. [04.06]jslNýjar myndir frá rúnti í LA

Ekki fyrir svo löngu sýndum við myndir frá rúnti þar sem fornbílaeigendur koma saman á hamborgarabúllu suður af LA. Þar gildir lögmálið að eftir því sem eigandinn er eldri þess meira af krómi, kannski vegna þess að meiri tími sé til að pússa það allt þegar sest er í helgan stein. Félagi okkar Sigurður Ólafsson var nýlega þarna á ferð aftur og kíkti auðvitað sér til gamans og líka til að ná nokkrum myndum fyrir okkur til að njóta. [03.06]jsl