Eldri fréttir - Desember 2008

Fornbíla prufukeyrslur

Í öllum bílablöðum eru nýir bílar teknir fyrir og prufukeyrðir, geta lesendur síðan ákveðið út frá því hvort áhugi sé á að eignast svoleiðis bíl. Í AutoWeek er að finna nokkrar greinar um prufukeyrslur fornbíla, t.d. Ford T. Ýmsar aðrar greinar sem viðkoma fornbílum er að finna á netútgáfu AutoWeek. [12.12]jsl


Fallnir félagar

Félagi okkar Kristinn Bjarnason er fallinn frá. Kiddi Bjarna, eins og félagar hans þekktu hann, hafði verið lengi félagi í klúbbnum og var vel virkur í ferðum í gegnum árin. Margir þekkja Plymouth bílinn hans sem var útbúinn sem leigubíll, en Kiddi hafði unnið sem leigubílstjóri og eins ekið strætó. En aðal djásnið hans var 1947 Ford vörubíll sem hann mætti oft á í ferðir, og var vel við hæfi að Kidda var ekið sína hinstu ferð á þeim bíl, en jarðarför hefur farið fram í kyrrþey.

Viktor Hjaltason, félagi til fjölda ára, féll einnig frá í lok nóvember. Þó að Viktor hafi ekki verið þekktur í starfi klúbbsins þá fylgdist hann með því sem var að gerast sem áhugamaður um bíla.

Stjórn og félagar senda öllum aðstandendum samúðarkveðjur. [11.10]"Red Flag" til USA

Þó að algengt sé að sjá "Made in China" á vörum í Bandaríkjunum þá verður í dag fyrsta skiptið, svo vitað sé, sem Kínverskur fornbíll verður formlega afhentur Blackhawk Museum. Það er eigandi og stofnandi safnsins, Don Williams, sem rakst á þennan bíl í Kína og vildi ólmur eignast hann fyrir safnið. Red Flag voru handsmíðaðir bílar fyrst og fremst fyrir Mao Zedong og annan aðal í kommúnistaflokknum frá árunum 1958 til loka ´70, alls um 1500. Bíllinn verður afhjúpaður formlega með ýmsum háttsettum ráðamönnum. Blackhawk Auto Museum. [10.12]jsl

Flott mótorhjólasafn

Í Birmingham, Alabama, er að finna eitt stærsta mótorhjólasafn Bandaríkjanna. Safnið er með yfir 900 hjól bæði eldri og nýrri ásamt keppnishjólum. Safnið er stofnað af George Barber en hann byrjaði árið 1989 að gera upp sportbíla eftir feril sinn í kappakstri. Fljótlega sá hann að það vantaði gott mótorhjólasafn og árið 1995 var safnið opnað formlega, en uppgerð hjóla fer fram hjá safninu og eins er keppnisdeild sem keppir á eldri hjólum. Safnið opnaði í nýjum húsakynnum árið 2003 við Barber Motorsports Park, en safnið er einnig kennt við George Barber. Barber Vintage Motorsports Museum. [08.12]jsl/gösDaytona Turkey Run

Hin árlega samkoma á Daytona var haldin í lok nóvember og að venju fór hópur frá Íslandi á þessa samkomu. Líklega eru ferðalangarnir að detta í gegnum tollinn þessa daga svo við erum ekki búnir að heyra um hvaða tæki hafa verið keypt að þessu sinni. Fyrir þá sem höfðu ekki tækifæri til að kíkja með í þetta sinn þá eru hér nokkrar myndir frá svæðinu. [05.12]jsl


Öðruvísi bílaeign

Carl Scholz safnar ýmsum bílum og óhætt er að segja að safnið hans sé öðruvísi en margra annarra. Inn á milli venjulegra fornbíla er að finna ´57 Bel Air með Bel Air kerru, 1994 Thunderbird endurbyggðann með hlutum úr ´31 og ´50 Ford, ´86 Cadillac Seville sem er búið að stytta og fl. Hvað sem fólki finnst um þessa bíla hans Carl Scholz þá er hægt að sjá hér smá grein um þá og eins nokkrar myndir af bílum hans. [04.12]jsl