Eldri fréttir - Ágúst 2008

Yfirbyggingar - bodýsmíði

Á fyrstu árum bíla var ekki sjálfgefið að húsið/yfirbygging væri frá framleiðanda vélar og undirvagns, heldur var þetta keypt sér og eða að framleiðandi samdi við einhvern yfirbyggjanda til að framleiða fyrir sig hús á viðkomandi tegundir. Þetta fyrirkomulag hélst lengi sérstaklega á dýrari bílum þar sem hægt var að fá allt eftir sínum óskum þó að útlit bílsins héldist að mestu í samræmi við viðkomandi tegund. Margir aðilar sáu um þessar smíðar, enda margir aðilar sem voru þegar í framleiðslu húsa fyrir hestvagna, lestar, sporvagna og fl. Mikið var um yfirbyggingar og sérsmíði vegna fólksflutninga og lengi voru rútur hér á landi yfirbyggðar hérna en þar kom einnig til tollalög og fl. Ekki má gleyma sögu Willys hér, en örugglega hafa ekki verið smíðuð hús á eins marga bíla hér á landi, bæði af Agli Vilhjálmssyni og heima á bæjum landsins. Á þessari síðu er að finna yfirlit yfir Coachbuilders og sögu þeirra með myndum af mörgum þeirra útfærslum. [29.08]jslGærkvöldið

Síðasti formlegi kvöldrúntur sumars var á dagskrá í gærkvöldi og var farinn rúntur um Kópavog sem endaði á óvæntu "kaffihúsi" en boðið var upp á kaffi í húsinu okkar í Elliðaárdal. Þar gafst félögum og gestum gott tækifæri til að skoða húsið og hversu langt framkvæmdir við lokun þess eru komnar. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri og stærri myndir á lokuðu svæði fyrir félaga. [28.08]jslGengur vel með húsið

Vel gengur að einangra húsið, en það er gert að utan og síðan kemur flísaklæðning sem ysta byrði. Einnig er búið að setja alla glugga í nema þann stóra á gaflinum, en glerjað verður um leið og gengið verður frá klæðningu. Burðarbitar með tilheyrandi stífum eru komnir á sinn stað. [27.08]


Sunbeam Alpine Owners Club

Í byrjun ágúst var haldið landsmót breska Sunbeam Alpine Owners Club og var það haldið í Beaulieu. Hróbjartur Ö. Guðmundsson, stjórnarmaður, var þar á ferð og tók nokkrar myndir fyrir okkur hina, en eins og margir vita þá er Hróbjartur mikill áhugamaður um Sunbeam og flesta breska bíla. Þess má geta að nokkrir Sunbeam bílar koma til landsins í september til að taka þátt í HERO fornbílarallinu, aðallega Tiger, en einnig Harrington. Í Beaulieu er gott fornbílasafn en við höfum sýnt myndir þaðan í Árbænum og eins frá varahlutamarkaðnum sem er haldinn þar árlega í september, helgina 13. til 14. september í ár. Myndir Hróbjarts. [25.08]jsl


Jepparúnturinn

Síðasta miðvikudagskvöld var aukarúntur á dagskrá, tileinkaður jeppum. Farinn var léttur rúntur um bæinn og þarna mættu nokkrir jeppar sem hafa lítið eða jafnvel ekkert sést áður hjá okkur. Myndir frá kvöldinu. [22.08]jslMerkileg saga

Þessi 1935 Rolls-Royce var yfirbyggður hjá James Young og var útbúinn fyrir safari ferðir, en hann var seldur þannig nýr til Ródesíu. Nokkrum árium seinna var hann hertekinn af þýska hernum þegar hann réðst inn í landið og var notaður sem "staff car" fyrir yfirmenn. Eftir að stríðinu lauk komst bandaríkjamaður yfir hann og flutti með sér til Kalíforníu þar sem hann var lengi. Um 2001 eða 2002 er hann seldur til Bretlands þar sem hann er gerður upp og breytt til að nota til útleigu fyrir ýmiskonar tilefni. Það sem er merkilegast við sögu bílsins er að þegar hann er fluttur aftur til Bretlands og farið er að skrá hann þá kom í ljós að upprunalegu númera plöturnar lágu inni hjá DVLA (þeirra Umferðastofa) og höfðu verið geymdar þar frá 1935! Þetta er þjónusta sem talandi er um. Því miður er lítið að finna á netinu um bílinn nema þessar myndir, en fjallað var stuttlega um hann í Antiques Roadshow fyrir nokkrum árum. [20.08]jslÞakbitar komnir á sinn stað

Nú er byrjað að vinna á fullu í húsinu við að loka því og er búið að koma fyrir þakbitum og í vikunni verður gengið frá stífum. Einnig er byrjað á samsetningu á gluggum og verða fyrstu gluggar settir í fljótlega. Búið er að semja um kaup á klæðningu að utan og er áætlað að byrja á klæðningu um mánaðarmót ágú. - sept. [13.08]jslHvanneyri og Hvítárbrú

Síðasta laugardag var landbúnaðartækjadagur á Hvanneyri og voru dráttarvélar í fyrirrúmi þar sem 90 ár eru frá komu fyrstu dráttarvélanna til landsins. Sýndar voru eldri vélar í notkun og jafnframt nýjustu græjur til samanburðar. Seinni part dagsins var síðan hópkeyrsla að Hvítárbrú á þeim bílum sem voru mættir, þar sem upplýsingar skilti var afhjúpað í tilefni að 80 ár eru liðin frá vígslu hennar. Myndir frá deginum. [11.08]jsl


Drauma bílskúrinn

Í júní sýndum við myndir sem Sigurður Ólafsson tók í ferð sinni og nú fáum við fleiri myndir frá honum, að þessu sinni frá Gilmore safninu. Þar var búið að setja upp sýningu sem kallast "Michigan Dream Garage" með öllum helstu kraftbílum frá 63-72. Auðvitað eru þetta allt bílar með stærstu vélum sem voru til á þeim tíma og áður en þær voru kyrktar með mengunardóti, enda flestir með viðbótar nafn eins og GTO, SS, Hemi og fl. góðgæti. Auðvitað voru Yenko bílar þarna áberandi enda ekki hægt að setja saman svona sýningu án þeirra. Myndir Sigurðar. (stærri myndir komnar inn) [08.08]jslLimmar

Fyrirmenn og auðmenn voru fljótir að sjá hversu flott þótti að vera ekið um á stórum bíl með bílstjóra og í fyrstu voru almennt stærstu bílarnir allir keyrðir af bílstjórum. Fljótt var farið að kalla þessa stærri bíla "limousine" og var mikið lagt í farþegarýmið og vel rúmt um farþega. Flest allir bílaframleiðendur hafa boðið limousine útgáfu af sínum flottustu bílum og er þannig ennþá í dag, þótt þeir hafi minnkað frá dögum lengstu Cadda. Á þessari síðu er að finna mikið af myndum af limmum af ýmsum gerðum. [07.08]jsl/gös