Eldri fréttir - Júní 2008


Landsmóti lokið

Stærsta Landsmóti Fornbílaklúbbsins lauk seinni part sunnudags með akstri um Selfoss, en mótið var haldið um helgina á tjaldsvæðinu á Selfossi. Mótið setti Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður, með því að aka 1960 Buick Electra 225 í broddi fylkingar 90 annarra fornbíla um Selfoss. Á laugardeginum var síðan slegið upp sýningu bíla og voru margir bílar mættir sem hafa ekki sést lengi og eins nýkomnir, en.rúmlega 130 bílar voru á svæðinu um daginn til sýnis og var mikil umferð fólks til að skoða eða hitta eigendur. Skemmtileg viðbót við bílaflóru félaga var heimsókn Svía á þremur bílum frá Svíþjóð og eins bíls frá Þýskalandi, en þessir aðilar stíluðu sínar ferðir til landsins til að geta mætt á Landsmót. Á laugardagskvöldinu var grillað fyrir félaga og gesti þeirra í boði Ferðanefndar og Kjötsmiðjunnar. Eftir að við höfðum fengið góða dempu og haglél eftir hádegi á sunnudeginum var farið í smá bílaþraut og endað í áðurnefndum akstri. Ljóst er að mótið á þessum stað er komið til að vera og stefnir bara í að stækka á hverju ári. Ferðanefnd vill þakka Gesthúsi fyrir móttökurnar og Lögreglunni á Selfossi fyrir liðlegheitin. Þar sem Ferðanefndarfélagar (og undirritaður) voru ekki búnir fyrr en um kl. 21 í gærkvöldi að ganga frá og komnir til síns heima,verða myndir að bíða vinnslu til morguns. [30.06]jslFornbílasamkomur erlendis

Þegar farið er erlendis í sumar er upplagt að athuga hvort það séu ekki sýningar eða samkomur sem hægt er að kíkja á. Á þessari síðu er að finna upplýsingar um nokkra viðburði, aðallega í Evrópu, en auðvelt er að leita á Google eftir sýningum ef sett er inn "classic car show" og síðan landið eða borg. [26.06]jsl


Skemmtileg merkja-síða

Skjaldarmerki tegunda á bílum hefur verið frá byrjun og oft skemmtilegar sögur á bak við þau. Á þessari síðu er að finna mikið af upplýsingum um bílamerki, merki framleiðenda, húdd fígúrur, vatnskassamæla og fleira. Allt efnið er flokkað eftir tegund merkja og síðan tegund bíls, síðan er mynd og upplýsingar um viðkomandi merki. Þarna er efni bæði fyrir þá sem vilja fræðast um merki síns bíls og einnig fyrir þá sem hafa gaman af sögu merkja. [25.06]jsl


Sommers Veteranbil Museum

Bílarnir er mynda grunn safnsins í Nærum, Danmörku, hefur Ole Sommer safnað síðustu 50 árin. Fyrstu bílarnir voru lánaðir til ýmsra danskra safna, en frá 1980 verið í safninu í Nærum. Þó safnið sé ekki yfirgripsmikið, eru gæðin mikil og gestir geta dásamað tækni og sögu bílanna. Þarna er að finna m.a. Jaguar, er fyrirtækið Sommer flutti inn 1946-1972, Volvo, en fyrirtækið var einnig með það umboð frá 1957 til 2003 og að lokum Gardner Marine Motorer, innflutta frá 1947-1993. Úrval bílanna sýnir sögu þróunar, hvernig fyrirrennarar okkar leystu hin ýmsu tæknilegu vandamál. Þarna má finna dæmi um hvernig Danir reyndu að framleiða bíla, 1972-1973 og 1983-1985. Mörgum bílunum fylgja skemmtilegar sögur, ekki bara um bílinn sjálfann, heldur hvernig hann endaði á safninu. Í dag eru á safninu 60 fornbílar í góðu ásigkomulagi, 16 bíla, flug og skipavélar. Einnig eru þar ca. 2000 modelbílar. Félagi okkar Evert Kr. Evertsson heimsótti safnið fyrr í mánuðinum og tók þar nokkar myndir til að deila með okkur. [24.06]jslSportbíll fjósamannsins stendur undir nafni

Fyrir skömmu rann fjórði milljónasti Mustanginn af færibandinu vestra, en núna eru nákvæmlega 44 ár síðan sá fyrsti leit dagsins ljós um mitt ár 1964. Strax í upphafi kölluðu Íslendingar Mustanginn sportbíl fjósamannsins og var það tilvísun til verðmiðans, sem þótti óvenju hagstæður í samanburði við aðra sportbíla. Þessi íslenska nafngift á óvenju vel við núna því fjórði milljónasti Mustanginn var einmitt keyptur af bandarískum bónda og fjósamanni. Af þessum fjórum milljónum Mustanga voru fyrstu 10 prósentin smíðuð á rétt rúmu ári og er það met sem seint verður slegið. [20.06]ösVor í Árborg

Fengum í gær sendar myndir frá samkomu fornbílafólks í Árborg sem var í maí. Tilefnið var Vor í Árborg og var efnt til skrúðaksturs og sýningu bíla. Greinilega var blautt þennan dag, en það hafði ekki áhrif á að fólk kæmi saman og hefði gaman af. Myndir frá Árborg. [19.06]jslHátíðarakstur 17. júní

Hinn árlegi hátíðarakstur fornbíla var í gær í frábæru veðri. Mæting var í Árbæjarsafni, þar sem bílum var raðað upp fyrir akstur og var haldið þaðan í akstur um miðbæinn og endað í sýningu bíla á miðbakka. Rúmlega 70 bílar tóku þátt í sýningunni, en nokkuð fleiri fóru rúntinn um bæinn. Í gær var einnig fyrsta opinbera notkun á 1942 Packard forsetaembættisins, en að lokinni embættiskeyrslu fyrr um daginn, mætti hann í Árbæinn til að leiða hópkeyrslu okkar. Var Packardinn síðan sýndur við Þjóðminjasafnið seinna um daginn. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri og stærri myndir á lokuðu svæði fyrir félaga. [18.06]jslFerðafélagsferðin

Síðasta sunnudag var farið á nokkrum fornbílum með ferðalanga á vegum Ferðafélags Íslands. Var þetta svipuð ferð og í fyrra, en nokkuð færri voru með í för. Byrjað var í Grasagarðinum og haldið þaðan til Þingvalla, Laugavatns og endað í Úthlíð þar sem borðað var. Eftir það sýndi Björn í Úthlíð aðstöðuna þar og kirkjuna sem hann byggði til minningar um eiginkonu sína, en þetta er ein af fáum einkakirkjum landsins. Í Úthlíð var ekinn smá vegakafli sem er víst partur af gamla konungsveginum svo þetta var smá upprifjun á ferðinni í fyrra. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri og stærri myndir á lokuðu svæði fyrir félaga. [17.06]jslT-Birds í rúnti

Gærkvöldið í Árbænum var tileinkað Thunderbird og mættu nokkrir eigendur á sínum bílum ásamt öðrum fornbílum enda veðrið til að spóka sig. Var síðan farinn léttur rúntur fyrir þá sem vildu. Hér fyrir ofan eru myndir frá kvöldinu og eins myndir af þremur bílum, Plymouth 1959, Camaro SS 1968 og New Yorker 1977, sem mættu síðasta miðvikudagskvöld og sáust í fyrsta skipti hjá okkur. [12.06]jslMyndir frá Carlisle

Um helgina var stór samkoma á Carlisle sem var mikið til tileinkuð Ford og sérstaklega Mustang. CobraJet var þarna áberandi enda 40 ára afmæli í ár, Taska og Joniek voru gestir samkomunnar með tilheyrandi fjölmiðla stússi. Félagi okkar Sigurður Ólafsson var staddur þarna, enda mikill Mustang sérfræðingur, og sendi okkur nokkrar myndir. Sigurður er reyndar nýbúinn að fá gullfallegan 1965 Ford Mustang Fastback og fengum við að sjá hann á kvöldrúnti í lok maí, nýkominn á númer. [10.06]jslBlautur laugardagur

Síðasta laugardag var hinn árlegi dagur félaga í fjölskyldu og húsdýragarðinum. Veðurspáin var ekki hliðholl okkur, en þrátt fyrir það var ein mesta mæting bíla í garðinn. Tjaldið okkar var vel notað á þessum blauta laugardegi og börn félaga létu rigningu ekki stoppa sig í að nýta skemmtitæki garðsins, enda fáir aðrir gestir. Grillaðar voru pylsur upp úr hádegi og var fínn dagur í heildina, enda engin ástæða að láta rigningu stoppa sig í að eiga dag með öðrum félögum. Nokkrar myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri og stærri myndir á lokuðu svæði fyrir félaga. [09.06]jslSíðasta sunnudag

Nokkrir félagar mættu til Grindavíkur síðasta sunnudag og tóku þátta í hátíðarhöldum sjómannadagsins þar. Þeim sem mættu með bíla var að venju boðið í kaffi áttu félagar þarna ágætis dag. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og eins fleiri og stærri myndir á lokuðu svæði fyrir félaga. [03.06]jslHeyrir Mercury brátt sögunni til?

Á næsta ári verða 70 ár liðin frá því að fyrsti Mercury-bíllinn rann af færibandinu í vesturheimi. Edsel Ford hafði þá um nokkurt skeið reynt að sannfæra föður sinn Henry Ford um mikilvægi þess að framleiða nýja tegund bíls sem brúað gæti bilið á milli alþýðubílsins Ford og yfirstéttarbílsins Lincoln. Þegar sá gamli gaf loks samþykki sitt var leiðin greið hjá Mercury og margar eftirminnilegar gerðir hafa litið dagsins ljós á þessum 70 árum. Nú eru hins vegar blikur á lofti, þar sem heyrst hefur að Mercury eigi fyrir höndum sömu örlög og Oldsmobile og Plymouth. [02.06]ös