Eldri fréttir - Apríl 2008


Austin 7 Tourer

Bragi Guðmundsson, félagi okkar, er stoltur eigandi 1926 Austin 7 Tourer sem margir hafa séð á ferðinni undanfarin sumur og eins á afmælissýningu klúbbsins. Í nýjasta tölublaði skoska Austin 7 klúbbsins er smá grein um bílinn, en blaðið í heild er hægt að sjá hér. Mikið er um Austin bíla á Bretlandseyjum, enda voru þeir vinsælir og voru almennings bílar svipað og bjallan í Þýskalandi. En alltaf er gaman að sjá þessa bíla á ferð einnig á sýningum, þó að menn skilji varla í dag hvernig var hægt að koma fyrir heilli fjölskyldu í þessa bíla á sínum tíma. [30.04]jsl


Íslenskur flug-bíll?

Á Fornbílaspjallinu er merkileg grein sem hefur verið skönnuð upp úr blaðinu Fálkanum, birtist í kringum 1960. Í þessari grein er viðtal við Einar Einarsson um hugmyndir og tilraunir hans um flug-bíl. Sá sem vekur athygli á þessari grein spyr hvort einhver kannist eitthvað við þetta mál, og væri gaman að vita hvort það sé ekki hægt að fá einhver svör um hvernig þessi hugmynd hafi farið, þó að greinilega hafa þetta aldrei farið í framleiðslu, þar sem undirritaður hefur ekki orðið mikið var við fljúgandi bíla. [25.04]jsl
Veturinn kvaddur

Í gærkvöldi mættu nokkrir félagar á rabbkvöldið á sínum fornbílum og eftir að hafa fengið sér kaffibolla var léttur rúntur tekinn í bæinn. Við óskum félögum gleðilegs fornbílasumars með þessum myndum frá kvöldinu. [24.04]jsl


Gamlir taka á því

Á heimasíðu Classical Gas er að finna myndir og vídeó frá ýmsum keppnum sem felast í að aka slóða og brekkur, oftast íllfærar og með brekkuklifri. Þarna takast á VW bjöllur, Escort og ýmsar 2ja manna tegundir sem eru oft heimasmíðaðar. Þessi bílaíþrótt er vinsæl í Bretlandi og eru menn ekkert að spara bílana þó að brautin sé vel drullug. [23.04]jsl/gös


Viðbætur á varahlutasíðu

Nú er búið að uppfæra varahlutasíðu og er búið að bæta við mikið af body-hlutum. Er þetta afrakstur tiltektar sem var nýlega, en um leið og nýtanlegir hlutir voru flokkaðir var myndað og skráð niður. Áður var búið að uppfæra lista yfir kerti og kveikjuhluti og er sá lager orðinn mjög aðgengilegur. Næst er að flokka og skrá niður bremsu-hluti og verður það fært inn eftir því hvernig gengur með það.[21.04]jsl


Copperstate 1000 og California Mille

Copperstate 1000 var haldið í byrjun apríl og rúmlega 70 bílar sem tóku þátt að þessu sinni. Þessi fornbílaaksturskeppni er haldin um vor ár hvert, er þetta 18. árið. Hér er hægt að sjá nokkrar myndir og eins video frá þeirri keppni. Svipuð keppni, California Mille, er haldin í Kaliforníu í lok apríl og er hægt að sjá nánari upplýsingar um hana hér. Sú keppni er til að minnast hinnar frægu Mille Miglia sem var haldin á Ítalíu á árunum 1927-1957. [18.04]jslHorfið merki

Á þessum dagi fyrir 100 árum var fyrsti Oakland bíllinn seldur, en Oakland er eitt af þeim merkjum sem hefur horfið í gegnum árin. Oakland var framleiddur af Oakland Car Company sem var lítið fyrirtæki í eigu Edward Murphy sem hafði einnig stofnað Pontiac Buggy Company. Oakland lifði stutt þar sem William C. Durant keypti það til að bæta við fyrirtækja safn sitt undir merki GM. Oakland hafði einungis framleitt um 1000 bíla þegar það var yfirtekið og má líklega rekja Pontiac nafnið frá þeim, en á stefnu Oakland´s var einmitt lítill bíll sem átti að bera það nafn. [17.04]jsl


Verslað tímanlega fyrir fatadag

Þar sem dagskrá sumars er að bresta á er upplagt að vera tímanlega í að panta búning eða annað sem þarf til að gera rétta útlitið. Hjá Costumes of Nashua er hægt að fá ýmislegt sem hægt er að nota, svo sem fatnað, hárkollur, gerviskegg og leikhúsfarða. Auðvitað er margt af þessu mjög amerískt, en annað er sniðugt og aukahlutir gætu gagnast vel hjá þeim sem hafa hugmyndaflugið og þorið. Búast má við að Ferðanefnd verðlauni eiganda og eða áhöfn þeirra bíla sem þykja bera af á fatadegi í sumar. [16.04]jsl/sh


thunderbird.is

Ný íslensk bílasíða er komin í gang sem tileinkuð er Thunderbird og eigendum þeirra. Tilgangurinn er að þjappa saman Tbird eigendum og halda utan um efni og myndir sem tengjast Tbird og sögu þeirra hér á landi. Má búast við að Tbird eigendur safnist einnig saman til keyrslu í sumar og er þegar einn rúntur í undirbúningi í sumardagskrá okkar. Slóðin er thunderbird.is [15.04]jslBílateikningar

Nýlega sögðum við frá teiknurum sem gera góðar bílateikningar og minntumst á Sigurð Val Sigurðsson, en höfðum ekki vísun í myndir hans. Sigurður hafði samband við okkur og bendi á nokkrar myndir sínar sem eru á netinu og hér er slóðin. Þarna er að sjá nokkra bíla (neðarlega) sem eru vel þekktir í ferðum okkar. [14.04]jslNýtt í Krambúð

Nýjar vörur eru komnar í Krambúð klúbbsins og er hægt að sjá þær á síðu Krambúðar. Um er að ræða nýja lyklakippu, nýtt flott barmmerki í tveimur stærðum og mottu fyrir tölvumús. [11.04]jsl


Ný afsláttarkjör

Þrír nýjir aðilar bjóða félögum afslátt, en það eru Bónval, Verkfærasalan og Barki. Í síðasta mánuði bættust við Bílaglerið, Bílaleigan Berg og Hans Petersen. Viðræður eru við fleiri aðila sem munu bætast við í hóp þeirra sem bjóða félögum afslátt af ýmsum vörum og verður skýrt frá því síðar. Lista yfir aðila og kjör þeirra er að finna undir Afsláttarkjör til félaga á fornsíðu fornbill.is [10.04]jsl


Gufuvagnar

Í Bretlandi er mikið gert í að varðveita gufuknúna bíla (einnig önnur tæki) og eru margir þeirra notaðir reglulega bæði í aksturskeppnum og vegna sýninga. Þó nokkra þolinmæði þarf til að eiga svona bíla þar sem ekki er stokkið upp í þá og farið af stað heldur þarf að skipuleggja hvenær á að nota vagninn, þar sem ca. 20 mín. þarf til að kynda upp. Reglulega gaman er að sjá þessa bíla á keyrslu og sjá eigendur þeirra dútla við ýmsar stillingar hér og þar til að halda þeim gangandi. Hérna er góð síða um gufuvagna hjá The Steam Car Club of Great Britain. [07.04]jslSýning í Arizona

Þar sem styttist í að sumardagskrá okkar hefjist er upplagt að skoða nokkrar myndir frá fornbílasýningu í Arizona, en þessi samkoma hófst árið 2004 og hefur verið árlega síðan. Tilefni hennar er að safna fyrir skýli sem tekur á móti þeim sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi. Í ár voru 250 bílar sýndir og hér er hægt að sjá myndir af nokkrum þeirra. [02.04]jslNýjar græjur í bílageymslum

Enn er haldið áfram að endurbæta vinnuaðstöðu í bílageymslum klúbbsins og nú hefur klúbburinn eignast græjur sem eru oft kallaðar "wheel dollie", en þetta stykki er sett við hjólin og lyftir bílnum upp svo hægt sé að snúa og færa hann auðveldlega til á alla vegu. Mun þetta auðvelda allar færslur og uppröðun í geymslum klúbbsins. Einnig er búið að fjárfesta í start-tösku svo ekki lengur þarf að dröslast með þunga rafgeyma í grind þegar þarf að ræsa bíla eftir veturinn. [01.04]jsl