Eldri fréttir - Febrúar 2008

Ný Íslensk síða

Félagi okkar Heiðar Stanley Smárason, ásamt syni sínum Eyþóri Smára, hafa opnað síðuna herbill.is, en Heiðar er þekktur fyrir sína herbíla og trukka. Á síðunni verða myndir af bílum hans og annarra félaga hans sem hafa verið oft að ferðast saman á trukkum og "víbonum" en nokkur myndskeið úr ferðum þeirra eru einnig á síðunni. Heiðar mun væntanlega bæta við myndum eftir því sem ferðum fjölgar. herbill.is [29.02]jsl


Nýjasta æðið?

Undanfarið hefur sést í uppgerðarþáttum að það er ekki nóg að taka bílinn í gegn og allt sem tilheyrir því, heldur er farið að munstra dekk með merki, nafni eða öðru sem óskað er eftir á dekkið. Í einum þætti Overhaulin (þar sem bílar eru teknir í yfirhalningu án vitundar eiganda) var loka punkturinn að skera út Mopar merkið í dekkinn ásamt götumunstri. Hver veit hvort þetta verði vinsælt fyrir sýningarbíla og aðra sem vilja hafa eitthvað öðruvísi undir bílnum. Ekki var að finna mikið af upplýsingum um svona skurð á netinu, en það fannst allavega einn aðili. www.prototyre.com [28.02]jsl


Varahlutasíðan

Smá viðbætur eru að birtast vikulega á Varahlutasíðu klúbbsins og nú er búið að setja inn lista yfir kertalager og eins platínur. Eins er verið að setja inn vikulega myndir og lýsingu á þeim hlutum sem hafa verið að berast nýlega. Þegar er byrjað að panta varahluti sem menn hafa séð að þá vantar og verður þetta vonandi til að auðvelda bæði varahlutanefnd og félögum að halda utan um lagerinn. Síða varahlutanefndar. [27.02]jsl


Eitthvað til að rífast yfir

Blaðið Automobile hefur gert smá könnun meðal starfsfólks og annarra valdra aðila þar sem beðið var um svar við hvaða bílar væru svalastir. Úr þessum svörum hafa þeir tekið saman lista yfir þá 100 bíla sem þóttu ná því að vera "cool". Þessi listi er auðvitað tilvalinn til að koma á stað góðu rifrildi á milli manna, sé vilji til þess, t.d. ef þarf að lífga upp á helgarsamkomu bílamanna og um leið er hægt að fá innsýn í hvernig sé hægt að metast um hvaða boltalið er best. [26.02]jsl/gösTulsa-Plymminn

Í júní 2007 sögðum við frá þegar Plymouth árgerð 1957 var grafinn upp í Tulsaborg í Oklahoma eftir hálfrar aldar vist neðanjarðar. Eftir að búið var að finna réttan eiganda, út frá getraun sem var þegar bíllinn var grafinn, var ákveðið af eiganda að bíllinn yrði fluttur til Ultra One Corporation sem tók að sér að reyna að ná ryðinu af bílnum. Samkvæmt þeirra heimasíðu er stefnt að afhjúpa bílinn í annað sinn vorið 2008 og þá væntanlega með minna af ryði. Miklar umræður eru á netinu um hvað og hvernig ætti að standa að þessu og misjafnt hvað mönnum finnst um þetta verkefni. [25.02]jsl
http://www.forwardlook.net/forums/forum
http://forum.missbelvedere.com/bbs/viewforumFornbílasöfn í Bretlandi

Mörg góð fornbílasöfn er að finna í Bretlandi og eins og almennt með söfn í Bretlandi þá eru þau skemmtilega sett upp og vönduð. Myndir frá þessum söfnum hafa verið sýndar á myndakvöldum klúbbsins og hafa komið fyrirspurnir um staðsetningu þeirra. Hér fyrir neðan er að finna kort yfir helstu söfnin ,og sérstaklega þau er hafa verið heimsótt af undirrituðum og Þorgeiri Kjartanssyni og verða söfnum bætt við hér eftir því sem þau verða heimsótt (kortið verður einnig á "Fræðsluefni"). Með því að færa músina yfir viðkomandi safn er hægt að smella á tengil safns, eins er hægt að smella á "Kort" og opnast þá gluggi með korti í Google Map sem sýnir staðsetningu safns og síðan er hægt að nota "zoom out" til að sjá stærra svæði.

Stærra kort hér (en án tengla) [22.02]jsl
Linkur Kort Kort Linkur Linkur Kort Linkur Kort Linkur Kort Linkur Kort Linkur Kort Linkur Kort Linkur Kort Linkur Kort Linkur Kort Linkur Kort Linkur Kort Linkur Kort Linkur Kort Linkur Kort Linkur Kort
Fornbílar framtíðar ?

McKeel Hagerty hjá Hagerty Insurance Agency hefur tekið saman lista yfir þá 10 bíla sem hann telur að verði vinsælir hjá bílasöfnurum eftir 10 til 15 ár og verði síðan fornbílar framtíðar. Hagerty Insurance er mikið í tryggingum á eldri bílum og hefur kannski innsýn í hvernig vinsældir bílategunda þróast. Svo er bara spurning hvort menn séu sammála þessu lista Hagerty´s. [21.02]jsl


Lada og fleira sovéskt

Greinilega lítið vandamál að gera upp Lödur, ef það er að marka þessa síðu þar sem ýmislegt er að finna fyrir Lödur, bæði varahluti og teikningar. Á þessari síðu er einnig að finna ýmislegt fróðlegt um sovéska bíla almennt, bæði eldri og nýja. [20.02]jsl/jhs


Innheimta árgjalda

Um leið og við viljum þakka félögum góð skil á árgjöldum, viljum við minna þá sem eiga eftir að greiða, en vilja fá 2008 miða sendann með næstu Skilaboðum, að greiða greiðsluseðil fyrir lok þessarar viku, annars verða miðar sendir út næst með apríl Skilaboðum. Þess má geta að fjöldi félaga er kominn yfir 800, en Jón Halldórsson var sá sem náði að fá félagsnúmerið 800 endurvakið. [18.02]jsl


Þjónusta hjá Sigma Trading International

Sigma Trading International er í eigu Íslendings sem heitir Sigurður Jensson og fyrirtækið er búið að vera starfrækt í Norfolk Virginiu í 12 ár, meðal annarra sem eiga viðskipti við Sigma er Olís, N1, Brimborg og Dekkjalagerinn. Steinar Gíslason sem starfar hjá Sigma hafði samband við okkur og vildi benda fornbílafólki hér á landi á að þeir séu í góðri aðstöðu við að þjónusta Íslendinga við kaup eða flutning í Bandaríkjunum. Fyrirtækið er einnig í góðu sambandi við sérhæfða aðila sem höndla varahluti í fornbíla, "white-wall" dekk og fl. Öll íslensku skipafélögin hafa viðkomu í Norfolk svo að Sigma er í kjöraðstöðu við að aðstoða sína viðskiptavini sem hafa áhuga. [15.02]jsl

Sigma Trading International Inc.
5269 Cleveland Street
Virginia Beach VA. 23462
Tel:757-518-1700
Fax:757-518-8951Buick myndasíða

Á PreWarBuick.com er að finna myndir af Buick bílum frá 1901 til 1942. Einnig eru þar nokkrar greinar um bílana, þar á meðal skemmtileg grein um furðutæki sem var blanda af bíl og lest og var nefnt Galloping Goose. [14.02]jsl/gös


Úr gömlum blöðum

Oft er að finna skemmtilegt efni í gömlum blöðum og á þessari síðu er hægt að skoða greinar t.d. úr Modern Mechanix, Popular Mechanics, Science And Mechanics og fleiri blöðum. Þarna er t.d. skemmtilegt efni tengt bílum eins og hvernig skal leysa umferðarvanda með götum á tveimur hæðum, bílastæði sem eru eins og bretta-rekkar og fleira forvitnilegt. Á þessari síðu er auðveldlega hægt að eyða mörgum tímum í að skoða efni úr þessum blöðum og sjá hugmyndir fyrri ára, sem í mörgum tilfellum eru í góðu gildi í dag, eftir vissa þróun þó.[13.02]jsl/gös


Öðruvísi ferðalög

Ef ekkert spennandi er að finna á dagskrá hérlendra ferðaskrifstofa og manns eigin hugmyndir búnar, þá er upplagt að skoða ferðalag með erlendum aðilum sem sérhæfa sig í ferðalögum á eldri farartækjum og um leið sameina áhugamálið. Vintage Tours er breskt fyrirtæki sem er með ferðir bæði í Bretlandi og Evrópu sem eru farnar á gömlum rútum og jafnvel partur af ferðinni í gufulestum. Miðað er við litla hópa í hverri ferð stílað inn á rólega ferð. Fleiri aðilar sérhæfa sig í fornbílaferðum t.d. leigu á fornbílum og eins skipulagðar ferðir á sýningar eða viðburði. Grandstand Sports Tours Continental Car Tours [12.02]jsl/gösÞorrablótið

Síðasta föstudag var þorrablót FBÍ haldið í Árbænum. Fullbókað var á kvöldið en því miður komust ekki allir sem búa fyrir utan höfuðborgina vegna óveðurs, samt voru rúmlega 70 manns mættir þegar borðhald hófst, en húsið rúmar 90 í sæti. Eins og venjulega sá Siggi í Kjötsmiðjunni um mat og tóku gestir hraustlega til matar síns, en að borðhaldi loknu var smá happdrætti og önnur skemmtun. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og eins stærri myndir á lokuðu svæði fyrir félaga.[11.02]jsl


Íslensk fyrirsæta

Á dagatali Mustangs Unlimited prýða myndir af ýmsum Mustang bílum og í júní er að finna bíl sem við hérna heima þekkjum. Um er að ræða 1966 Mustang, ber númerið MIB, sem er í eigu Sigfúsar B. Sverrissonar. Ekki er hægt að segja annað en að bíllinn sómi sér vel þarna á milli þessara glæsilegu Mustanga. Dagatal Mustangs Unlimited. [08.02]jsl


Nýjar sýningargræjur

Nú hefur klúbburinn fjárfest í nýjum skjávarpa sem leysir þann eldri af hólmi. Leitað var til Nýherja vegna þessara kaupa, þar sem þeir hafa veitt klúbbnum góð kjör í gegnum tíðina og eins var það núna þar sem skjávarpi bauðst á góðum kjörum og með honum gaf Nýherji gagnamyndavél sem tengist við skjávarpann. Með þeirri græju opnast möguleiki á að varpa upp myndum beint úr bókum, sýna myndir úr albúmum eða prentað mál. Þakkar klúbburinn Nýherja fyrir góðan stuðning. [07.02]jsl


Ný viðbót á fornbill.is

Nú er búið að bæta við síðu þar sem varahlutasala klúbbsins verður. Byrjað verður smátt en bætt við jafnóðum og unnið er við endurskipulagningu varahlutalagers klúbbsins. Einnig verður þar auglýst þegar nýjar sendingar berast, en stöðugt bætist við á lager klúbbsins. Þegar er búið að raða saman kertalager og skipuleggja eftir tegund og númerum, um leið er sá lager vel aðgengilegur í skemmu 1. Unnið er núna í að koma platínum og öðrum kveikjuhlutum á sama stað og vel aðgengilegt. Eins og allt starf klúbbsins þá er þetta verk unnið í sjálfboðavinnu og þessi síða vinnst eftir þeim tíma sem menn hafa. Varahlutasala FBÍ [06.02]jsl


Sumardagskrá ferðanefndar 2008

Ferðanefnd Fornbílaklúbbsins hefur lagt fram dagskrá komandi fornbílasumars. Er hún birt hér með fyrirvara um breytingar, en nánari lýsing á hverri ferð verður birt í Skilaboðunum og á heimasíðunni þegar nær dregur. Alls verða farnar 15 ferðir og veittur verður verðlaunapeningur fyrir þátttöku í 10 ferðum eða fleiri.

1. ferð:
 
30. apríl:
Kvöldrúntur
2. ferð:
 
03. maí:
Skoðunardagur og vorferð
3. ferð:
 
14. maí:
Kvöldrúntur
4. ferð:
 
21. maí:
Aðalfundur Fornbílaklúbbsins
5. ferð:
 
28. maí:
Kvöldrúntur
6. ferð:
 
07. júní:
Skemmtidagur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum
7. ferð:
 
17. júní:
Þjóðhátíðarakstur
8. ferð:
 
27.-29. júní:
Landsmót Fornbílaklúbbsins
9. ferð:
 
06. júlí:
Fornbílasýning í Árbæjarsafni/fatadagur
10. ferð:
 
09. júlí:
Kvöldrúntur/gróðursetning
11. ferð:
 
18.- 20. júlí:
Helgar- og grillferð
12. ferð:
 
30. júlí:
Kvennarúntur
13. ferð:
 
27. ágúst:
Kvöldrúntur
14. ferð:
 
06. september:
Ljósanótt í Reykjanesbæ
15. ferð:
 
14. september:
Varahlutamarkaður á Esjumel

Núna er dagatal FBÍ að berast félögum í pósti þar sem fram kemur öll dagskrá klúbbsins á árinu 2008, en alls eru 68 dagar fráteknir fyrir áhugamálið. Einnig er dagatalið birt á heimasíðunni fornbill.is undir liðnum Starfsemi FBÍ, en þar verða nánari upplýsingar um hverja ferð, m.a. dagskrá og mætingartíma. Verða allar hugsanlegar breytingar á dagskránni færðar inn tímanlega. [04.02]jsl


Uppfærsla á félagaskrá

Búið er að innfæra þá nýja félaga sem hafa verið að bætast í hópinn um og eftir áramótin, ásamt bílum þeirra ef þær upplýsingar hafa legið fyrir. Einnig er búið að setja dráttarvélar og vörubíla/rútur á sér síðu í bílaskrá. Með því ætti að vera auðveldara að finna þau tæki án þess að fletta í gegnum allt stafrófið. Um leið viljum við minna félaga á að senda inn myndir, ef þær vantar, við þeirra skráningu og sérstaklega að senda inn skráningu og mynd yfir eign á öðrum tækjum en bílum, t.d. dráttarvélum, vörubílum, rútum, mótorhjólum eða öðrum forntækjum sem eru á hjólum. Skráningarform [01.02]jsl