Eldri fréttir - Janúar 2008

Skemmtilegar myndir

Á þessari síðu er að finna póstkort með bílamyndum, bæði frá söfnum og öðrum aðilum. Hægt er að kaupa þessi kort en gaman er að skoða þessar myndir og þá lesningu sem er aftan á þeim, sem eru stundum upplýsingar um viðkomandi bíla eða skilaboð frá verkstæði eða söluaðila. [31.01]jsl/gös


Techno Classica Essen 2008

Nú eru rétt tveir mánuðir í Techno Classica sem er haldin í Essen Þýskalandi, dagana 26. til 30. mars. Á þessari síðu er að finna helstu upplýsingar um sýninguna og ferðamöguleika. Eitthvað er um að menn fari á þessa sýningu, allavega er vitað um ca. 10 manna hóp sem fer í ár, en lítið hafi verið gert hjá ferðaskrifstofum hér á landi að skipuleggja ferðir á þessa sýningu eða aðrar, reyndar virðist vera lítill áhugi hjá þeim að búa til aðrar ferðir en þær sem snúast um bolta fyrir utan einstaka formúluferðir. [30.01]jsl


Gamlar trukkamyndir

Bílamyndir finnast á ýmsum stöðum á netinu og á síðu Chris Hodge Commercial Ltd, sem selur notaða sendi og vörubíla í Bretlandi, er að finna mikið af myndum af gömlum vörubílum. Mikið af myndunum eru af breskum tegundum, en þarna er að finna ýmsar tegundir og mörg sérkennileg tæki fyrri ára. Þarna er einnig að finna myndir, eldri og nýrri árgerðir, frá ýmsum trukkasýningum. Að lokum eru ýmsar myndir sem hafa verið sendar inn frá ýmsum stöðum. [28.01]jsl/gös


GM 100 ára á þessu ári

Þar sem stutt er í 100 ára afmæli GM á þessu ári er ýmislegt efni að finna á síðu GM t.d. yfirlit yfir sögu GM og bíla þeirra. Þar er einnig sér síða sem er tileinkuð umræðu og hugmyndum fyrir næstu 100 árin! Ekki geta margir bílaframleiðendur státað af svona löngum starfstíma, en eitthvað um 1000 fyrirtæki voru stofnuð til bílaframleiðslu fyrir 1927 og af þeim voru rétt um 200 sem komu með bíla á markað sem seldust eitthvað af ráði. Eins og flestir vita þá er GM ekki bara eitt merki heldur hefur bæst í hópinn í gegnum árin, og var það helst á fyrstu árum GM sem mörg þeirra runnu inn í þessa samsteypu, sum merki hurfu fljótt en önnur lifa ennþá í dag. [25.01]jsl


Prague Classic Car Centre

Þessir aðilar eru með fornbíla til sölu í Prag og eða sjá um að finna fornbíla fyrir áhugasama, eða svo er allavega að skilja á heimasíðu þeirra, en enska virðist ekki vera alveg þeirra annað mál. Þarna inn á milli er að finna eðalbíla sem eru orðnir sjaldgæfir og kosta þeir örugglega sitt, en lítið er að finna um verð á þessum bílum, en ef áhugi er þá er stutt til Prag og lítið mál að skreppa þangað til að skoða og ganga frá kaupum. Prague Classic Car Centre. [24.01]jsl/gös


Tafir í útsendingu árgjalda

Smá tafir hafa orðið á útsendingu greiðsluseðla vegna árgjalda 2008, seðlar munu verða sendir út í þessari viku. Stutt er í að félagar klúbbsins verða orðnir 800 og í tilefni þess mun sá sem nær því marki, fá númerið 800 en ekki er nema ár síðan númerið 700 var endurvakið í samskonar tilefni, almennt er áframhaldandi númer notuð fyrir félagsskrá. [21.01]jsl


Krambúð klúbbsins á netinu

Nú er hægt að sjá á fornbill.is þær vörur sem eru til í Krambúð FBÍ. Ásamt yfirliti vara er hægt að sjá stærri mynd af viðkomandi vöru og verð. Til að panta er hægt að fylla út pöntunarform eða hafa samband við Krambúðarstjóra og fá viðkomandi vörur sendar í póstkröfu eða nálgast þær í Árbænum við næsta tækifæri. Nýjum vörum verður bætt við jafnóðum og þær bætast við í Krambúðina svo að þetta fyrirkomulag ætti að henta vel fyrir þá félaga sem eiga ekki tök á að nálgast vörur úr Krambúð í keyrslum eða á stærri viðburðum, en sérstaklega er þetta gert til hagræðis fyrir landsbyggðarfélaga. [18.01]jsl


Tatra síða

Í Bretlandi er klúbbur tileinkaður Tatra bílum og trukkum bæði eldri og nýjum. Á heimasíðu þeirra er að finna ágætis yfirlit yfir heima Tatra bíla og myndir af bílum félaga. Einnig er þarna tenglasíða með ýmsu efni tengt Tatra. Þó nokkuð er til af eldri Tatra bílum og er hægt að sjá Tatra bíla á flestum söfnum og sýningum. Mestu athygli vekur yfirleitt T87 með sinn ugga, en eins er gaman að skoða stærri bílana. Það væri nú gaman að fara að sjá Tatra hérna á götunni sérstaklega þar sem menn hafa verið duglegir undanfarið að koma með ýmsar tegundir sem hafa lítið verið hér. [17.01]jsl/gösTil sölu í Færeyjum

Vorum að frétta af tveimur eldri Chevrolet bílum sem eru til sölu í Færeyjum. Annar er frá 1930 en hinn frá 1952, sá fyrri hefur verið í Danmörku en hinn kom frá Svíþjóð. Báðir eru víst í toppstandi. Verðhugmynd er 1400 þús. fyrir 1952 bílinn og 1650 þús. fyrir 1930 bílinn. Hægt er að hafa samband við Heini á Borg heini@bilrokt.fo og í +298 568888. [16.01]jslVetrarstarf bílageymslu og varahlutanefndar

Nú er byrjað á vinnu við að taka til og yfirfara varahlutalager klúbbsins, en það verk verður ekki gert yfir eina helgi. Búið er að færa geymslugáma aftur á sinn stað en þeir voru færðir frá vegna jarðvinnu í kringum húsin. Búið er að setja ljós í gámana og er byrjað að taka til í þeim og flokka. [15.01]jsl


Grein um dráttarvélar

Í Bændablaðinu frá árinu 2006 er að finna góða grein um dráttarvélasafn Friðjóns Árnasonar, stundum kenndur við Kistufell í Lundarreykjadal, en hann lést árið 2004. Það er óþarfi að endursegja þessa grein en hún fjallar um nokkrar tegundir dráttarvéla sem eru lítt þekktar af yngri kynslóðum. Bændablaðið farið á bls. 16. [14.01]jsl/gös


Bílapúsl

Allir hafa einhverntíman púslað og margir nota það til að drepa tímann eða halda huganum við og finna sér um leið róandi leið til að kúpla sig úr daglega stressinu. Fyrir þá sem hafa áhuga á púsli er upplagt að blanda því og bílaáhugamálinu saman með bílapúsli. Hjá missouripuzzle.com er hægt að fá ýmis púsl með myndum af bílum, traktorum og fl. eins er hægt að fá púsl af sínum bíl eftir hvaða mynd sem er hjá positivelypuzzled.com, en það getur verið skemmtileg gjöf til vina. [11.01]jsl/gös


Studebaker síða

Gary Ash í Dartmouth, Massachusetts, er mikill Studebaker áhugamaður. Á heimasíðu hans er að finna upplýsingar um núverandi og fyrrverandi bíla hans, myndir af bílunum, uppgerð og annað. Þarna eru líka tenglar vegna Studebaker bíla. (Mæli með að lækka hljóðið meðan síðan er skoðuð) www.studegarage.com [09.01]jsl/gösGerlach-bíllinn kominn til landsins

Þau tíðindi hafa gerst að einn af merkilegustu bílum Íslandssögunnar, Mercedes Benz árgerð 1937, hefur verið keyptur til landsins frá Bandaríkjunum, þar sem hann hafði dvalið í yfir 35 ár. Fjallað var um bílinn, sem kenndur er við Werner Gerlach aðalræðismann Þjóðverja á Íslandi, í síðasta Fornbíl, félagsriti klúbbsins, en þar vottaði fyrir þeirri frómu ósk að bíllinn ætti afturkvæmt til Íslands. Síðasta haust rættist svo draumurinn þegar þrír fornbílamenn héldu vestur um haf í umboði félaga okkar Jóhannesar Kristinssonar og keyptu bílinn af fyrri eigendum, Rudi og Joan Kamper, sem búa í bænum Berea nærri Cleveland í Ohio-ríki.. Ætlunin er að Gerlach-Benzinn verði eitt af djásnum Fornbílasafns Íslands sem nú er í byggingu í Elliðaárdalnum. [07.01]jsl/ös


Hemmings Auto Blogs

Svokallað "blog" hefur orðið mjög vinsælt á netinu á síðustu árum, hvort sem viðkomandi aðilar eru að röfla um fréttir á mbl.is eða fjalla um hvað hafi verið í matinn á heimilinu. En blog er hægt að nota líka á fræðandi hátt eins og þegar fólk heldur úti ferðasögum eða álíka. Á heimasíðu Hemmings er að finna blog og er það meira sem sambland af fréttum, fræðslu og svo bara almennt efni um bíla. http://blog.hemmings.com/ [04.01]jsl