Eldri fréttir - Október 2007


London to Brighton rallið

Um næstu helgi verður þessi vinsæli viðburður haldinn og byrjar dagskrá helgarinnar með sýningu 100 bíla í Regent Street á laugardeginum. Aðal dagurinn er síðan á sunnudeginum þegar rallið hefst í Hyde Park kl. 07, en 530 bílar hafa verið skráðir í ár. Eins og þeir sem þekkja til þessa viðburðar, þá eru eingöngu bílar eldri en 100 ára sem fá að taka þátt, en rallið er til að halda upp á lok þess tímabils þegar bílar voru skyldaðir til að hafa gangandi mann á undan með rautt flagg til að aðvara aðra vegfarendur. Hérna er hægt að sjá meira um rallið, en fyrir þá sem verða í London þessa helgi er tilvalið að kíkja á startið. [31.10]jslTrukka myndir

Blaðið "Old Time Trucks" fjallar auðvitað aðallega um gamla trukka, og þar sem það er Bandarískt þá er áherslan á trukka þaðan. Á heimasíðu þeirra er að finna myndir frá trukka sýningum og samkomum, en þar hafa einnig verið að mæta pallbílar og eldri bílar með beltabúnaði og fleiri tæki. [30.10]jslFrá laugardagskvöldinu

Haustfagnaður var haldinn síðasta laugardag í Árbæjarsafninu. Að venju skemmtu félagar sér saman fram á nótt, en boðið var upp á léttan kvöldverð. Trúbatorinn Sigurjón sá um söng ásamt ýmsum félögum sem tóku lagið með honum. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu og eins stærri og fleiri fyrir félaga. [29.10]jsl


Opið hús

Í gærkvöldi voru ferðaverðlaun, fyrir mætingar síðasta sumar, afhent. Eftir kaffihlé var síðan myndasýning frá ferðum sumars til upprifjunar og eins fyrir þá sem ekki komust í viðkomandi ferðir. Hérna er hægt að sjá myndir frá afhendingu verðlauna, en Einar Gíslason, formaður Ferðanefndar, og Þorgeir Kjartansson sáu um afhendingu. [25.10]jslCJ-3A uppgerðarsíða

Margir eru farnir að halda úti síðum um uppgerðir sinna bíla og hérna er ein slík um 1950 Jeep CJ-3A. En fyrir utan að geta séð þessa uppgerð, þá er mikið magn af upplýsingum að finna þarna, t.d. yfirlit yfir ítarlegri liði vegna uppgerðarinnar og upplýsingar, listi yfir ýmsa eigendur CJ-3A og margt fleira á aðalsíðu. [24.10]jsl/gös


Góð AMC síða

Cascade Rambler Club heldur úti góðri síðu um þá bíla sem hafa komið frá ýmsum bílamerkjum sem féllu meira og minna undir American Motors Corporation. Í gegnum tíðina, vegna samruna og flókina tengsla, voru margar tegundir sem AMC eignaðist, meðal annarra Rambler, Hudson, LaFayette og Nash, sumar hurfu fljótt en aðrar lifðu í smá tíma. Þó að sum merkin hafi gengið vel fyrir samruna, þá var oft talið að ekki væri pláss fyrir þá framleiðslu og önnur dóu bara út. Nokkrar tegundir sem komu frá AMC náðu aldrei vinsældum, bæði vegna þess að þær voru ekki á réttum tíma, t.d. Javelin, og eins aðrar sem markaðurinn vildi bara ekki, t.d. Gremlin og Pacer. Hvað sem fólki finnst um bíla frá AMC þá er þetta stór kafli af bílsögunni og sem betur fer eigum við hér á landi marga góða fulltrúa þessara tegunda. [22.10]jsl/gös


Japanese Classic Car Show

Síðasta miðvikudag sáum við heimildarmynd um uppgang bílaframleiðslu Japana en á Long Beach, Kalíforníu, hefur verið haldin sýning síðustu 3 ár sem er tileinkuð Japönskum bílum. Sýningin í ár var haldin í byrjun október og eru ekki ennþá komnar myndir frá þeirri sýningu, en myndir frá 2006 og 2005 er hægt að sjá. Þarna eru mættir margir sjaldgæfir bílar í USA og eins bílar sem við erum ekki vanir að sjá. [19.10]jsl


Hot-Rod myndir

Á þessari síðu er að finna myndir frá samkomum og sýningum Hot-Rod bíla. Margir af þessum bílum eru algjör listaverk og mikill tími sem hefur farið í að gera þá upp. Þarna er líka liður þar sem fólk hefur sent inn myndir af sínum bílum ,og listi yfir aðila sem selja ýmsar vörur til uppgerðar þessa bíla. [18.10]jsl/gös


Chevys í Texas

Dallas Classic Chevys er klúbbur í Texas og eins og nafnið bendir til þá er þetta klúbbur í kringum Chevrolet, og aðeins 1955 til 1957. Nokkuð mikið af myndum er þarna frá samkomum þeirra en einnig eru þarna tenglar á Chevy síður. Í hverjum mánuði er einn bíll tekinn fyrir með myndum og ítarlegri frásögn um bílinn og sögu hans, og er hægt að skoða til baka þá bíla sem hafa verið teknir fyrir. [17.10]jsl/gösBuick Riviera "Boattail"

Eins og oft verður þegar óvenjulegt útlit er á bíl, þá skipast menn í flokka og annað hvort verða hrifnir eða ekki. Þessi bíll er kannski ekkert svo mikið öðruvísi en aðrir frá þessum tíma þegar horft er beint framan á hann, en um leið og horft er á hlið, og sérstaklega að aftan, þá kemur í ljós að þetta er bíll sem er ekki líkur neinum öðrum. Sama hvað mönnum finnst þá er ekki hægt að neita því að það er eitthvað við" Boattail-inn". Hérna er skemmtileg síða fyrir þá sem heillast af þessari tegund, mikið af myndum, upplýsingum, sögu og annað, einnig eru þarna bílar til sölu, allir "Boattail" auðvitað. [15.10]jsl/gös


Eitthvað fyrir helgina

Þegar verið er að gera kvikmyndir eða þætti sem þarfnast bíla er tilheyra viðkomandi tímabili, þá leita framleiðendur til sérstakra fyrirtækja eða klúbba, eins og þegar er haft samband við okkur. Svona leigur eru víða um heim, en einna mest í Bandaríkjunum og Bretlandi. Hérna eru tvær síður sem sýna part af þeim tækjum sem hægt er að leigja fyrir þennan iðnað, og reyndar á annarri þeirra eru nokkrir af bílunum til sölu. Í lokin er hérna síða sem er með léttri getraun um kunnáttu manna um sögu fornbíla og önnur um merki bílaframleiðenda, undirritaður fékk 8 af 10 í báðum og gefur ekki upp hvað var vitlaust! [12.10]jslHeimsókn í Kraftvélar

Í gærkvöldi heimsóttu félagar vinnuvéla fyrirtækið Kraftvélar í Kópavogi. Starfsemi Kraftvéla bæði hér heima og í Danmörku var kynnt og farið yfir sögu þess. Félagar fengu um leið innsýn í þennan heim stórra tækja og ótrúlegt hvað tæknin er orðin mikil í vinnuvélum. Eftir að Björn Jónsson, framkvæmdastjóri, hafði lokið sinni tölu var félögum boðið til veitinga og um leið gátu félagar rætt betur saman og auðvitað voru sögur af tækjum og bílum ofarlega.[11.10]jsl


Árin líða

Í blaði klúbbsins árið 1986 var smá grein undir liðnum "Skyggnst um í skúrum" um Hudson Jet árgerð 1954, sem hafði ekki verið í notkun síðan 1966. Farið er í greininni um sögu bílsins og rætt við eiganda, Guðgeir Ólafsson. Í mörg ár stóð til að klára uppgerð sem hófst árið 1966, en þegar þessi grein var skrifuð árið 1986 var ekki lengra komið en fram kemur, og stóð til að selja bílinn. Ekki varð af sölu og næstu árin stóð bíllinn áfram, þar til núna þegar barnabarn Guðgeirs, Hrund, hefur samband og er nú eigandi bílsins og hefur hug á að selja hann. Sem sagt, bíllinn er á sama stað og í sama ástandi og árið 1986 og er til sölu. Hægt er að hafa samband við Hrund í 8207161 og á hrund@internet.is [10.10]jsl


Huff Report

Á þessari síðu er að finna myndir frá ýmsum fornbíla samkomum og sýningum. Síðan virkar kannski ekki spennandi í fyrstu, en við hverja frétt er linkur á myndir og þetta er upplögð síða til að eiga í safninu og kíkja á þegar tími gefst til. Einnig er þarna ágætis tenglasafn með efni bæði um bíla og ýmislegt annað. [08.10]jsl


Jeds Jeep

Á þessari síðu er að finna nokkrar myndir af jeppum Jeds nokkurs, en þar sýnir hann aðeins frá uppgerð jeppa sinna. Einnig er hérna önnur síða sem sýnir herjeppa sem vinur Jeds á. Að lokum er stór síða um herjeppann en þar er að finna upplýsingar um þá, meðal annars skrá yfir seríalnúmer þeirra, partasölu og fl. [05.10]jsl/gösBílabíóið í gærkvöldi

Um 30 fornbílar voru mættir á bílabíó sem var haldið á vegum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í gærkvöldi í stóra flugskýlinu á Keflavíkurflugvelli. Mikil aðsókn var almennt á myndina American Graffiti, sem var sýnd á tveimur tjöldum í skýlinu og eins á vegg úti við. Nokkrir tækniörðugleikar komu upp við sýningu, en þetta er nú heldur ekki á hverjum degi sem svona bíó er sett upp, en allavega virtist fornbílafólk hafa gaman af þessu uppátæki. [04.10]jsl


Soffía í hús

Síðasta vetur fjallaði Morgunblaðið um Soffíu, sem er fjallabíll með mikla sögu og var þá rætt við Guðna Sigurjónsson, annan eiganda og einn af smiðum Soffíu. Allt leit út fyrir að dagar Soffíu enduðu eins og margra annarra rútubíla að grotna niður og með gleymda sögu. En eftir umfjöllun Mbl. vaknaði áhugi manna að bjarga henni og núna er hún komin í hús hjá Jóni Friðriki Jónssyni á bænum Hvítárbakka. Hérna er hægt að lesa nánar um Soffíu og eins sjá myndband um flutning hennar. [03.10]jsl