Eldri fréttir - September 2007

Módelbílar

Hérna er eitthvað til að gramsa í um helgina fyrir þá sem safna módelbílum. Þó svo ekki sé verið að safna, þá eru margir sem vilja eiga til módel af sínum bíl eða jafnvel draumabílnum. Á þessum síðum er að finna mikið úrval módela í ýmsum stærðum, annað fyrirtækið er á Ítalíu og hitt á Englandi. Þó svo að það sé ekki áhugi að panta á netinu þá er upplagt að bara skoða og prenta út óskalista til að hafa með í næstu utanlandsferð. www.carmodel.net www.minimodelcars.co.uk [28.09]jsl/gös


The Great Race 2008: New York to Paris

Hjá okkur hefur verið áður fjallað um hinn mikla kappakstur sem var farinn um heiminn árið 1908, en undirbúningur fyrir samskonar keppni fyrir árið 2008 er á fullu í undirbúningi. Þegar hafa 23 bílar verið skráðir í þessa keppni, sá elsti frá 1904 og nýjasti frá 2007. Keppnin hefst í New York og endar í París og er um 35000 km löng. Keppninni er skipt upp í nokkur stig og er hægt að taka þátt í parti hennar. Í ár var haldin svipuð keppni um þver Bandaríkin, þar sem fyrst og fremst fornbílar tóku þátt í, en um 60 bílar kláruðu þá keppni. Hérna er hægt að sjá allt um þessi keppni á næsta ári. [27.09]jslOld Car Festival

Nýlega voru rúmlega 600 antíkbílar mættir í Greenfield Village, þar sem Henry Ford safnið er, til að taka þátt í 57 Old Car Festival. Eigendur bíla óku síðan framhjá nokkrum sérfræðingum sem gáfu bílum atkvæði, en verðlaun voru veitt eftir flokkum á árgerðum bíla. Fleira var á dagskrá þessa helgi og þar á meðal bílasýning, varahlutamarkaður, reiðhjóla sýning og leikir (á gömlum hjólum auðvitað). Hérna er hægt að sjá myndir frá þessari sýningu og eins að sjá meira um Henry Ford safnið og Greenfield Village. [26.09]jsl


WheelsTv

Eins og nafnið á þessari síðu gefur til kynna þá er að finna þar ýmiskonar myndbrot sem tengjast bílum. Meðal efnis eru kaflar um eldri bíla, besta úr Top Gear, um trukka, frá sýningum og margt fleira. Kannski ekki mælt með að skoða allt efnið í einu, en ágæt síða til að grípa í þegar rignir og ekkert annað hægt að gera. WheelsTv. [25.09]jsl/gösMyndir frá varahlutadegi, þó seint sé

Þar sem undirritaður var erlendis þegar seinasta ferð sumars, og um leið varahlutadagur, var haldinn, þá hefur ekki verið tími til að koma inn myndum frá þessum degi. Þó að veður hafi verið rysjótt fyrir þennan dag, þá fengu gestir á Esjumelnum fínasta veður og var mæting með mesta móti á þessum degi. Eins og venjulega voru geymslur klúbbsins á Esjumel opnar fyrir félaga og gesti og var boðið uppá kaffi og vöfflur. Á þessum degi er einnig gott tækifæri til að gramsa í varahlutalager klúbbsins, en félagar höfðu einnig gott tækifæri til að skoða þær geymslulyftur sem er verið að setja upp í skemmu 3 og um leið verður hægt að bæta við um 16 til 17 stæðum til viðbótar í geymslum klúbbsins. Um helmingur af lyftunum eru komnar upp, en allt er þetta unnið í sjálfboðavinnu og þarf að vinnast eftir þeim tíma er menn hafa aflögu. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og eins stærri myndir á lokuðu svæði fyrir félaga.[21.09]jslVauxhall

Kevin Morgan er með nokkuð góða síðu um sögu Vauxhall, allt frá því hvaðan merkið Vauxhall kemur frá, til ársins 1957. Vauxhall er vel þekkt merki í Bretlandi og í dag eru það sömu bílar og eru þekktir hér sem Opel. Síða Kevin´s er ágætis lesning um frægt merki og er alltaf gaman að lesa um þessa fyrstu framleiðendur bíla, en oft vill gleymast að bíllinn er ættaður frá Evrópu og margar tegundir komu og fóru í gegnum árin og því miður þá er of oft horft vestur um haf til að ná í eldri bíla. En kannski er það svo sem ekki skrítið þar sem bílar þar voru framleiddir í miklu meira magni og eru auðfáanlegri í dag. [20.09]jsl/gösMotoring Picture Library

Í bílasafninu í Beaulieu er til mikið myndasafn af bílum, allt frá fyrstu árgerðum til nýrri bíla. Þessar myndir er hægt að kaupa ásamt auglýsingamyndum og aðrar sem tengjast bílum. Undirritaður og Þorgeir Kjartansson voru staddir í Beaulieu þá helgi í september sem varahlutamarkaðurinn var haldinn, í steikjandi hita, en þar voru um 2000 sölutjöld með ótrúlegustu hluti. Auðvitað var safnið og svæðið allt skoðað og verða myndir frá þessari ferð sýndar eitthvert kvöldið í vetur. [19.09]jsl


50 verstu mistök bílasögunnar

Dan Neil sem er bílagagnrýnandi hjá Los Angeles Times hefur tekið saman lista yfir 50 verstu bíla í gegnum árin, allt frá þeim fyrsta til dagsins í dag. Pétur F. Ottesen sendi okkur ábendingu um þessa grein, og eins og hann bendir á þá er auðvitað verið að taka saman á skemmtilegan hátt hvað margt hefur komið fram í bílasögunni sem var auðvitað dauðadæmt strax, en annað eru rándýrir safngripir í dag. Grein Dan Neils. [17.09]jsl/pfo


"Muscle cars" í Suður-Afríku

Kannski ekki alveg þeir bílar sem við tengjum við "muscle cars" en sinn siðurinn er í landi hverju og eflaust eru þetta hinir bestu bílar. Þarna er reyndar kunnuglegt nafn, Barracuda, en með viðbótinni Valiant. Samskonar og Plymouth Barracuda, en settur saman í Suður-Afríku. Meira á www.africanmusclecars.com [14.09]jsl/gös


Flutningaþjónusta fyrir fornbílamenn

Nú hefur Rúnar Sigurjónsson, formaður bílageymslunefndar Fornbílaklúbbsins, og fyrirtæki hans Bílaflutningar, fjárfest í nýlegum Mercedes Benz bílaflutningabíl sem koma mun til landsins í september frá Þýskalandi. Nú geta félagar í Fornbíla-klúbbnum fengið flutning á fornbíl sínum til og frá bílageymslunum við Esjumel á 6225 krónur (þ.e.a.s. innan höfuðborgarsvæðisins) og renna 1000 kr. af þessu gjaldi til klúbbsins. Auk þess býður Rúnar upp á hverskonar flutning á bílum og öðrum hlutum, enda verður bíllinn útbúinn til fjölbreyttra flutninga. Síminn hjá Bílaflutningum er 552-5757 og heimasíðan er bilaflutningar.is. [13.09]jsl


Vetrardagskráin að hefjast

Miðvikudagskvöldið 12. september hefst vetrardagskráin formlega í Árbænum. Opið verður milli kl. 20.30 og 23.30 og líkt og síðasta vetur verður kaffi á könnunni, en hægt verður að kaupa öl og gos. [11.09]jslNýjar geymslulyftur að Esjumelum

Fornbílaklúbburinn hefur í samvinnu við ET flutt inn 20 vandaðar bílageymslulyftur frá Bandaríkjunum sem ætlað er að mæta aukinni eftirspurn eftir geymsluplássi hjá klúbbnum. Þessar lyftur eru sérhannaðar fyrir bílageymsluhúsnæði og verður meirihluti þeirra settur upp í húsi þrjú, sem er yngsta og stærsta bílageymsluhúsið. Samstarfsaðili Fornbílaklúbbsins, Skeljungur, hefur af miklum rausnarskap gefið klúbbnum 240 lítra af T32-glussa sem þarf til að gera lyfturnar starfhæfar. Er það von bílageymslunefndar að með tilkomu þessara 20 lyfta megi bæta úr brýnni þörf og biðlistar eftir geymsluplássi heyri nú brátt sögunni til. [10.09]ös


Myndir frá Brooklands

Rákumst á nokkrar myndir sem Logi Már Einarsson í 4x4 hafði tekið síðasta sumar á Brooklands, en þar var um leið keppni á gömlum kappakstursbílum. Alltaf gaman að fá myndir frá svona atburðum sem menn kíkja á þegar verið er að ferðast. [05.09]jsl/gösLjósanótt

Mikil rigning og rok var þegar bílar voru að safnast til Keflavíkur, en stytti upp tímanlega fyrir keyrsluna í gegnum Hafnargötuna. Fremst fóru mótorhjólin, síðan jeppar og svo bílar og var síðan öllum farartækjum stillt upp til sýningar við SBK planið og á grasbala þar fyrir framan. Um 100 bílar voru þarna mættir af öllum gerðum, allt frá 1930 Ford A Coupe til 2006 Mustang. Eftir sýningu fóru margir heim til Magga og Jóhönnu þar sem grillað var en seinna um kvöldið fór hópurinn niður í bæ til að taka þátt í kvölddagskránni og sjá flugeldasýninguna. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og eins stærri myndir á lokuðu svæði fyrir félaga.[03.09]jsl