Eldri fréttir - Ágúst 2007


Gærkvöldið

Í gærkvöldi var fyrsti rúnturinn farinn frá nýja húsinu okkar við Rafstöðvarveg. Þrátt fyrir blautviðri var góð mæting eldri bíla, en kvöldið byrjaði með skoðunarferð um húsið og var mikið spáð í nýtingu þess og væntanlega starfsemi okkar þar. Næsta skref í byggingamálum er að koma þaki á húsið, en nánast er búið að semja um þann verkþátt og núna er einnig unnið í tilboðum vegna glugga og hurða og verður þá búið að loka húsinu. Kvöldið endaði síðan með stuttum rúnti að Ísbúðinni Fákafeni þar sem öllum var boðinn ís af Ísbúðinni og Ferðanefnd, enda einn besti ísinn þar á boðstólum. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og eins stærri myndir á lokuðu svæði fyrir félaga.[30.08]jslSunnudagurinn

Tæplega 20 félagar mættu með bíla sína til sýningar á hátíðina "Í túninu heima" sem var haldin í Mosfellsbæ um helgina, en litlu fleiri hefðu komist þar fyrir, þar sem plássið leyfði ekki stóra sýningu bíla. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og eins stærri myndir á lokuðu svæði fyrir félaga. [27.08]jslKvennarúnturinn

Í gærkvöldi var í annað sinn sérstakur kvennarúntur, en þá taka stelpurnar yfir bílana og taka rúntinn. Þrátt fyrir rigningu voru 36 bílar mættir í Árbæinn og rúmlega helmingur þeirra með kvenbílstjóra. Var síðan farið léttan rúnt frá Árbænum niður í miðbæ og þaðan út í Kópavog, þar sem öllu kvenfólki, sem var með í för, var boðið í kaffi af klúbbnum á Amokka Hlíðarsmára. Þessi rúntur er örugglega kominn til að vera, þar sem hann hefur heppnast vel og mæting kvenna verið góð. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og eins stærri myndir á lokuðu svæði fyrir félaga. [22.08]jslTrukkarúntur

Laugardaginn 18. ágúst fóru nokkrir félagar saman austur að Sólheimum í Hrunamannahreppi á nokkrum öldnum vörubílum. Var ekið sem leið lá um Mosfellsheiði til Þingvalla en þaðan var ekið með Þingvallavatni að Ljósafossvirkjun niður Grímsnes í Þrastarlund, þar sem menn snæddu hádegisverð, ekið upp Grímsnes upp að Flúðum og þaðan að Sólheimum þar sem félagi okkar Jóhann Kormáksson tók á móti okkur.
Jóhann sýndi okkur "jardinn" sinn, og síðan voru þegnar veitingar eins og þær gerast bestar í sveitinni. Eftir gott kaffisamsæti þar sem ýmislegt var skrafað, bauð Jóhann okkur að skoða nýja fjósið á bænum sem er allt hið glæsilegasta. Var þetta hin besta ferð í blíðskaparveðri og góðum félagsskap og ferðafélagar vilja þakka Jóhanni fyrir frábærar móttökur. Myndir frá deginum. [22.08]þkCaroholic

Eins og nafnið á þessari síðu bendir til þá er viðkomandi djúptsokkinn í fornbílaveikina. Þarna eru listaðir þeir bílar sem hann á núna og er saga hvers fyrir sig með nýjustu færslur um hvert verkefni efst. Einnig er langur listi yfir bíla sem hann hefur átt. Spurning er hvort hann fari á fundi hjá CA (Caroholics Anonymous), en almennt held ég að fornbílafólk vilji ekkert reyna að venja sig af þessu, öfugt við margt annað sem fólk fellur fyrir. [17.08]jsl
Volvo rúntur

Í gærkvöldi mættu nokkrir Volvo eigendur með bíla sína á rabbkvöldið og fóru síðan rúnt um bæinn. Því miður er alltof lítið um að menn taki sig saman, t.d. á eins tegundum eða árgerðum og mæti í Árbæinn og fari síðan rúnt um bæinn, eina sem þarf er að einhver taki að sér að hringja í menn og boða rúnt. Í þetta skiptið var fjölbreyttur hópur Volvo sem mætti og í lok rúntsins bættist við ein Volvo frá lögreglunni sem var skemmtileg viðbót. [16.08]jsl


Mercedes-Benz 220SE Coupe uppgerðarsíða

Nú er félagi okkar Rúnar Sigurjónsson að vinna að nýju verkefni sem er jafnframt allt fært til sögu á netinu, eftir því sem verkið vinnst. Núna er 1963 Mercedes-Benz 220SE Coupe sem er tekinn í gegn, en síðast var það 1955 Mercedes-Benz 180. Fyrir utan að vera skemmtileg síða til að fylgjast með gangi uppgerðar þá er eflaust eitthvað sem er hægt að læra af svona síðu um framkvæmd uppgerðar. www.stjarna.is/1963 [15.08]jslNúmer á módelbílana

Ef maður vill hafa allt hárrétt þá verða módelbílarnir að hafa alvöru númer, og á þessari síðu er hægt að útbúa númer sem hentar, prenta út og síðan setja á bílinn. Númerin sem eru í boði eru reyndar frá löndum Evrópu og svo Kaliforníu númer, en auðvelt er að ímynda sér þýsk númer á Benz, bresk á MG, ítalskt á FIAT og svo framvegis. Hvert merki kostar 1 Evru og hægt er að velja fyrir hvaða stærð sem er af módeli, línufjölda á númeri, texta á ramma og fl. Svo verðum við bara að bíða og sjá hvort einhver taki sig til og útbúi eitthvað svipað til að gera steðjanúmer í réttum stærðum. [14.08.]jsl/rsFatadagur í gær

Fatadagur hófst með mætingu félaga hjá ET þar sem boðið var í morgunkaffi, en að þvi loknu var farið í góðan rúnt um Kópavog. Keyrslan endaði síðan í Árbæjarsafni, en í tilefni af 50 ára afmæli safnsins var fatadagurinn haldinn þar í samvinnu við Árbæjarsafn. Eftir að bílum hafði verið raðað upp inn á milli húsa safnsins voru grillaðar pylsur fyrir félagana og gesti þeirra, en seinni partinn var kaffi og meðlæti í boði safnsins. Dagurinn endaði síðan með samkeyrslu frá safninu niður í miðbæ. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu , og eins stærri myndir á lokuðu svæði fyrir félaga. [13.08]jslRúntur og heimsókn

Í gærkvöldi var aukarúntur þar sem áherslan var á mætingu smábíla og jafnframt var farið í heimsókn í húsnæði þar sem Vélsmiðjan Steðja var á sínum tíma við Skúlagötu, en Steðja framleiddi meðal annars gömlu númeraplöturnar sem almennt eru kallaðar Steðjaplötur í dag. Þrátt fyrir að fleiri eigendur smábíla hefðu mátt láta sjá sig var góð mæting, einn MG alla leið frá Englandi mætti líka, var síðan léttur rúntur tekinn niður í bæ þar sem Guðný Sveinbjörnsdóttir, einn af núverandi íbúanda í húsnæðinu, tók á móti félögum með glæsilegum veitingum, en Guðbjartur Sigurðsson, Rudolf Kristinsson, Raggi Geirdal og Stjáni Meik rifjuðu síðan upp sögu Steðja og sögðu frá ýmsu frá þessum árum. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu , og eins stærri myndir á lokuðu svæði fyrir félaga. [09.08]jslTrojan bílar

Eflaust ekki margir sem þekkja þessa bíla en þeir voru framleiddir í London af The Trojan Company. Litlir og sérkennilegir bílar sem voru með öllum búnaði af einföldustu gerð og þar á meðal vél sem var 1,5 lítra og hámarkshraði var 50km. Trojan var einn af ódýrustu bílum sem var hægt að fá í Bretlandi, og voru þeir vinsælir meðal presta þar sem ekki var neinn íburður í þeim. Þeir þóttu líka ódýrir í rekstri, "ódýrara en að ganga" var notað í auglýsingum um þá. Hérna er hægt að lesa meira um sögu þessa bíls, en þeir eru margir ennþá í fullu fjöri. [08.08]jsl


Fyrir næstu verslunarmannahelgi

Þeir sem höfðu ekki tök á að ná sér í viðlegubúnað yfir helgina og sitja heima, er upplagt að skoða þessa síðu þar sem hægt er að kaupa fínustu fornhjólhýsi. Kannski þarf að hressa aðeins upp á útlitið og moka út úr öðrum, en hvað er ekki lagt á sig til að vera í stíl við bílinn. Fréttir næst þann 7. ágúst. [03.08]jsl/gösGærkvöldið

Á dagskrá í gærkvöldi var kvöldrúntur og var mæting við Litlu kaffistofuna við Suðurlandsveg. Meðan beðið var brottfarar gæddu félagar sér á kleinum og kaffi, var síðan haldið til Hveragerðis þar sem sýning í Listasafni Árnesinga var skoðuð. Seinna um kvöldið var síðan haldið til Þorlákshafnar, eftir góðan rúnt þar endaði kvöldið með stoppi við Skálann þar sem félagar gátu fegnið sér ís á tilboði áður en haldið var heim á leið eftir gott kvöld fyrir austan fjall. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu , og eins stærri myndir á lokuðu svæði fyrir félaga. [02.08]jsl


Fornbílar og "picnic"

Árlega koma saman fornbílaeigendur úr nokkrum bílaklúbbum í Michican og nýlega var þessi samkoma haldin. Þarna komu saman margir fallegir bílar og hérna er hægt að sjá nokkrar myndir frá þessari samkomu. [01.08]jsl