Eldri fréttir - Apríl 2007

Toyota tekur framúr GM

Í fyrradag urðu þau merku tíðindi í bílheimum að bílaframleiðandinn General Motors (GM) í Bandaríkjunum missti frá sér forystuhlutverkið sem stærsti bílaframleiðandi heims yfir til Toyota í Japan. GM hafði haldið þessari forystu óslitið í ein 80 ár, eða allt frá árinu 1927, þegar Ford lagði niður smíði T-gerðarinnar og undirbjó smíði A-gerðarinnar. Þá hafði Ford verið stærsti bílaframleiðandi heims í nærri tvo áratugi, en náði aldrei að endurheimta þann titil úr höndum GM, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hér er nánari frétt um málið frá Detroit. [27.04]ösFyrsti kvöldrúnturinn

Í gærkvöldi var fyrsta ferð sumars af þeim 15 sem eru á formlegri sumardagskrá klúbbsins. Þessi ferð er aðeins fyrr á ferð en venjulega, enda er vorið komið og bílarnir streyma aftur á götuna. Í gærkvöldi var mæting við Perluna og voru um 30 bílar sem síðan héldu til Hafnarfjarðar með viðkomu í Garðabæ. Endað var síðan á Súfistanum í kaffi. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu , og eins stærri myndir á lokuðu svæði fyrir félaga. [26.04]jslBygging að myndast

Eins og þessar myndir sýna þá gengur hratt að steypa veggi við byggingu okkar við Rafstöðvarveg, og ekki er langt í að það verði búið að klára alla útveggi. [23.04]jsl


BMW E24

Á þessari síðu eru ýmsir molar um E24 gerðina frá BMW sem var aðallega seldur til Bandaríkjanna. En þarna er einnig að finna yfirlit yfir sögu BMW, myndir af ýmsum gerðum BMW og fleira sem eigendur þessara bíla gætu haft gaman af. [19.04]jsl/gös


World Car Fans

Á þessari síðu er að finna nokkrar skemmtilegar greinar um fornbíla. Á sömu síðu er einnig að finna mikið efni um nýjustu bílana og myndir af tilvonandi árgerðum. www.worldcarfans.com [18.04]jsl/gös1929 Ford Model A replica

Oft hafa verið gerðar eftirlíkingar eða "kit" af ýmsum bílum, en þegar Harry J. Shay stofnaði sitt fyrirtæki til að framleiða eftirlíkingu af 1929 Ford A varð það miklu meira en bara eftirlíking. Þessir bílar voru sýndir og seldir í gegnum Ford umboðsmenn og strax varð mikill áhugi fyrir þessum eftirgerðum. Frá árinu 1979 til 1982 voru líklega 5000 bílar framleiddir í nokkrum útfærslum. Camelot Motors Inc. tók síðan við þrotabúi Shay Motors og breytti ýmsu í framleiðslu þeirra, annað fyrirtæki hafði einnig verið að framleiða eftirlíkingu af Ford A undir nafninu Classic. Með þessari framleiðslu var mörgum gert kleift að láta eftir sér að eignast Ford A þó að hann væri "nýr" þar sem dýrt var að eignast upprunalegan eða gera upp einn frá grunni. Í dag er til klúbbur eigenda Shay bíla sem telur 540 félaga. Hérna er hægt að sjá meira um sögu Shay Motors og eins bíla félaga klúbbsins. [17.04]jsl/gös


Dagatal sýninga

Íslendingar eru duglegir að ferðast og ekkert er skemmtilegra en að kíkja á sýningu bíla eða gott safn um leið og slappað er af í fríi. Á þessari síðu er hægt að sjá yfirlit nokkra viðburða í USA, en áður en lagt er af stað er ekki vitlaust að skoða á netinu hvað sé í gangi á viðkomandi áfangastöðum og eins að ath. upplýsingamiðstöðvar þegar á staðinn er komið, það er aldrei að vita hvað hægt er að rekast á. [16.04]jsl/gösStutz Blackhawk á Carlisle

Hérna er hægt að sjá myndir af nokkrum Stutz Blackhawk en eigendur þeirra héldu saman sýningu á bílum sínum á Carlisle árið 2005. Hvað sem mönnum finnst um þessa bíla þá er ekki hægt að neita því að þeir vekja athygli. Á sömu síðu er einnig hægt að sjá nokkrar útgáfur af Corvorado, bílar sem Les Dunham gerði upp úr body af Cadillac Eldorado og grind frá Corvettu og er nafnið samsuða frá þeim tegundum. Nú skulum við bara leyfa lesendum að mynda sér skoðun á þessum bílum, en þeir fá menn örugglega til að snúa sér við þar sem þeir mæta. [13.04]jsl/gös


Viðamikil afmælishátíð framundan

Í tilefni af 30 ára afmæli Fornbílaklúbbs Íslands 19. maí nk. er fyrirhuguð viðamikil afmælishátíð helgina 18. – 20. maí. Afmælissýning með yfir 50 fornbílum verður haldin í nýja Ræsishúsinu á horni Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar og sérstakur hátíðarkvöldverður verður á Grand Hótel. Auk þess eru fyrirhugaðar ýmsar uppákomur um þessa helgi, en nánar verður greint frá dagskránni í næstu skilaboðum. [12.04]ös


Gasoline Alley Antiques

Á þessri síðu ættu alvöru safnarar að finna eitthvað sem gæti vantað í safnið. Þessir aðilar hafa verið lengi í þessum bransa og er ýmislegt að finna á þeirra síðu þó að hún sé dálítið þung í yfirferð. [11.04]jsl/gös


Færibandasagan á kvikmyndakvöldi 11. apríl

Á kvikmyndakvöldinu, annað kvöld, verður sýnd heimildarmynd frá History Channel um sögu fjöldaframleiðslunnar, en þar skipa bílarnir veglegan sess. Ljóst er að þeir hefðu aldrei orðið sú almenningseign sem síðar varð, ef bílaframleiðendur með Henry Ford í fararbroddi hefðu ekki tekið færiböndin í þjónustu sína. En það er ekki bara bílaframleiðslan sem notið hefur góðs af þessari tækni, eins og fram mun koma við sýningu myndarinnar. Á undan verður sýnd stutt aukamynd frá Fordverksmiðjunum árið 1940, en þar má m.a. sjá fjölbreytt handverk í bílaverksmiðjum þess tíma. Húsið opnar klukkan 20.30 og sýning myndanna hefst stundvíslega klukkan 21.00. Kaffiveitingar verða í hléi. [10.04]jslGólfplata steypt

Í gærkvöldi var unnið við að steypa gólfplötuna í húsinu og var síðan slípað um nóttina. Fljótlega eftir páska verður síðan farið í að reisa mót fyrir veggi. Sjá fleiri myndir á sérsíðu um byggingu FBÍ. [04.04]jsl


520.000 km

Hérna er síða um 1972 Impala sem hefur verið ekið rúmlega 520 þúsund km. Eigandinn er mjög stoltur af bílnum og er greinilega ekki mikið að stressast yfir viðhaldi á honum. Hérna er hægt að sjá myndir af bílnum frá ýmsum sjónarhornum og eins "viðgerðum" á honum. Það er ekkert verið að segja að menn eigi að tapa sér í viðhaldi bíla, en það er kannski til millivegur. [03.04]jsl/gös