Eldri fréttir - Mars 2007

The Slow Car Club

Eins og nafnið ber með sér þá er það ekki hraðinn sem er aðalmálið hjá þessari samkomu. Haldinn er kvartmílukeppni allskonar bíltegunda og er aðalmálið að hafa gaman af frekar en að vinna. Svona keppni gefur mönnum tækifæri á að reyna með sér án þess að vera með öfluga bíla og keppnisleyfi, t.d. eru mínuspunktar fyrir "tjúnaða" bíla. Eins hafa verið vinsælar keppnir erlendis í því að fara hægast yfir án þess að nota bremsur og vinnur þá sem fór á lengstum tíma, svoleiðis keppni er hægt að halda hvar sem er á lokuðu svæði og nánast á hvaða tegund bíla. [30.03]jsl/gösDóta og verkfærakvöldið

Í gærkvöldi var hið árlega dóta og verkfærakvöld en þá geta félagar komið með ýmiskonar söfn sín til að sýna öðrum. Í ár voru félagar helst að sýna bílasöfn sín en kosið var um söfnin og veitt voru verðlaun fyrir 1. 2. og 3. sæti, Þórarinn Grímsson var í 3. sæti, Ingibergur Bjarnason í 2. sæti og Garðar Schiöth í því fyrsta. Um leið var í gangi getraun um bílategundir og árgerðir og í 3. sæti var Ingibergur Bjarnason, Örn Sigurðsson í 2. sæti en Sigurður Rúnar í fyrsta sæti. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu ,og eins stærri myndir á lokuðu svæði fyrir félaga. [29.03]jsl


Sölusíða

Á þessari síðu eru ýmsir fornbílar til sölu, margir eru til uppgerðar en eitthvað er þarna sem er keyrsluhæft. Ef ekki er verið að leita eftir bíl til kaups, þá er allavega hægt að fletta í gegnum myndirnar. [28.03]jsl/sh


Meira um Ferguson

Í framhaldi af ábendingu um Ferguson efni á netinu, hafði Ragnar Jónasson samband við okkur og benti á heimasíðu sína sem er hugsuð fyrir Ferguson eigendur á Íslandi. Hann sjálfur á TEF-20 (disel) frá 1953 og TEA-20 (bensín) frá 1955, reyndar báðir ógangfærir, en er að ljúka við þann yngri, og hefur verið að safna upplýsingum um Ferguson dráttarvélar hér á landi og sögu þeirra. [27.03]jsl


Techno Classica Essen

Þessi stóra bílasýning verður haldin um næstu helgi, 29. mars til 1. apríl, í Essen Þýskalandi. Eitthvað hefur verið um að fornbílamenn hafi farið á þessa sýningu sem er ein af þeim stærri í Evrópu, í fyrra voru 150 þúsund gestir. Vitað er að allavega fara fjórir félagar okkar á þessa sýningu og verður slegið í myndakvöld frá sýningunni við gott tækifæri, en á meðan er hægt að skoða hérna myndir frá 2006. [23.03]jsl


Dekk

Ef það vantar dekk undir fornbílinn, þá væri kannski hægt að finna þau hjá Coker Tire. Á þeirra heimasíðu er hægt að leita eftir dekkjastærð eftir árgerð og tegund og sér maður þá hvaða dekk eru til hjá þeim í uppgefinni stærð. [22.03]jslBritish Motoring

British Motoring er bandarískt blað sem fjallar aðallega um MGs, Triumphs, Jaguars, og Austin-Healeys. Blaðið er hægt að skoða á netinu og eins nokkur eldri blöð. www.britishmotoring.net [21.03]js/gösFerguson

Hjá Ferguson Society er góð lesning um Ferguson traktora og sögu þeirra, en eflaust eru þetta þeir traktorar sem koma fyrst í hugann hjá mönnum. Eins er ýmislegt efni að finna hjá Friends of Ferguson Heritage og á þessari síðu er að finna tengla á mikið efni um allar gerðir traktora. Margir félagar hafa gert upp traktora af ýmsum gerðum og er það skemmtilegt að sagan sé geymd í þeim uppgerðum, en frekari upplýsingar um eign félaga á þessum vélum mætti vera meiri og og einnig myndir af þeim til birtingar í félagaskrá. [19.03]jsl/gösClassic Lincolns

Á síðu ClassicLincolns.com er að finna ýmislegt efni eins og myndir af Lincoln bílum eftir árum, sögu Lincoln eftir áratugum, Lincoln samkomu í Dearborn árið 2003 og síðan gamlar auglýsingar frá Lincoln. Eitt af því sem einnig er að finna þarna eru myndir af breyttum Lincolnum sem sanna enn einu sinni að þegar kaninn tekur sig til þá eru enginn takmörk til. [16.03]jsl


Myndasíða

Hjá MSNBC er hægt að skoða innsendar myndir af fornbílum og um leið er verið að fá fólk til að kjósa um hvaða bílar því finnst vera flottir. [15.03]jsl


Bílar á Kúbu

Eins og flestir vita þá eru flestir bílar sem aka um götur Kúbu fornbílar. Vegna viðskiptabanns við Kúbu hefur lítið sem ekkert verið flutt af bílum þangað, nema eitthvað af Sovéskum bílum á meðan USSR var og hét. Kúbumenn hafa verið ótrúlega duglegir við að viðhalda þessum öldnu bílum, þrátt fyrir að hafa ekki aðgang að varahlutum nema þá því sem heimasmíðað og "mixað" er.Á ljósmyndasíðu Flickr er hægt að finna mikið af myndum sem sýna bíla á Kúbu, en Flickr er síða þar sem fólk getur sent inn sínar myndir, bæði til að sýna öðrum og eins til að fá athugasemdir við þær. [14.03]jslAutorama

Síðustu helgi var haldin Autorama sýningin þar sem sérsmíðaðir og breyttir bílar eru sýndir. Var þetta í 55. sinn sem þessi sýning er haldin, og voru um 1000 sýningargripir. Á Autorama er hægt að sjá allt það besta í breytingum bíla og sérstaklega mikið um flottar útfærslur af málun bíla. Myndir segja meira en orð, svo hérna er hægt að sjá 86 myndir frá þessari sýningu. [13.03]jslOlds Curved Dash Runabout

Á þessum degi árið 1901 brann Olds Motor Works í Detroit. Sagan segir að starfsmaður Olds hafi bjargað út úr brennandi húsinu Regular Runabout (almennt kallaður Curved Dash vegna framenda bílsins), sem var einn af þeim bílum sem voru í skoðun til framleiðslu. Alls höfðu 11 tegundir og útfærslur verið gerðar, sem Ransome Eli Olds hafði til skoðunar, og átti eftir að ákveða hvaða tegund yrði framleidd. Olds átti að hafa sagt síðar að með þessu hafi verið ákveðið fyrir hann hvaða bíll yrði valinn. Þegar framleiðsla hófst var nýtt fyrirkomulag tekið upp og undirverktakar fengnir til að framleiða ýmsa parta fyrir Olds, í stað þess að framleiða allt á staðnum eins og tíðkaðist. Margir Curved Dash eru ennþá í fullu fjöri og taka reglulega þátt á akstri klúbba erlendis, eins og t.d."London to Brighton" rallinu. Hérna er hægt að lesa meira um sögu Olds. [09.03]jslHeimsókn til IB

Í gærkvöldi var farið í heimsókn til IB á Selfossi og gátu félagar kynnt sér fyrirtækið og bílainnflutning þess. Nokkrir fornbílar, sem hafa verið innfluttir nýlega, voru til sýnis svo og aðrir Selfoss bílar. Nokkrir fóru austur á sínum fornbílum en eins var farið í rútu austur. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu ,og eins fleiri og stærri myndir á lokuðu svæði fyrir félaga. [08.03]jsl


Fornbílasala

Ef maður finnur ekki draumabílinn á eBay eða þessum venjulegu bílasíðum í US eða norðurlöndum, þá er ekkert annað en að leita víðar. Hjá Classic Car Fair á Nýja Sjálandi er að finna ýmsa góða bíla, og af myndum að sjá í góðu standi. Það er aldrei að vita nema hægt sé að detta niður á góð kaup þarna. [06.03]jsl/gösFornbílar á YouTube

YouTube er síða þar sem hægt er að finna mislöng videó af ótrúlegustu gerðum, bæði heimagert og eins bútar úr myndum, auglýsingum og sjónvarpi. Þarna er hægt að leita eftir stikkorðum og einnig flokkum. Hérna er t.d. gömul auglýsingamynd um 1960 Chevrolet Corvair sem sýnir hversu góður og öruggur hann væri. Ef leit er gerð að "classic car" á YouTube þá koma upp rúmlega 4000 videó svo eitthvað ætti að vera hægt að finna þarna skemmtilegt til að skoða um helgina. Auðvitað er einnig hægt að leita eftir vissum tegundum og árgerð. [02.03]jsl


Ýmsar bílagreinar

Hjá Sport Car Market er hægt að fræðast um ýmsar tegundir eldri bíla, aðallega sportbíla frá Evrópu, enda flestir þaðan. Þarna er einnig hægt að kaupa ýmsar bækur um sportbílategundir og fl. [01.03]jsl/gös