Eldri fréttir - Desember 2006

Í leit að jólagjöf?

Ef þú veist ekki hvað þú getur gefið sjálfum þér í jólagöf, þá er kannski hægt að finna fornbíl hérna til að gefa sér sjálfum. Kannski dýr jólagjöf, en jól eru nú bara einu sinni á ári og afhverju ekki láta drauminn rætast. Kostar samt ekkert að skoða myndirnar og setja saman óskalista fyrir næstu jól. [18.12]jsl/gösAlveg í rusli

Þar sem margir eru í jólahreingerningu þá er ekki úr vegi að skoða þróun þeirra bíla sem hafa verið notaðir við að fjarlægja það sem frá okkur kemur. Lengi voru frekar frumstæðar aðferðir notaðar við söfnun sorps, en mikil þróun hefur verið í vinnslu sorphirðingar síðustu árin. [15.12]jsl/gösStudebaker síða

Bill Jackameit heldur úti síðu þar sem fjallað er um Studebaker bíla og hefur gert það síðan 1995. Þarna er að finna mikið af myndum af Studebaker frá ýmsum árum og líka ýmislegt efni sem tengist þeim, t.d. myndir frá sýningum, söfnum og fl. Síðan er dálítið gamaldags í uppsetningu, þar sem efnið er helst að finna í löngum listum þar sem hver síða er valin, en efnið er nokkuð gott. [13.12]jsl/gös


Síða um Renault

Ed Lenders hefur mikið dálæti á Renault og öllu sem viðkemur sögu þeirra. Á heimasíðu hans www.renaultoloog.nl/ er farið yfir sögu Renault frá því að Louis Renault stofnaði það, einnig eru myndir af þeim tækjum sem Renault hefur framleitt, allt frá fyrstu bílum til lesta og sérhæfðra tækja. [11.12]jsl/gösFatnaður klúbbsins

Nú er verið að afhenda flíspeysur og vindjakka úr fyrstu pöntun með ísaumuðu merki klúbbsins og nafni viðkomandi félagsmanns (hægt að sleppa nafni). Verð fyrir slíka flíspeysu er einungis 6400 kr. og vindjakki er á aðeins 5300 kr. - Jakkinn er svartur en flíspeysurnar svar-gráar. Boðið verður upp á karla- og kvennasnið og að sjálfsögðu verða allar stærðir í boði. Mátunarflíkur hafa og munu liggja frammi í félagsheimilinu í Árbænum á miðvikudagskvöldum, þar sem hægt verður að máta, panta og greiða með kortum (posi á staðnum). Einnig er hægt að panta í síma 895 1515 (Jón Hermann) og 869 1360 (Kjartan) og fá sent í póstkröfu, gott er að hafa stærð á vinnugalla eða sambærilegu til viðmiðunar. Nú er um að gera að grípa tækifærið, panta sér vandaðar fornbíla-flíkur hið snarasta og fá mjúkan pakka í jólagjöf. Mæta síðan vel merktur og vel klæddur í ferðir næsta sumars! [08.12]jsl


Stór áfangi í byggingamálum

Loksins er hægt að tilkynna að öll leyfi vegna byggingar okkar í Elliðarárdal eru í höfn. Það hefur ekki gengið vandræðalaust fyrir sig að fá endanlegt byggingaleyfi vegna ýmissa mála sem hafa tafið, bæði vegna breytinga á teikningum og eins breytinga á tengihúsi OR við Rafheima. Undanfarið hefur verið unnið við lagnir og annan frágang vegna jarðvegsskipta og mun verktaki hússins flytja tæki og tól á byggingastað milli jóla og nýárs og hefja framkvæmdir strax eftir áramót. Ekki er ólíklegt að menn fari að sjá húsið rísa fljótlega á nýju ári, ef veðurfar helst þokkalegt. [07.12]jsl


Hyman Ltd. kaupir og selur fornbíla

Frá því árið 1989 hefur Hyman Ltd. sérhæft sig í að kaupa og selja fornbíla fyrir þá sem eru að safna þeim, eða þurfa að losa sig við bíla þegar safnið verður of stórt. Margir fallegir bílar eru í þeirra söluskrá og verðið eftir því. Þarna væri kannski hægt að losa sig við sérstakan Packard bíl, sem endar væntanlega á uppboði, þar sem ráðamenn þjóðarinnar hafa ekki áhuga á svona gömlu dóti, enda ein af fáum þjóðum sem gera meira af að varðveita gamla kindakjálka en að halda utan um og sýna hluti úr daglega lífinu sem viðkoma sögu okkar. [06.12]jsl


Bílskúr Jay Leno´s og þinn

Fyrir utan myndir og efni um bíla sem eru í eigu fornbílasafnarans Jay Leno, þá er hægt að setja inn mynd og smá umsögn um sinn eigin bíl. Aðrir sem skoða geta gefið bílnum einkunn og umsögn. Næsti bíll sem verður tekinn fyrir hjá Jay er 1956 Chevy Nomad, þann 3. des. [04.12]jsl/gös


Austantjalds skriðdrekar

Í Kubinka, rétt fyrir utan Moskvu, er skriðdrekasafn og eru þeir með heimasíðu á netinu sem sýnir myndir af nokkrum sýningargripum þeirra, einnig gamlar myndir úr stríðum. Efst á síðunni er hægt að velja þá flokka sem maður vill skoða, en eins og almennt þarna fyrir austan er nú ekki verið að flíka upplýsingum um of og reyndar eru miklar aðvaranir um hvað má og ekki má til þeirra sem á annað borð komast til þeirra að skoða safnið. [01.12]jsl/gös