Eldri fréttir - Október 2006

Ford safn á uppboði

Safn Jerry Capizzi er eitt það stærsta í einkaeigu, en það verður boðið upp þann 11. nóvember. Það var ekki nóg að Jerry safnaði bílum heldur var hann einnig með menn í vinnu til að gera upp þá bíla sem hann keypti og viðhalda þeim. Hérna er hægt að lesa meira um þetta safn og eins að skoða uppboðsskrána. [31.10]jsl


AntiqueCar.com

Á þessari síðu er hægt að skoða fornbíla sem eru auglýstir til sölu, einnig er hægt að lesa stutta grein um hvert tímabil í þróun bíla. Taldir eru upp þeir framleiðendur sem voru til í Bandaríkjunum á fyrstu árum bíla og ýmislegt fleira. Þarna eru líka skýringar á ýmsum orðum sem hafa verið notuð til lýsingar á bílagerðum. t.d Club Coupe og Cabriolet. [30.10]jsl/gös


McLellan's Automotive History

Hjá McLellan's Automotive History er hægt að finna ótrúlega mikið af eldri bæklingum, bókum, auglýsingum sem hefur verið notað til kynningar bíla í gegnum árin.Þarna er einnig hægt að finna efni yfir flugvélar, húsvagna, sjúkrabíla og fl. Einnig eru þarna eldri blöð og bæklingar um sýningar og keppnir, allt sem tengist söfnun af ýmsu tagi. [27.10]jsl/gös


Ferðaverðlaun

Í gærkvöldi var afhending verðlauna fyrir mætingar í ferðir síðasta sumars og einnig var myndayfirlit úr ferðum sumars. Krambúð klúbbsins var einnig opin, en stefnt er að hafa hana aðgengilega í Árbænum einu sinni í mánuði. Einnig var verið að kynna flíspeysur og jakka sem verða merkt klúbbnum, en nánar verður fjallað um það í næstu Skilaboðum. Hérna eru nokkrar myndir frá afhendingu verðlauna. [26.10]jsl


Blaðaáskrift

Þegar leitað er eftir bílablöðum til að kaupa eða gerast áskrifandi, getur verið erfitt að finna útgefanda eða ákveða hvaða blað skal kaupa. Úrvalið í búðum hér á landi er nú ekki mikið og blöðin óheyrilega dýr, en á Amazon er hægt að finna mikið úrval af allskonar bíla og mótorhjólablöðum til áskriftar, oft á tilboði. Þar er líka hægt að skoða umsagnir annarra um blöðin, þá er auðvelt að átta sig á hvort viðkomandi blað henti manni eða ekki.[24.10]jsl


Viðurkenningar í lok ferðasumars

Miðvikudagskvöldið 25. október verður annað opna hús vetrarins í félagsheimilinu í Árbæjarsafni. Þar mun ferðanefndin afhenda viðurkenningar til þeirra 18 félaga sem mættu í 10 ferðir eða fleiri á liðnu sumri. Eftir afhendinguna munu félagar í ferðanefndinni sýna ljósmyndir frá liðnu ferðasumri.
Gullviðurkenningar fyrir 14-15 ferðir fá
Ársæll Árnason, Jón S. Loftsson, Árni Þorsteinsson og Sigurbjörn Helgason.

Silfurviðurkenningar fyrir 12-13 ferðir fá
Einar J. Gíslason, Jóhannes Þorsteinsson, Sigurður Ásgeirsson, Jens Kristján Jensson og Magnús Magnússon.

Bronsviðurkenningar fyrir 10-11 ferðir fá
Hróbjartur Örn Guðmundsson, Jón Hermann Sigurjónsson, Kári Steinar Karlsson, Kjartan Friðgeirsson, Erlingur Ólafsson, Gunnar H. Þórisson, Ingibergur Bjarnason, Rúnar Sigurjónsson og Sævar Pétursson.

Þessir aðilar eru beðnir um að mæta á opna húsið, sem opnar klukkan 20.30, ásamt mökum sínum, og taka á móti viðurkenningum úr höndum ferðanefndarmanna. Kaffiveitingar verða fyrir myndasýningu, en nú er hægt að greiða fyrir kaffi með debit- og kreditkortum. Eins verður krambúð klúbbsins opin þetta kvöld. [23.10]jslStór myndasíða

Á Remarkable Cars er mikið af bílamyndum sem eru flokkaðar eftir tegundum, söfnum o.fl. Einnig er eitthvað af bílum til sölu þarna og eins myndir sem eigendur bíla hafa sent inn. Þó að það sé alltaf gaman að skoða myndir af flottum bílum, þá er líka gott að geta flett upp mynd ef maður man ekki alveg hvernig viss árgerð lítur út, eða til að fá hugmyndir af útliti, ef uppgerð stendur til. [18.10]jslSydney Vintage Car Restorations

Gillard Skidmore lærði hjá Leyland umboði, en flutti síðan til Ástralíu þar sem hann setti upp fyrirtækið Sydney Vintage Car Restorations sem sérhæfir sig í uppgerðum á fornbílum. Þarna eru gamlar aðferðir hafðar í heiðri og mikið unnið í höndum eftir auganu. Hérna er hægt að sjá myndir frá nokkrum verkefna þeirra og eins myndir frá verkstæðinu. [16.10]jsl/gös


Kosning á Cardomain

Núna stendur yfir kosning á síðu Cardomain um ýmsa flokka, svo sem bestu felgur, dekk og annað sem frekar tilheyrir nútímabílum, en þarna er flokkur sem kallast "Show Off of the Year" og þar er einn íslenskur bíll meðal þeirra 5 sem kosið er um. Um er að ræða 1966 Mustang, með númerið MIB, sem er í eigu félaga okkar Sigfúsar B. Sverrissonar. Hérna er hægt að kjósa og eins er hérna linkur á síðu Sigfúsar. Það er spurning hvort það verða einhver "Magna" stuð í kringum þetta og fólk fari að kjósa svo lengi sem úthaldið leyfir. [13.10]jslPoulsen í gærkvöldi

Í gærkvöldi var farið í heimsókn til Poulsen í Skeifunni 2, og félagar fengu að kynnast fyrirtækinu og um leið að skoða úrvalið af bílavörum og verkfærum. Góður afsláttur var í boði af verkfærum þetta kvöld, en um leið var kynntur sá afsláttur sem mun gilda fyrir félaga Fornbílaklúbbsins. Gegn því að framvísa gildu félagsskírteini FBÍ býður Poulsen 15-30% afslátt eftir vöruflokkum, t.d. er 20% afsl. af lakki, olíum og bremsuhlutum, 30% afsl. af 3M vörum og 15% af verkfærum. [12.10]jslSkemmufréttir

Eins og sagt var frá í september þá er verið að vinna að smá endurbótum í bílaskemmum klúbbsins á Esjumel. Búið er að setja nýjar keyrsluhurðir í skemmu 1 og 3, búið er að leggja lagnir vegna salernis í skemmu 2, og unnið er í að klæða það af og klára uppsetningu þess. Búið er að mála nokkra veggi sem voru ómálaðir, yfirfara og bæta við slökkvitækjum og ýmislegt fleira. Þorgeir Kjartansson og Garðar Arnarson varastjórnarmenn, tóku að sér þetta verkefni ásamt þeim Steingrími Snorrasyni (smíðavinna) og Gunnari Ö. Hjartarsyni (raflagnir), og hefur verkið gengið vel fyrir sig, en öll vinna er í sjálfboðavinnu og gefin af þeim. [11.10]jsl


Dick Dean

Fyrir sjónvarpsþætti og kvikmyndir hafa oft verið gerðir sérstakir bílar, annaðhvort með sérstökum búnaði eða útliti, sem hafa orðið frægir langt út fyrir viðkomandi þátt eða mynd. Einn af þeim sem hefur tekið þátt í hönnun margra þannig bíla er Dick Dean. Hefur hann einnig unnið að gerð ýmissa bíla sem hefur verið breytt eftir óskum kaupanda, en einnig hefur hann unnið bílana sem eru notaðir af Hard Rock Café. Hérna er grein um Dick Dean ásamt myndum af nokkrum bílum hans. [09.10]jsl/gös


Crossley vélar og bílar

Saga Crossley nær aftur til 1867 þegar Francis og William Crossley keyptu fyrirtæki sem framleiddi dælur og gufuvélar. Strax árið 1869 höfðu þeir framtíðarsýn á stefnu véla og fengu heimseinkaleyfi (fyrir utan Þýskaland) á Otto bensínvélinni. Fljótlega fóru þeir að framleiða olíuvélar sem þróaðist síðan út í díselverk. Framleiðsla var ekki bara bundin við vélar heldur voru bílar, rútur og trukkar framleiddir undir Crossley nafninu, allt fram undir 1960. Í gegnum röð sameininga eignuðust Rolls-Royce vélaframleiðsluna og ennþá í dag eru vélar framleiddar á sama stað og bræðurnir byrjuðu á. Hérna er hægt að fræðast um Crossley. [06.10]jsl/gös


Frisky smábíll

Oft hafa menn séð litla smábíla, oftast þriggja hjóla, á sýningum frá BMW, Heinkel og fl., en undirritaður man ekki að hafa séð tegund sem heitir Frisky. Þessi smábíll virðist hafa verið framleiddur í Bretlandi eins og margir aðrir smábílar eftir seinna stríð. Hérna er hægt að lesa meira um þessa tegund og eins hér. [05.10]jsl/gös


Stórt uppboð

Þann 21. október verður haldið uppboð á fornbílasafni, sem kennt er við Bob Phelps, og er talið eitt af betri einkasöfnum fornbíla í Bandaríkjunum. Allir bílarnir verða seldir án lágmarksverðs, en trúlega verða upphæðirnar háar fyrir marga af þessum bílum. Hérna er hægt að skoða lista yfir þessa bíla, einnig eru nokkuð ítarlegar upplýsingar um tegund og bíl ef smellt er á viðkomandi listun. Því miður er ekki hægt að bjóða í nema á staðnum, en það er alltaf gaman að skoða. [04.10]jsl/gös


Síða um uppgerð

Heimasíða David Wilkes sýnir nokkrar myndir af uppgerð sinna fornbíla. Meðal bíla hans er 1935 Rolls-Royce 20/25 sem hafði verið geymdur í pörtum síðustu 30 ár. www.wilkes47.freeserve.co.uk [02.10]jsl/gös