Eldri fréttir - Maí 2006


Saga Daimler

Ein af eðal tegundum breskra bíla er Daimler ásamt Rolls Royce og Bentley, öll þessi merki eru samnefnari fyrir lúxus og vandaða framleiðslu, allavega hér á árum áður. Nafnið er komið frá Gottlieb Daimler sem hafði í samstarfi við Maybach unnið að gerð vélar sem var sérstaklega gerð fyrir bíla. Það var síðan enskur maður að nafni Fredrick Simms, en hann var að leita eftir vél sem hentaði í báta er hann framleiddi, sem fékk framleiðslurétt á þessari vél í Bretlandi og stofnaði The Daimler Motor Syndicate Ltd árið 1893. Harry J. Lawson var síðan sá sem keypti þennan framleiðslurétt ásamt fyrirtæki Daimlers í Þýskalandi og stofnaði Daimler Motor Company Ltd og hóf framleiðslu á bílum. Hérna er hægt að lesa betur um sögu Daimler og eins þeirra tegundir í gegnum árin. [31.05]jsl/gösThe Classic Times

Hérna er ein skemmtileg síða sem hefur að geyma ýmsar smá greinar um bílategundir, hugmyndabíla, mótorhjól og ýmislegt annað. Margar skemmitlegar myndir fylgja þessum greinum og þarna er líka að finna myndir af ýmsum bílum sem eru ekki algengir eða voru framleiddir í litlu magni. The Classic Times [29.05]jsl/gösStór myndasíða

Hérna er ein góð síða með mörgum myndum og lesningu um ýmsar bílategundir. Þarna er líka að finna myndir og yfirlit yfir uppgerð nokkurra bíla. Þetta er upplögð síða til að gramsa í, á meðan beðið er úrslita í sveitastjórnarkosningum um þessa helgi.
John's Old Car and Truck Pictures [26.05]jsl/gösTucker síða

Oft hefur hér verið minnst á hina frægu Tucker bíla, en hérna er ein góð síða sem fjallar um ýmislegt sem viðkemur Preston Thomas Tucker og bílum hans. Það sem er merkilegast við þessa síðu er að það eru myndir og upplýsingar um þá Tucker bíla sem smíðaðir voru, alls 51 stk. og hvar þeir eru niðurkomnir. The Tucker Automobile Club of America. [24.05]jslGilmore Car Museum

Við höfum áður bent á þetta safn eftir ábendingu frá félaga okkar Sigurði Ólafssyni, en nú hefur hann sent okkur nokkrar myndir frá þessu skemmtilega safni sem hann skoðaði síðasta laugardag. Safnið er á búgarði Donald S. Gilmore, sem mun hafa verið fyrrverandi kappakstursökumaður, og hófst bílasöfnun hans árið 1963 er eiginkona hans gaf honum 1920 Pierce-Arrow sem þarfnaðist uppgerðar. Fljótlega hafði hann eignast 30 bíla og keypti hann þá stóra bújörð og flutti þangað nokkrar gamlar hlöður, sem eru líka forngripir, til að hýsa safnið sem opnaði árið 1966. Gilmore dó síðan árið 1979 en safnið var þegar orðið sjálfseignarstofnun og hefur notið virðingar sem fornbílasafn. Fyrir utan bílana og húsin sem eru til sýnis þá er þarna einnig stórt safn af fótstignum leikfangabílum og eitt stærsta safn húddskrauts og bílamerkja. Heimasíða safnsins og myndir Sigurðar. [23.05]jslAðalfundur

Í gær, sunnudaginn 21. maí, var Aðalfundur FBÍ haldinn á Grand Hóteli. Tæplega 70 manns sóttu fundinn, en atkvæðabærir voru þeir félagar sem höfðu greitt félagsgjald fyrir 1. maí. Ýmis mál voru rædd og formenn nefnda fluttu skýrslu yfir starfsemi sína síðasta reikningsár klúbbsins. Hinrik Thorarensen flutti tillögu um að sett yrði hámarksupphæð sem rynni til byggingaframkvæmda, en frávísunartillaga kom fram um að í lögum FBÍ væri ákvæði í 13. gr. laga FBÍ "Stjórn félagsins er ekki heimilt að veðsetja eignir þess og/eða gera samninga sem samtals nema hærra hlutfalli en einum fimmta af brunabótamati eigna félagsins, að meðtöldum eldri skuldbindingum, án þess að leggja tillögu um slíkt fyrir löglega boðaðan félagsfund." var talið að sú grein ætti að duga og var frávísunartillaga samþykkt með meirihluta atkvæða. Halldór Gíslason, ritari klúbbsins, bar upp tillögu um hækkun félagsgjalda úr 4000 í 5000 og var það samþykkt af fleirum en 2/3 fundarmanna. Eins og venjulega var kosið um þrjá stjórnarmenn til setu næstu tvö ár en í framboði voru þeir Egill Matthíasson, Hróbjartur Ö. Guðmundsson, Ingibergur Bjarnason og Rudolf Kristinsson. Gild atkvæði voru 62 og fékk Ingibergur Bjarnason 51 atkvæði, Egill Matthíasson 48 atkvæði og Hróbjartur Ö. Guðmundsson 45 atkvæði, og eru þar með löglega kjörnir stjórnarmenn til næstu tveggja ára. Tveir varamenn voru í kjöri, Garðar Arnarson og Þorgeir Kjartansson, hlutu þeir hvor um sig 49 atkvæði en Garðar var valinn fyrsti varamaður eftir hlutkesti. Úr stjórn ganga þeir Steingrímur E. Snorrason, sem gaf ekki kost á sér, og Rudolf Kristinsson gjaldkeri klúbbsins. Þakkaði formaður og fundarmenn þeim fyrir vel unnin störf í gegnum árin.. Eftir fundinn var að venju farinn rúntur niður í miðbæ og endað á miðbakka. Myndir eru komnar á myndasíðu og eins hér fyrir félaga. [22.05]jslGóð kvöld í Árbænum

Eins og síðasta sumar er góð mæting á miðvikudagskvöldum og eru menn að spjalla mikið um bíla sína og eins nýja sem hafa verið að koma á götuna. Hér fyrir ofan eru nokkrar myndir frá því í gær, þar á meðal var einn góður tilvonandi fornbíll, 1992 Chrysler New Yorker ekinn 12.000 mílur. Nauðsynlegt að varðveita svona bíla. [18.05]jsl


Breskir atvinnubílar

Í norður-hluta Bretlands er að finna The British Commercial vehicle Museum, eða nánar í Leyland í Lancashire. Leyland er vel þekkt merki í bílasögu Bretlands og voru vörubílar frá þeim um alla vegi flytjandi vörur, eða annað á árum áður, þetta safn er tileinkað atvinnutækum af öllum gerðum, vörubílum, rútum, almenningsvögnum og öðrum sérhæfðum tækjum. Á heimasíðu safnsins er að finna mikið af myndum af þess konar tækjum og eru þarna margar tegundir sem maður hefur aldrei heyrt um enda oft sérhæfð atvinnutæki sem voru framleidd sérstaklega fyrir vissa aðila. Myndasafn safnsins. [16.05]jslVarahlutasíða

Hérna er ein góð síða með margskonar varahluti í ýmsar gerðir fornbíla. Þarna er örugglega hægt að finna eitthvað sem vantar, eða er gott að eiga þegar kemur að uppgerð. Flestir hlutirnir eru NOS, (gamall lager), eða uppgerðir hlutir sem eru seldir gegn því að senda til baka gamla stykkið sitt. [15.05]jslDrexel Grapevine Antiques

Á þessari heimasíðu er að finna allskonar gamalt dót sem tengist bílum, frá barmnælum til auglýsingaspjalda. Þetta er eitthvað til að gramsa í um helgina, og þarna er fleira til sölu, allt eftir því hverju fólk hefur áhuga á að safna. [12.05]jsl/gösÖnnur ferð sumars

Í gærkvöldi var fyrsti kvöldrúntur sumars og mættu rúmlega 30 bílar við Bílanaust, Bíldshöfða. Þar bauð Bílanaust upp á kaffi fyrir félaga og blýbæti fyrir bílinn. Farið var síðan góður rúntur um Grafarvog og Grafarholt. Í lokin var síðan rúntur um Mosfellsbæ og endað á Ásláki í kaffi. Myndir eru komnar á myndasíðu og eins hér fyrir félaga. [11.05]jsl


Myndun bíla í sumar

Í sumar ætlum við að gera átak í að mynda betur bíla félaga, og í öllum ferðum sumars, og eins í Árbænum á miðvikudagskvöldum, verður reynt að mynda nokkra bíla eftir því sem hægt er. Helst viljum við fá fyrst þá bíla sem vantar myndir af í bílaskrá klúbbsins, en áherslan verður á að ná allavega fjórum myndum af hverjum bíl, framan, aftan, inni og svo vélarsal. Veðurfar ræður helst hvort hægt sé að mynda, og eins aðstæður því að bílar verða helst að vera einir á mynd og einhver sæmilegur bakgrunnur. Þeir sem vilja láta mynda bíl sinn sérstaklega geta haft samband við undirritaðann (Jón.) í ferðum okkar. Óskað er eftir að menn hafi á blaði helstu upplýsingar um bílinn og eins sögu hans ef vituð er, einnig netfang ef menn vilja fá sendar þær myndir sem teknar eru af þeirra bíl. [09.05]jsl
Árlegi skoðunardagurinn

Síðasta laugardag var hinn árlegi skoðunardagur og að þessu sinni var Frumherji með opið bæði í Reykjavík og á Akureyri í samvinnu við Bílaklúbb Akureyrar. Fornbílaeigendur á báðum stöðum voru duglegir að mæta með bíla sína og voru ca. 150 bílar skoðaðir á þessum degi, 107 í Reykjavík og um 50 á Akureyri. Á báðum stöðum var hið besta veður, þó að í Reykjavík væri dálítið skýjað, og hafa félagar verið að spá í hverskonar samning fornbílamenn hafa við æðri máttarvöld á skoðunardegi, þar sem sól hefur verið síðustu árin á þessum degi. Eins og venjulega var farið í fyrstu ferð sumars að lokinni skoðun í Reykjavík og var haldið austur fyrir fjall og Þorlákshöfn heimsótt. Eftir góðan rúnt um bæinn var stoppað við Skálann í Þorlákshöfn og þar var ís í boði Skálans. Eftir ágætt stopp var haldið til Hveragerðis og farinn rúntur þar um, var síðan endað í Eden þar sem voru ýmsar uppákomur í tilefni nýrra eiganda. Eigendur Eden tóku rausnarlega á móti ferðalöngum og vill Ferða og félaganefnd þakka eigendum Eden fyrir góðar móttökur. Á Akureyri var blíðskapaveður og þar var grillað eftir skoðun og hafa fornbílamenn örugglega haft þar góðan dag eins og hérna í bænum. Björgvin Ólafsson félagi okkar á Akureyri sendi okkur nokkrar myndir og eru þær komnar á Myndasíðu ásamt öðrum frá þessum degi, félagar hafa aðgang að fleiri og stærri hérna. [08.05]jsl


Vegna Viðskiptakorta frá Shell

Ítrekað skal að umsókn um Viðskiptakort Shell, vegna afsláttar til félagsmanna FBÍ, er eingöngu hægt að gera í gegnum umsóknarform FBÍ á netinu. Það er ekki hægt að sækja um kortið hjá Shell beint, eingöngu umsóknir sem koma í gegnum FBÍ eru afgreiddar frá Shell til félagsmanna. Vegna fyrirspurna skal tekið fram að umsaminn afsláttur reiknast af auglýstu lítraverði Shell, sem er verð með fullri þjónustu. Sjálfsafgreiðsluverð er með innbyggðum afslætti, svo að afsl. í krónum lækkar sem nemur því, alltaf er miðað við hæsta verð þegar afsláttur er reiknaður. Umsóknarform. [03.05]jslFabrica Italiana Automobili Torino

Betur þekkt sem FIAT og hefur verið í bílaframleiðslu allt frá árinu 1903. Allt frá 1910 hefur Fiat verið stærsti bílaframleiðandi Ítalíu og ættkomendur Giovanni Agnelli sem var einn af stofnendum Fiat hafa alltaf setið í stjórn þess. Árið 1923 var Lingotto bílaverksmiðjan tilbúin og var jafnframt sú stærsta í Evrópu á þeim tíma, var hún með öllum þeim nýjungum sem voru til á þeim tíma. Fiat hefur komið víða við í Ítölsku atvinnulífi, allt frá því að framleiða ritvélar til þess að eiga Alitalia, aðalflugfélag Ítalíu. Árið 1967 eignaðist Fiat framleiðandann Autobianchi og árið 1969 ráðandi hlut í Ferrari og Lancia. Á tímabili átti Fiat einnig Citroën, en seldi það aftur árið 1976. Zhulagi verksmiðja, betur þekkt sem Lada, var reist í gömlu Sovétríkjunum um 1970 og voru einnig verksmiðjur reistar í Júgóslavíu, Póllandi, Búlgaríu og Rúmeníu. Alfa Romeo bættist við í safnið árið 1986 og Maserati árið 1993. Hérna er hægt að sjá nokkar myndir af ýmsum tegundum Fiat bíla. [02.05]jsl