Eldri fréttir - Mars 2006

Fornbílamyndir og tónlist!

Fyrir skömmu fékk undirritaður myndir frá Tim Olson í Bandaríkjunum af hinum sögulega Gerlach-bíl, sem eins og flestir vita er Mercedes Benz 290 árgerð 1937, fyrrum aðalræðismannsbíll Þriðja ríkisins á Íslandi. Tim var nýlega á ferð um Ohio og rakst þar á Benzann og eiganda hans Rudi Kamper. Fékk hann upplýsingar um sögu bílsins og einstakan áhuga Íslendinga á honum. Varðandi þessa framsetningu bílamynda, ásamt tónlist, þá væri skemmtilegt að fá slíkar myndasyrpur af nýinnfluttum fornbílum til birtingar á heimasíðu Fornbílaklúbbsins! [31.03]ösDóta og verkfærakvöld

Eins og síðustu ár var þetta kvöld vel sótt og sýndu félagar ýmislegt forvitnilegt. Kosið var um áhugaverðustu munina og hlaut Rudolf Kristinsson fyrsta sæti fyrir gömul og sjaldgæf verkfæri, annað sæti hlaut Jóhannes Þorsteinsson fyrir skemmtilegar bílamyndir gerðar úr ýmsum daglegum hlutum. Haldin var líka getraun um bílategundir og var Örn Sigurðsson hlutskarpastur í henni með 39 rétt svör af 55 mögulegum. Myndir eru komnar á myndasíðu og eins hér fyrir félaga. [30.03]jsl"Woodies"

Bílar sem eru að mestu úr eða klæddir viði hafa verið kallaðir "Woodie" í gegnum árin. Oft eru sterk viðbrögð hjá mönnum þegar þeir eru nefndir eða sýndir og virðist ekkert vera á milli þess að elska þá eða hata, oft var það tengt þeim bílum sem voru með gerviklæðningará hliðum, um og upp úr 1978. En hvað sem mönnum finnst þá er þetta partur af bílasögunni og hérna er hægt að sjá mikið af myndum af "Woodies" frá öllum árum. [29.03]jsl/gösHanomag Íslands- ferðir

Günter Eisenhardt heldur mikið upp á Hanomag og hefur komið mörgum sinnum til Íslands á sínum Hanomag trukk. Günter hefur sett upp heimasíðu um þessa trukka og ferðir sínar hingað, einnig er að finna ýmsar upplýsingar um Hanomag og mikið af myndum af þeim í ferðum, og allskonar myndir frá Íslandi. Mesta efnið er á þýsku en margt á ensku, en myndir þurfa ekki alltaf skýringar. Heimasíða Günters. [27.03]jsl/shSkemmtilegar bílamyndir

Netið er hafsjór fróðleiks og vart líður sá dagur að skemmtilegt efni finnist ekki um fornbíla. Á þýskri Oldtimer heimasíðu er að finna yfir 500 gamlar bíla- og mannlífsmyndir eins og öllum bílamönnum þykir skemmtilegast að skoða. Flestir bílanna á myndunum eru þýskrar- og bandarískrar gerðar, en einnig má sjá þar nokkra breska, ítalska og tékkneska bíla, auk undanlegra atvinnubíla sem fæstir okkar hafa nokkru sinni litið augum. Slóðin er: www.oldtimer.net [24.03]ösT@B hjólhýsi

Nú eru fáanleg á Íslandi hjólhýsi sem minna mikið á gömlu "Tear-drop" hýsin sem eru aftur orðin vinsæl meðal fornbílafólks. Þessi smáhýsi eru létt og meðfærileg og ekki skemmir fyrir að þau passa ótrúlega vel við eldri bíla. Hérna er hægt að sjá meira um þau á heimasíðu T@B, en Seglagerðin Ægir er söluaðili á Íslandi. [23.03]jslPackard safn

Árið 1992 stofnaði fornbílaáhugamaðurinn Bob Signom, Packard safn í húsnæði fyrrverandi Packard umboðs í Dayton, Ohio. Um 50 bílar eru þar til sýnis og árið 2004 fékk safnið sérstaka viðurkenningu bílasafna "Bradley Award" sem er eingöngu veitt söfnum sem þykja varðveita bílasöguna vel, en aðeins sex önnur bílasöfn hafa fengið hana. Hérna er hægt að sjá nokkrar myndir frá safninu og eins heimasíða þess. [22.03]jslFornbílar í Suður-Afríku

Hérna er góð myndasíða af fornbílum í Suður-Afríku, en eins og í flestum löndum er þar einnig áhugi fyrir fornbílum og virðist vera nokkuð fjölbreyttur bílafloti til á þessu svæði. www.dyna.co.za/cars/gallery [20.03]jsl/gös


Ferða og Félaganefnd

Nýlega var ákveðið af formönnum Ferða- og Félaganefndar að sameina þær í eina nefnd sem sér um öll ferða og félagsmál klúbbsins. Með því verður til stærri og öflugri nefnd og jafnframt skipast verkin niður á fleiri. Tveir nýjir koma inn í nefndina, þeir Gunnar Örn Hjartarson og Þorgeir Kjartansson. Sumardagskráin er óðum að taka á sig mynd og stefnir í hörkugóða dagskrá í sumar. Fljótlega verður kynnt dagskrá stærstu ferðanna, en dagsetningar breytast ekki frá útgefnu dagatali. [17.03]jsl


Upplýsingar vegna eBay

Þar sem fornbílamenn skoða mikið og kaupa bíla á E-Bay, er vert að benda á nokkur ráð þegar verslað er á netinu. Í fyrsta lagi ef eitthvað lítur út fyrir að vera of gott til að vera satt, þá er oft eitthvað að svoleiðis tilboðum, í öðru lagi ef haft er samband beint við kaupanda og boðinn "góður díll" þá borgar sig ekki að taka þátt í því, í þriðja lagi þá er gott að vera með eBay Toolbar uppsett og fylgist það með því hvort maður sé á síðu frá eBay eða ekki, eBay Toolbar fylgist líka með þeim uppboðum sem maður er með í gangi og lætur vita rétt áður en þau loka. Hérna er líka smá grein um svona viðskipti og eiga þau líka við um flest viðskipti á netinu. Að lokum þá er vert að benda á að gott er að vera með sér kreditkort sem er eingöngu notað fyrir netið, svo auðvelt sé að loka því ef eitthvað kemur upp á. [16.03]jsl/sh


Retro Fifties Website

Hrifinn af öllu sem við kemur ´50 og ´60? Áttu bíl frá þessum árum og langar að vita meira um lífið þá? Hvernig væri þá að kíkja á Retro Fifties Website og lesa um allt og ekkert sem við kemur þessum árum, ef þú hefur ekki áhuga á að lesa um árin, þá er allavega hægt að skoða myndir af bílum frá sömu árum. [15.03]jsl/gös


Gömul módel

Það eru ekki bara gamlir bílar sem fá uppgerð og reynt er að nota upprunalegu hlutina, heldur eru til þeir sem setja saman gömul bílamódel og reyna að nota öll efni sem voru til á árum áður. Þegar lesið er um þetta hobbý, þá er ótrúlega mikil vinna sem fer í þetta, finna réttu efnin, nota gamalt sparsl og annað sem tilheyrir. Hérna er heimasíða þeirra og eins er hægt að sjá nýjustu verkefnin. [14.03]jslDetroit Autorama

Autorama sýningin var haldin nýlega, en þessi árlega sýning er tileinkuð breyttum og sérsmíðuðum bílum. Sérstök verðlaun, Ridler Award, eru veitt þeim bíl sem ber af hvert ár, en til þess að geta keppt um þau má viðkomandi bíll ekki hafa verið sýndur áður á sýningu. Öll stærri bílaverkstæði sem taka að sér uppgerðir og sérsmíði sýna nýjustu bíla sína á þessari sýningu og er mikið lagt í vinnu þeirra og sjónvarpsþættir gerðir um smíði þeirra. Hérna er hægt að sjá myndir frá síðustu Autorama. [13.03]jslNýr glæsivagn í flotanum

Nýlega bættist nýr glæsivagn í fornbílaflota landsmanna, en það er Buick model 87 af árgerð 1931. Bíllinn, sem er nýinnfluttur frá Bandaríkjunum af Árna Valdimarssyni á Selfossi, er allur hinn besti og fær innan skamms fornnúmerið ÁR-21. Þessi gerð númera tilheyrir elsta flokki fornmerkja, fyrir bíla eldri en af árgerð 1937, en í þessu tilfelli merkir ÁR Árnessýsla. Selfyssingar geta sannarlega verið stoltir af fornbílum sínum, en óhætt er að fullyrða að hvergi á Íslandi eru fleiri fornbílar miðað við höfðatölu íbúanna. [10.03]ösBílanaust í gækvöldi

Fræðsluferð var farin að þessu sinni um hina nýju verslun Bílanausts að Bíldshöfða. Var félögum sýnt um lager og verslun, en gífurleg breyting hefur orðið á umfangi Bílanausts frá síðustu heimsókn félaga. Eftir skoðunarferð var boðið í kaffi og menn gátu spjallað við þá Bjarna sölustjóra, Örn verslunarstjóra og Jóhann framkvæmdarstjóra Bílanausts, en þeir voru leiðsögumenn okkar þetta kvöld. Myndir eru komnar á myndasíðu og eins hér fyrir félaga. [09.03]jslClub de Automóviles Antiguos de Chile

Um allan heim eru fornbílaklúbbar og flestir með heimasíður eða einhverjar upplýsingar á netinu. Þessi fornbílaklúbbur er í Chile og þó að maður sé ekki sleipur í spænsku þá þarf það ekki til þess að skoða myndir frá þeirra starfi. Það virðist samt bera mikið á fornbílaralli í þeirra starfi, enda býður land þeirra upp á það með hrjóstrugu en fallegu landslagi. Hérna er myndasíða þessa klúbbs og flestir tenglar vísa í myndir frá ferðum þeirra. [07.03]jsl/gösAthöfn við Sæbraut

Um 250 bílar úr öllum bílaklúbbum voru mættir niðri á miðbakka til að taka þátt í minningarathöfn þeirra sem hafa látist í alvarlegum umferðaslysum undanfarið. Ekið var í lögreglufylgd út á Sæbraut upp að Ártúnsbrekku og síðan Sæbraut aftur til baka og bílum lagt við Heimilistæki þar sem kertum var útdeilt í boði Bílanausts. Var kertum síðan raðað upp beggja vegna við aðra akbraut Sæbrautar, og náði kertaröðin frá Heimilistækjum að gatnamótum við Kirkjusand. Með þessari athöfn vildu bílaklúbbarnir einnig minna á nauðsyn á betri fræðslu og kennslu til handa ungum ökumönnum, og minna á að hraðakstur er dauðans alvara og ekki aftur snúið þegar slysin gerast. Hérna er hægt að sjá nokkrar myndir frá kvöldinu. [06.03]jsl


Hækkun geymslugjalda á Esjumel

Í byrjun mánaðarins voru geymslugjöld klúbbsins hækkuð sem hér segir: Mánaðargjald fólksbíla er nú 4500 kr., en 6000 kr. fyrir vörubíla. Ástæða þessarar hækkunar er fyrst og fremst aukinn rekstrarkostnaður, einkum vegna nýliðinna framkvæmda við jarðvegsskipti, dren- og skolplagnir, auk þess sem skipt verður um hurðir á húsum I og III. Aðsókn að bílageymslunum hefur verið góð, stæðanýting frábær og biðlistar nánast tæmdir. [03.03]ös/rk


Gilmore Car Museum

Félagi okkar Sigurður Ólafsson sendi okkur tengil á þetta safn sem er í Michigan fylki, en þetta er hans uppáhalds safn og af heimasíðu þess að dæma er það auðskilið, og safnið örugglega þess virði að skoða það ef viðkomandi er á ferð á þessum slóðum. Þarna er að finna Pierce-Arrow, Tucker og Hudson meðal annarra tegunda.www.gilmorecarmuseum.org [02.03]jslBugatti

Nafn sem hefur alltaf verið tengt við hraðskreiða og dýra bíla, og á fyrri part síðustu aldar aðallega sem leikföng auðmanna. Hérna er síða sem er tileinkuð Bugatti bílum og öðru sem tengist því nafni. Eins er þar góð myndasíða þar sem gott yfirlit er yfir margar tegundir Bugatti. [01.03]jsl/gös