Eldri fréttir - Febrúar 2006


Ábúðarmiklir fornbílamenn

Á þessari síðu er hægt að finna upplýsingar um fornbílasafn í Moskvu, ef þið verðið þar á ferð í framtíðinni. Þessir tveir fornbílamenn sem eru á meðfylgjandi mynd, t.v. eigandi safnsins og t.h. er leiðsögumaður safnsins, báðir mjög traustvekjandi. Það er svo sem ekki mikið að sjá á þessari síðu, lestur á henni bætir það upp, en við mælum samt ekki með að hún sé notuð til enskukennslu. [28.02]jsl/gösÍslensk Snow-Trac síða

Björn Benediktsson hefur lokið við að setja upp síðu sem tileinkuð er Snow-Trac snjóbílum, en þeir unnu mörg þörf verk hér áður fyrr í slæmri vetrarfærð, og gera enn. Mikið af myndum er á þessari síðu Björns bæði innlendar og erlendar. Þó að þetta séu ekki beint venjulegir bílar þá eru þetta samt farartæki, og eins og með allt þá verða þau gömul og eiga sína sögu. Það er líka gaman að sjá svona framtak eins og Björns sem verður til þess að hægt er að finna á sama stað upplýsingar um sérhæfð tæki. [27.02]jslSíðbúnar myndir

Síðasta vor fóru nokkrir félagar í vörubílaferð að Sólheimum, Hrunamannahreppi, og heimsóttu þau Jóhann og Esther fornbílaeigendur. Við erum loksins búnir að fá nokkrar myndir frá þessari ferð og er ekki hægt að sjá annað en ferðamenn hafi fengið besta veður og átt góðan dag. Hérna er hægt að sjá myndir frá þessari ferð. [24.02]jslÍ gærkvöldi

Safnarakvöld var haldið í gærkvöldi og mættu félagar með sýnishorn af ýmsum munum úr söfnum sínum og sýndu öðrum félögum. Þarna mátti sjá módelbíla, smábíla, myndavélar, myndir og fl. Forskot var tekið á bolludaginn með bollukaffi sem Ragna og Jenný stóðu fyrir. Myndir eru komnar á myndasíðu og eins hér fyrir félaga. [23.02]jslFornbíla útvörp

Þó að flestir séu með upprunalegu tækin í sínum bílum, þá eru þau oft ekki virk lengur eða hafa bara AM og ekki hægt að nota þau neitt að ráði. Hérna er fyrirtæki sem selur tæki er líta út sem gömul og hægt er að nota, þau virka eins og tæki í dag, með stereo og FM, jafnvel með CD sem er falinn annars staðar. Antique Automobile Radio, Inc. [22.02]jslVel heppnað þorrablót

Síðasta föstudagskvöld var þorrablót FBÍ haldið, í fyrsta sinn, í húsnæði klúbbsins í Árbæjarsafni. Félaga og Ferðanefnd stóð saman að þessu kvöldi og miðað við umsagnir gesta þá hefur þessi tilraun heppnast vel og gæti vel orðið fastur liður. Um 90 gestir mættu og boðið var upp á þorramat frá félaga okkar, Sigurði í Kjötsmiðjunni, en Sigurður og eiginkona hans áttu stóran þátt í að hægt var að bjóða félögum þetta kvöld á hagstæðu verði. Eftir mat og kaffi var dansað á neðri hæðinni fram undir miðnætti. Myndir eru komnar á myndasíðu og eins hér fyrir félaga. [20.02]jsl


Fornbílar í bíómyndum

Hérna er ein góð síða til að skoða um helgina. Á henni er hægt að velja tegund bíls og sjá í hvaða bíómyndum sú tegund hefur verið notuð í. Eins er hægt að sjá nánar um viðkomandi mynd og skrifa sína umsögn um viðkomandi bíl eða mynd. [17.02]jsl/shSöfnun getur borgað sig

Stundum getur söfnun á ýmsum munum verið tóm óreiða, en ef tekið er á henni skipulega og haldið sig við vissa hluti, þá getur útkoman orðið hið besta safn. Yann Saunders byrjaði um 1956 að safna módelum, leikföngum og öðru sem tengdist Cadillac og La Salle. Þegar safnið var sem stærst þá var hann með um 750 hluti í því og í mörgum tilfellum voru hlutir sem hann keypti á árum áður á $5-10 metnir á $2000-3000. Þegar Yann lendir í slysi árið 1987 þá fer hann að hugsa um hvað hann í ósköpunum ætti að gera með allt þetta dót, svo hann fann kaupanda af safninu og keypti 18 tonna snekkju. Nokkrum árum seinna seldi hann snekkjuna með góðum hagnaði og keypti hús, allt fyrir safnið sitt. Hérna er hægt að skoða myndir af safninu hans. [16.02]jslFramkvæmdir hafnar !

Í gær hófust jarðvegsframkvæmdir vegna byggingar FBÍ í Elliðaárdal. Heimir og Þorgeir ehf áttu hagkvæmasta tilboðið í þennan hluta verksins og var samið við þá í byrjun febrúar, en verklok er 1. apríl. Á næstu dögum verða send út tilboðsgögn í sjálfa bygginguna en tilboðum skal skila inn fyrir 1. apríl. Má búast við að búið verði að semja við byggingaverktaka fyrir 1. maí. Hægt er að fylgjast nánar með framkvæmdum á sér síðu, en tengil á hana er að finna á forsíðu fornbill.is, Bygging FBÍ. [15.02]jslJohn Samsen

Frá 1952 til 1976 vann John Samsen, ásamt öðrum, að hönnun margra bíla bæði hjá Ford og Chrysler, þar á meðal Thunderbird og Cudu. Vinna hans fólst í að teikna upp bíla og gera myndir af þeim og um leið útfæra tillögur um útlit. Á þessari heimasíðu er farið yfir hönnunarferil nokkra bíla og þróun útlits þeirra, eins er hægt að sjá myndir af mörgum öðrum hugmyndabílum hans. [14.02]jsl/gösHámarkið

Þó að "Kaninn" sé framarlega í flestu, þá er öruggt að hann er fremstur í öfgum og eru Kalíforníubúar þar fremst í fylkingu. Ef það er eitthvað sem er nógu vitlaust og öfgakennt þá má búast við að það hafi byrjað í því ríki. Hér er eitt dæmi, Blessing of the Cars, þar koma saman fornbílaeigendur og fá prest til að blessa bíla sína og fá jafnvel vígt vatn á vatnskassann ! En ef marka má myndir frá svona móti þá eru gestir reyndar ekki klæddir í samræmi við svona kirkjulega athöfn. Við ættum kannski að fá prest á næsta landsmót og fá skvettu af vígðu vatni á kassann, kannski kemur það í veg fyrir að það sjóði hjá sumum. [13.02]jsl/gösOldsmobile 1958

Mörgum finnst 1958 árgerðin af Oldsmobile bera af öðrum árgerðum frá Olds og jafnvel öðrum framleiðendum. Ekki ætlum við að taka afstöðu til þess en hér er góð síða sem Sigurbjörn Helgason sendi okkur, sem er tileinkuð ´58 Olds með ýmsum upplýsingum um gerðir, stærð, þyngd og fleira. [09.02]jsl/shBílafrímerki

Þar sem oft fer saman áhugi á fornbílum og ýmiskonar annarri söfnun, þá eru frímerki þar á meðal. Oft sérhæfa frímerkjasafnarar sig í löndum, árum, viðburðum eða öðru og þar á meðal bílum. Flest lönd hafa gefið út frímerki tileinkuð bílum, annað hvort vegna afmælis tegunda eða annarra tilefna. Hér á landi hafa verið gefin út bílafrímerki með myndum af nokkrum fornbílum og öðrum bílum. Hérna eru tenglar á nokkrar frímerkja síður. www.postur.is www.bombaystamps.com www.postur.is/Fyrsti bíllinn http://search.ebay.com [08.02]jsl/gösHorseless Carriage Club of America

Hérna er heimasíða þessa klúbbs, en þar er að finna margar góðar myndir af þesum "old timers". Einnig er skemmtileg myndasíða af fatadegi þeirra. [06.02]jsl/gös


Great Autos of Yesteryear

Oft dettur maður niður á ýmsar síður þegar verið er að leita á netinu og hér er ein slík, Great Autos of Yesteryear (eða skammstafað GAY eins og þeir gefa upp). En burt séð frá þeirri skammstöfun þá er nokkuð gott myndasafn á þessari síðu og ágætt að nota helgina til að rúlla í gegnum það. [03.02]jslHuldubíll á íslenskri grund

Þessi forláta Packard-limmósína virðist hafa dvalið hérlendis í nokkur ár, en fátt annað er um hana vitað. Sérfróðir telja að um sé að ræða árgerð 1947 sem hafi á sínum tíma verið lengd til notkunar á flugvöllum. Á árunum eftir seinna stríð voru svona langvagnar mikið notaðir til að keyra flugáhafnir um borð í vélar, sem þá stóðu ávallt úti á brautum, fyrir daga landgöngubrúa. Hvenær þessi bíll kom til Íslands, í hverra eigu hann var og hver örlög hans urðu er hins vegar stór spurning. Allir sem hafa einhverja vitneskju um þetta merkilega ökutæki eru beðnir um að senda undirrituðum tölvupóst í netfang orn.sigurdsson@edda.is. [02.02]ösUppboð

Nýlega var haldið uppboð á merkilegum fornbílum í Arizona, en þar fór hæst einn af fjórum 1965 Aston Martin DB5 Coupe sem var notaður í James Bond mynd. Sá bíll er með öllum þeim aukabúnaði sem notaður var, svo sem vélbyssur, númeraplötur sem hægt er að breyta, búnað til að skera dekk á öðrum bílum og skotheldri hlíf sem kom upp hjá skottinu. Þessi bíll fór á litlar 129 milljónir. Fleiri merkilegir bílar fóru líka fyrir háar upphæðir t.d. Al Capone's 1928 Cadillac Town Car sem fór á 38 milljónir og 1964 Pontiac Bonneville sem Hank Williams Jr. átti, en hann fór á aðeins 13 milljónir. Alls voru 108 bílar boðnir upp og heildarsala var upp á 1.9 milljarð. Hver segir svo að fornbílar séu ekki góð fjárfesting, bara spurning að eiga rétta bílinn ! Hérna er síðan hægt að sjá fleiri myndir frá þessu uppboði. [01.02]jsl