Eldri fréttir - Júní 2005

"Venjulegir" fornbílar

Nýlega var haldin sýning á fornbílum Dearborne þar sem áherslan var að sýna bíla sem voru algengir á götum Bandaríkjanna á árunum 1933 til 1973 og þróun þeirra. Hérna er hægt að lesa meira um þessa sýningu og eins myndir frá henni. [29.06]jslÁhugamenn fara víða

Víða fara Íslenskir fornbílaáhugamenn og láta ekki neitt fara fram hjá sér. Garðar Lárusson, sem er staddur á Sri Lanka, sendi okkur myndir af fornbíl sem hann kannast ekki við og spyr okkur um tegund. Garðar tekur fram að bílar á þessum slóðum séu talsvert ólíkir því sem við eigum að venjast og örugglega eru þarna til einhverjar samsuður af ólíkum tegundum. Sérfræðingur okkar, Sigurbjörn Helgason, var fljótur að finna þetta út og allt bendir til að þetta sé 1953-55 Peugeot 203. [28.06]jslLok Landsmóts

Eins og flestir hafa tekið eftir var Landsmót FBÍ haldið um síðustu helgi á Selfossi. Margir félagar voru mættir síðasta föstudag þegar haldið var austur og gistu þeir alla helgina á Selfossi. Nokkrir bílar komu frá Akureyri og var gaman að fá mætingu bíla sem eru ekki oft á ferð hér í bænum. Þrátt fyrir mikla rigningu á laugardeginum var sett upp sýning með rúmlega 60 bílum, strax við upphaf sýningar kom margt fólk til að skoða bílana og rabba við félaga. Um kvöldið var grillað og félagar skemmtu sér síðan frameftir. Sunnudagsmorgunn rann upp heiðskír og þurr og var haldið áfram með dagskrá og farið í bílaþrautir. Velti-Pétur er ný þraut sem var lögð fyrir félaga, fólst hún í að ná jafnvægi á sem stystum tíma og svo Hægakstur og var þar reynt að ná sem lengstum tíma án þess að bremsa eða taka úr gír. Í Velti-Pétri varð Grímur Vikingur í 1. sæti, Einar J. Gíslason í 2. sæti og Jörundur Hákonarson í 3. sæti. Í Hægakstri varð Sigurjón Karlsson í 1. sæti, Anton Ólafsson og Jón S. Loftsson deildu 2.-3. sæti. Í lok móts var síðan farið í akstur um Selfoss sem endaði hjá Hótel Selfoss. Þrátt fyrir rigningu á parti helgarinnar voru þátttakendur sammála um að þetta hafi verið hin besta helgi þegar á allt er litið. Myndir eru komnar á myndasíðu og eins fleiri og stærri fyrir félaga. [27.06]jslFornbílasýning á Landsmóti

Í morgun hafa fornbílar verið að streyma að tjaldstæðinu og er búið að setja upp stóra sýningu bíla. Veðrið hefur ekki verið það besta, rigning í allan dag en lítu betur út með sunnudag hér á Selfossi.En félagar hafa ekki látið það ekki á sig fá og voru rúmleg 60 bílar sýndir í dag og mikið af fólki sem kom að skoða. Í kvöld verður sameiginlegt grill, síðar um kvöldið skemmta félagar sér við leiki og söng. Nokkrar myndir [25.06]jslLandsmót sett

Í kvöldi var Landsmót Fornbílaklúbbsins sett á Kambabrún af Ólafi Helga Kjartanssyni, Sýslumanni, og var honum síðan ekið niður gömlu Kamba í einum fornbíl, á eftir fylgdu síðan nokkrir fornbílar. Síðar um kvöldið hafa félagar verið að koma sér fyrir á tjaldstæðinu á Selfossi, en þar er mótið haldið. Um 50 bílar eru þegar mætir á tjaldstæðið, margir sem hafa verið að fylgjast með komu okkar hingað. Á morgun, laugardag, verður sýning á þeim bílum sem mæta á staðinn og farið verður í bílaþraut. Veðrið var mjög gott í gærkvöldi og allt stefnir í góða helgi hjá félögum. Nokkrar myndir [24.06]jslEr svipur með þeim?

Enn fjölgar þeim bílaframleiðendum sem eru að markaðssetja nýja bíla með fornbílasvip, eða svokölluðu retro-útliti. Nú hyggst Chevrolet hefja framleiðslu á hinum svonefnda HHR-bíl (Heritage-High-Roof), sem svipar um markt til PT Cruiser-bíls Chrysler, en hann hefur verið mjög söluvænn á liðnum árum. Sömu sögu er að segja af nýja Mustanginum sem er snoðlíkur ´68-´69 bílnum og segja margir að þar hafi framleiðandinn gengið skrefið til fulls, honum sjálfum til heilla og bílaáhugamönnum til óblandinnar ánægju. Nú er bara að bíða og sjá hvort að dæmið gangi einnig upp hjá Chevrolet, sem segist vera að endurlífga ´49 Suburban, hvað svo sem fornbílamenn segja um það! Hér eru fleiri myndir af HHR-bílnum: [24.06]ösOg enn fjölgar fornbílunum

Innflutningur fornbíla er í góðum gír þessa dagana, enda er enn hægt að gera góð kaup í vesturheimi og ekki spillir hagstætt gengi Bandaríkjadals. Ólafur Arnar Árnason keypti á dögunum þennan afar snyrtilega Mercury Monterey árgerð 1963 á ebay og gjaldið var ekki hátt, einungis 3300 dalir, eða 215.000 kr. Samkvæmt okkar útreikningum ætti þess bíll að standa hér á götunni á rúmlega 500.000 kr. með flutningskostnaði og öllum aðflutningsgjöldum, sem telst sannkallað tombóluverð fyrir góðan fornbíl. [22.06]ös17. júní

Að venju fóru félagar í hátíðarakstur í tilefni dagsins og var að þessu sinni mæting í Árbæjarsafni. Eins og allir á Höfuðborgarsvæðinu tóku eftir var frábært veður þennan dag og kom það vel fram í mætingu bíla. Um 80 bílar fóru frá Árbæ í einum hóp og óku niður í bæ og var afar tilkomumikið að sjá samfellda röð af 80 fornbílum aka Sæbrautina. Það óku síðan 50 bílar niður Laugaveg ,en restin niður Hverfisgötu og sameinuðust síðan báðir hópar neðst á Laugavegi og allir keyrðu meðfram mikilli fólksmergð niður Bankastræti, inn Austurstræti, Pósthússtræti og síðan inn á Miðbakka Reykjavíkurhafnar þar sem bílar voru sýndir til kl.16. Um leið og félagar voru búnir að leggja bílum sínum fór að streyma að fólk til að skoða og var stanslaus straumur fólks um svæðið þar til síðustu bílar fóru. Þar sem margir fornbílar komu í stutta heimsókn á miðbakkann meðan á sýningu stóð, má ætla að ekki færri en 100 bílar hafi verið þarna yfir daginn. Myndir eru komnar á myndasíðu og eins fleiri og stærri fyrir félaga. [20.06]jslRochester Heritage Festival

Nú eru fornbílasýningar komnar á fullt úti í Bandaríkjunum og var ein haldin í Rochester nýlega. Þar voru aðallega eldri bílar til sýnis þó að inná milli hafi verið bílar sem eru nær okkur í árgöngum. Þessi sýning er samt eingöngu opin fyrir óbreytta bíla. Sá elsti var frá 1904 og mest var af bílum frá 1930 til 1950. Hérna eru fleiri myndir frá þessari sýningu. [14.06]jslSíðasta laugardag

Laugardagurinn síðasti var sannkallaður fjölskyldudagur, en þá mættu félagar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og sýndu bíla sína á meðan eigendur og fjölskyldur þeirra skemmtu sér saman í garðinum. Tæplega 40 bílar mættu en heildarfjöldi sem kom með þeim var eitthvað um 120 manns. Veðrið var frábært og þrátt fyrir að áætlað væri að vera þarna til rúmlega fjögur um daginn, voru flestir til að verða sex um kvöldið. Um miðjan dag var boðið uppá grillaðar pylsur og frítt var í öll tæki allan daginn í boði garðsins. Nokkrar myndir eru komnar á myndasíðu og eins hér fyrir félaga. [13.06]jslMeira um Studebaker

Þar sem þetta er orðin hálfgerð Studebaker vika hjá okkur er ekki úr vegi að benda á góða heimasíðu þar sem farið er yfir alla sögu Studebaker, allt frá fyrstu hestvögnum til síðustu ára þessa merkis. Þar er einnig að finna gott úrval af myndum sem sýna þróunina í gegnum árin. www.studebaker100.com [09.06]jslBílasýning horfina framleiðanda

Í Ypsilanti, Michigan, hefur síðustu ár verið haldin sýning fornbíla, þar sem áherslan er að sýna bíla frá framleiðendum sem eru löngu horfnir af sviðinu. Eðlilega eru flestir bílarnir orðnir mjög aldnir og margir sem eru jafnvel bara til í örfáum eintökum í dag. Hérna er myndasería frá þessari sýningu.[08.06]jsl


Hvort er hann að koma eða fara?

Í gær var frétt um Studebaker Land Cruiser árgerð 1948. Þegar þessir bílar komu fyrst á markaðinn í Bandaríkjunum árið 1947 þótti útlit þeirra mjög byltingarkennt, en segja má að hér hafi í fyrsta skipti birst bíll með almennilegu skotti, eins og við þekkjum það í dag. Þetta olli nokkru fjaðrafoki, meðal annars hér á landi, og hafði fólk á orði að það gæti ekki þekkt framendann frá afturendanum og vissi þar af leiðandi ekki hvort bíllinn var að koma eða fara! [07.06]ösNýr Land Cruiser kominn til landsins!

Þó flestum detti eflaust Toyota fyrst í hug þegar rætt er um Land Cruiser gæðavagna, þá er nú reyndin sú að þetta ágæta nafn var ekki fundið upp í landi hinnar rísandi sólar. Það á sér eldri og dýpri rætur sem teygja sig alla leið til Indianaríkis í Bandaríkjunum, þar sem Studebaker framleiddi Land Cruiser fólksbíla um tveggja áratuga skeið. Nú hefur Reykvíkingurinn Hrafn Magnússon flutt inn þetta fyrrum flaggskip Studebaker, af árgerð 1948, en segja má að þessi bíll sé kærkomin búbót í fornbílaflota landsmanna, enda Studebaker-fornbílar á Íslandi rétt teljandi á fingrum annarrar handar.
Nokkrar myndir frá Grindavíkurferð í gær.[06.06]ös
Kvöldrúntur í gær

Í gærkvöldi var Þjóminjasafni skoðað undir leiðsögn starfsmanna þess, síðan var félögum boðið í kaffi þar. Ekið var síðan um Breiðholtið og var endað á Essó Ártúnshöfða þar sem Essó bauð félögum uppá ís. Nokkrar myndir frá keyrslu í gærkvöldi eru komnar á myndasíðu og eins fleiri fyrir félaga. [03.06]jslMikill glæsivagn á leið til landsins!

Um næstu mánaðarmót er væntanlegur til landsins frá Bandaríkjunum mikill glæsivagn. Um er að ræða dýrustu gerð af Cadillac árgerð 1942 sem einungis var framleidd í 190 eintökum. Eins og margir vita eru fáir bílar af árgerð 1942, þar sem bílaframleiðendur hófu hergagnasmíði í febrúar ´42, og eru bílar þessarar árgerðar því bæði sjaldgæfir og verðmætir. Eigandi þessa merkilega bíls er Jens Sævar Guðbergsson í Garði og vilja ritstjórar heimasíðunnar óska honum til hamingju með þennan stórglæsilega fornbíl, sem án efa verður eitt af flaggskipum íslenska fornbílaflotans! [02.06]ös