Forsíða - Fréttir

English Share/Bookmark fornbill.is á youtube
Dagskrá er alltaf sett inn á þriðjudögum eða degi á undan viðburði,
aðrar fréttir eftir því sem þær berast.
Bílaskrá uppfærð þann 30-03-2016   Sendu okkur ábendingu um frétt


Mynd með frétt
Dagsferð (2), 28. maí

Ferðin er sameiginlegt verkefni Fornbílaklúbbsins og Digranessafnaðar og ætlum við, félagar í fornbílaklúbbnum, að bjóða fólki með okkur í bílana. Mæting er við Digraneskirkju kl. 09:00 og brottför þaðan kl 10:00. Digranessöfnuður býður upp á létta morgunhressingu áður en lagt er af stað. Ekið verður austur Nesjavallaleið, Úlfljótsvatnskirkja og Ljósafossstöð en þar gefst fólki kostur á að skoða margmiðlunar-sýningu um virkjanir landsins. Þaðan förum við á Selfoss þar sem verður tekið á móti hópnum í safnaðarheimili Selfosssóknar. Að endingu verður Bíla- og flugvélasafn Einars El heimsótt. Áætluð heimkoma er milli 17 og 18. Þátttökugjald verður í ferðina en það er fyrir hádegismat og skoðunarferðir og verður stillt í hóf eins og hægt er. Þátttökugjald í ferðina er 2000 kr. á mann, en það er fyrir hádegismat og skoðunarferðir. Leiðarlýsing Aukaafsláttur er þennan dag fyrir Orkukort/lykilhafa, sjá mynd fyrir ofan. [25.05]jsl


Aðalfundur (1), 25. maí

Aðalfundur Fornbílaklúbbs Íslands verður haldinn miðvikudagskvöldið 25. maí í félagsheimilinu okkar, Hlíðasmára 9, Kópavogi, 3. hæð.

Dagskrá:
1. Fundur settur, skipan fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana
3. Skýrslur helstu nefnda
4. Ársreikningur 2015 lagður fram og borinn upp til samþykktar
5.  Stjórnarkjör
a)  Kosning þriggja meðstjórnenda til 2ja ára
b)  Kosning tveggja varamanna til eins árs
6.  Kosning skoðunarmanna reikninga

- - - Kaffihlé - - -

7.  Kjörnefnd kynnir úrslit kosninga
8.  Árgjald, umræður og ákvarðanataka
9. Önnur mál
10. Fundargerð lesin og leiðrétt
11. Fundi slitið

Húsið opnar kl. 20.00 og hefst fundurinn kl. 20.30 og eru félagar hvattir til að koma akandi á fornbílum. Aðgangur takmarkast við þá sem greitt hafa félagsgjöld fyrir árið 2016 og hafa þeir einir atkvæðisrétt sem greitt hafa þremur vikum fyrir fundinn. Munið félagsskírteinin. Mætingarstig er eingöngu fyrir mætingu bíla eldri en 25 ára.
[24.05]jsl


Skoðun fyrir utan Reykjavík

Frumherji býður uppá skoðunardag fyrir þá félaga Fornbílaklúbbsins sem búa utan höfuðborgar-svæðisins, mánudaginn 23. maí, eða fyrsta opnunardag stöðvar, ef hún er lokuð á mánudeginum. Sama gjald er á öllum stöðvum, kr. 2900, en panta þarf tíma Skoðunarmiðar á skoðunardögum. Frumherji verður með miða á öllum stöðvum, en aukamiðar verða eftir það hjá gjaldkera klúbbsins, bílageymslunefnd og krambúð. [23.05]jsl


Skoðunardagur / Rúntur (1+1), 21. maí

Hinn árlegi skoðunardagur Fornbílaklúbbsins verður laugardaginn 21. maí og vegna samvinnu við Bílaklúbb Akureyrar, Fornbílafélag Borgarfjarðar verður skoðað í Reykjavík og á Akureyri og Borgarnesi sama dag. Hjá Frumherja á Hesthálsi er opið frá kl. 09 til 13, og verður morgunkaffi í boði Frumherja og síðan verða grillaðar pylsur á meðan beðið er eftir skoðun. Þegar skoðun lýkur verður léttur rúntur um miðbæinn. Skoðunargjaldið er kr. 2900 fyrir hvern fornbíl, en það verð gildir aðeins fyrir félagsmenn FBÍ, BA FBF og BS og því er nauðsynlegt að taka gild félagsskírteini með.

BA-Skoðunardagur (1), 21. maí

Á Akureyri verður opið frá kl. 09 til 13 og að venju munu BA fólk grilla í hádeginu. Skoðunargjaldið er kr. 2900 fyrir hvern fornbíl, en það verð gildir aðeins fyrir félagsmenn FBÍ, BA FBF og BS og því er nauðsynlegt að taka gild félagsskírteini með.

FBF Skoðunardagur (1), 21. maí

Í Borgarnesi verður skoðað frá kl. 09 til 12. Skoðunargjaldið er kr. 2900 fyrir hvern fornbíl, en það verð gildir aðeins fyrir félagsmenn FBÍ, BA FBF og BS og því er nauðsynlegt að taka gild félagsskírteini með. [20.05]jsl


Ársreikningur 2015

Ársreikningur er komin á netið fyrir félaga til að kynna sér fyrir aðalfund, prentaða útgáfu er síðan hægt að fá á fundinum sjálfum þann 25.maí. [18.05]jsl


Opið á Esjumel kl. 20 til 23, föstudaginn 20. maí

Vegna skoðunardagsins 21. maí verða bílageymslur klúbbsins við Esjumel opnar föstudagskvöldið 20. maí frá klukkan 20.00 til 23.00. Þeim félögum sem hyggjast sækja bíla sína fyrir skoðun er bent á þessa tímasetningu. [18.05]jsl


Fræðslukvöld Hlíðasmára

Þetta kvöld mun Prólan ehf kynna fyrir okkur umhverfisvæn smur- og ryðvarnarefnin frá Prolan sem byggt er á Lanolin (ull af sauðfé). Þetta efni hefur víst ótrúlega fjölhæfa notkunarmöguleika fyrir nánast hvað sem. Um leið verður kynntur afsl. sem félagar fá hjá Prólan. [17.05]jslPantið tímanlega gistingu á Landsmóti 2016

Nú eru bara 37 dagar þar til Landsmótið verður sett og er upplagt að minna á að panta gistingu í húsi snemma. Verð á gistingu í húsi er:

Eins manns herbergi = 10.000 kr nóttin
Tveggja manna herbergi = 14.000 kr nóttin
3ja - 4ja manna herbergi = 16.000 kr nóttin

Hafa skal samband beint við Gesthús í síma 482 3585 eða á gesthus@gesthus.is og taka fram að pöntun sé fyrir klúbbsfélaga. [17.05]jslOpið hús hjá Steina Sím, 16. maí

Steini Sím (Aðalsteinn Símonarson) verður með opið hús að Steinhellu 1 í Hafnarfirði fyrir félaga í Fornbílaklúbbnum. Þarna verður hægt að líta augum hina ýmsu fornbíla á öllum uppgerðarstigum. Það verður boðið uppá vöfflukaffi á staðnum. Félagar eru hvattir til að taka rúntinn og mæta á sínum eðalvögnum upp úr kl. 16. [14.05]jslFBF Myndakvöld 10. maí

Sýnd verður fræðslumynd um “Moonshine Cars” en þegar mest var um ólöglegt brugg í USA þurfti að koma vörunni á milli og þá þurfti bíla sem færu hraðar en lögreglan. Var þetta einnig byrjun á “Stock Car” keppnum en úr því var síðan NASCAR. Húsið opnar kl. 19 og sýning hefst kl. 20. [09.05]jslVorsýning FBF og Rafta

Fornbílafjelag Borgarfjarðar og Raftar Bifhjólafjelag Borgarfjarðar mun halda sína vorsýningu á Brákarey laugardaginn 7. maí. Væntanlega verða mörg flott hjól þarna til sýnis og svo auðvitað úrval bíla frá vesturlandinu. Sýningin er opin á milli kl. 13 og 17, ókeypis aðgangur. Frítt í göngin fyrir fornbíla þann 7.maí gegn framvísun miðans; 1x miði er ein ferð, 2x miðar fram og til baka. [05.05]jslBílamessa Digraneskirkju (1), 05. maí, ath, lokað í Hlíðasmára 04. maí

Þessi árlega óhefðbundna messa er að stækka rólega en í raun eru þetta tónleikar með smá messuívafi, enda er séra Gunnar í klúbbnum og veit vel hvað á við. Einar Clausen syngur að venju og Sólveig organisti leikur undir. Eins og fyrri ár ætlum við að hittast við kirkjuna kl. 19.30 og messa hefst kl. 20. Eftir messuna býður klúbburinn ásamt kirkjunni upp á kaffiveitingar. [02.05]jsl


2. Kvöldrúntur (1)

Annar rúntur sumars verður miðvikudags-kvöldið 27. apríl og er mæting kl. 20 við Hlíðasmárann og farið verður í stuttan rúnt kl. 20.30 og endað hjá Orka ehf, Stórhöfða 37, en þeir vilja kynna fyrir okkur starfsemi sína og vörur. [26.04]jsl


FBF Aðalfundur

Aðalfundur FBF verður haldinn 26. apríl í Samgöngusafninu í Brákarey. Fundur hefst kl. 20.00. [26.04]jsl


Mynd með frétt
Félagi fallinn frá

Félagi okkar Garðar Schiöth lést þann 11. apríl. Garðar var vel þekktur í klúbbnum, enda mætti hann flest kvöld þó svo að hann væri ekki með bíl á götunni. Hann var búinn að vera aðalskoðunarmaður reikninga klúbbsins í mörg ár og fylgdist vel með innra starfi klúbbsins. Hans verður sárt saknað og vill stjórn senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. Útför var ekki auglýst en hún hefur farið fram að viðstöddum ættingjum og nánum vinum. [23.04]jsl


1. Kvöldrúntur (1), 20. apríl

Fyrsti rúntur sumars verður miðvikudagskvöldið 20. apríl og er mæting kl. 20 á neðra planið við Perluna. farinn verður rúntur um bæinn og endað í kaffi í Hlíðasmáranum. Síðustu ár hafa ýmsir bílar verið að birtast eftir uppgerð eða yfirhalningu og verður spennandi að sjá hvað félagar hafa verið að raða saman um veturinn. [18.04]jslFBF Myndakvöld, opið 19-22

Sýnum 2 stuttar myndir um sögu Volvo og Volkswagen. Húsið opnar kl. 19 og sýning hefst kl. 20. [10.04]jsl


Frá safnarakvöldi
Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld


Safnarakvöld Hlíðasmára, 30. mars.

Þetta kvöld mæta félagar með sitt “dót”, verkfæri, myndaalbúm eða bara hvað eina sem er forvitnilegt til að sýna öðrum. Nóg af borðum til að sýna á og um að gera að koma með eitthvað skemmtilegt. Kosið verður um áhugaverðasta og flottasta safnið, einnig verður hin vinsæla bíltegundagetraun í gangi. Húsið opnar kl. 20.30, kaffi og meðlæti á kr. 500. [29.03]jsl


Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt
Gott fræðslukvöld í gærkvöldi

Guðbrandur Benediktsson heimsótti okkur og fræddi um minjasöfn og verndun minja almennt, enda er fornbílafólk á kafi í verndun minja og sögu. [17.03]jslFræðslukvöld í Hlíðasmára, 16. mars

Að þessu sinni mun Guðbrandur Benediktsson heimsækja okkur og ræða við okkur um gildi minja og varðveislu þeirra. Guðbrandur er safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur, en undir það fellur Árbæjarsafn, Landnámssýningin í Aðalstræti, Sjóminjasafnið í Reykjavík, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Viðey. Húsið opnar kl. 20:30 og dagskrá hefst kl. 21. Kaffi og með því á kr. 500. [15.03]jslMyndakvöld Hlíðasmára, 09. mars

Sýnum 2 stuttar myndir um sögu Volvo og Volkswagen. Húsið opnar kl. 20:30 og sýning hefst kl. 21, heitt á könnunni. [07.03]jslFBF Myndakvöld, 08. mars

Sýnd verður “Cars That Changed the Automobile Industry”, en þar er farið yfir þá 10 bíla sem mest hafa haft áhrif á þróun bílsins. Húsið opnar kl. 19 og sýning hefst kl. 20. [07.03]jslMyndakvöld Hlíðasmára, 10. febrúar

Sýnd verður “Dráttarvélar á Íslandi, enn og aftur” en það er þáttur úr Íslenskri myndaséríu sem tekur fyrir ýmislegt sem viðkemur dráttarvélum hér á landi. Húsið opnar kl. 20:30 og sýning hefst kl. 21. Kaffi og með því á kr. 500. [09.02]jslFBF Myndakvöld, 09. febrúar

Sýnd verður “Dráttarvélar á Íslandi, enn og aftur” en það er þáttur úr Íslenskri myndaséríu sem tekur fyrir ýmislegt sem viðkemur dráttarvélum hér á landi. Húsið opnar kl. 19 og sýning hefst kl. 20. [08.02]jsl


Mynd með frétt
Emeleruð númer

Hp Cars er að taka saman pöntun fyrir emeleruð númer - bæði fyrir bíla og traktora. Það koma 2 stk. af bílnúmerunum en 1 stk. af traktorsnúmerunum. Þeir hafa verið að láta gera prufur sem hafa fengið góðar viðtökur. Verðið hefur verið kr. 35.000,- fyrir bílnúmerin og kr. 15.000,- fyrir traktorsnúmerið. Þar sem stafagerðin er ekki til þarf að teikna númerin upp áður en þau eru send út til emeleringar - allt ferlið tekur því ca 2,5 - 3 mán. Best er að stækka myndina til að sjá þetta betur. Þeir sem hafa áhuga á að láta útbúa númer fyrir sig er velkomið að hafa samband á e-mail: vsh@hpcars.is eða í 897 8550. [05.02]jsl


Þorrablót FBÍ, 06. febrúar

Enn eru til nokkrir miðar á þorrablótið en salurinn getur rúmað 140. Miðaverð með mat og skemmtiatriðum er kr. 4.000. Einnig er hægt að mæta eftir mat (kl. 21) til að sjá skemmtiatriði og er miðaverð þá kr. 2.000 (greitt við hurð). Ekki þarf að greiða fyrir aðgang eftir kl. 22.30 vilji einhver hitta félaga eftir skemmtun. Húsið opnar kl. 19 og borðhald hefst tímanlega kl. 20, hljómsveit klúbbsins leikur fyrir dansi milli 23-01. Miða er hægt að kaupa í Hlíðasmáranum og eins að panta á fornbill@fornbill.is eða í síma 895 8195. [01.02]jsl


Þorrablót FBÍ, 06. febrúar

Minnum á þorrablótið 2016, enn eru til miðar en fjöldi er þegar komin yfir 100. Verð með mat er kr. 4.000 og að venju verða skemmtiatriði. Eins og í fyrra þá verður blótið haldið í sal Skaftfellingafélagsins, Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) 4. hæð. Þar er hægt að hafa fleiri í sæti þar sem síðustu þorrablót hafa verið að stækka. Húsið opnar kl.19 og borðhald hefst kl. 20. Að venju verður mjöður til reiðu. Eftir kl. 23 leikur hljómsveit klúbbsins fyrir dansi til kl. 01. Miða er hægt að kaupa í Hlíðasmáranum og eins að panta á fornbill@fornbill.is eða í síma 895 8195. Ath. eftir 1. febrúar verða ógreiddir/óstaðfestir pantaðir miðar seldir. [26.01]jslGisting á Landsmóti 2016

Nú eru bara 154 dagar þar til Landsmótið verður sett og er upplagt að minna á að panta gistingu í húsi snemma. Lokað er fyrir pöntun á netinu fram til 1. mars og ganga félagar fyrir fram að því.
Verð á gistingu í húsi er:

Eins manns herbergi = 10.000 kr nóttin
Tveggja manna herbergi = 14.000 kr nóttin
3ja - 4ja manna herbergi = 16.000 kr nóttin

Hafa skal samband beint við Gesthús í síma 482 3585 eða á gesthus@gesthus.is og taka fram að pöntun sé fyrir klúbbsfélaga, annars er hætt við að ekki sé tekið við henni fram að 1. mars. [21.01]jsl
Um bíla og álfa

Það er heiti greinar sem Kenneth Vogel skrifaði um ferð sína um Ísland, en hann ásamt félaga sínum heimsótti okkur síðasta sumar og voru þeir auðvitað teknir á rúntinn. Greinin var að birtast í blaði MG klúbbs í Washington. [18.01]jsl


Þorrablót FBÍ, 06. febrúar

Þorrablótið 2016 verður haldið laugardaginn 06. febrúar. Verð með mat er kr. 4.000 og að venju verða einhver óvænt skemmtiatriði. Eins og í fyrra þá verður blótið haldið í sal Skaftfellingafélagsins, Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) 4. hæð. Þar er hægt að hafa fleiri í sæti þar sem síðustu þorrablót hafa verið að stækka. Húsið opnar kl.19 og borðhald hefst kl. 20. Að venju verður mjöður til reiðu. Eftir kl. 23 leikur hljómsveit klúbbsins fyrir dansi til kl. 01. Miða er hægt að kaupa í Hlíðasmáranum og eins að panta á fornbill@fornbill.is eða í síma 895 8195. Ath. eftir 1. febrúar verða ógreiddir pantaðir miðar seldir. [15.01]jslFBF Myndakvöld, 12. janúar

Sýnd verður mynd um sögu Land Rover. Húsið opnar kl. 19 og sýning hefst kl. 20. [11.01]jsl


Lokað 6. janúar í Hlíðasmára

Lokað verður í Hlíðasmáranum þann 6. janúar (þrettándi). [04.01]jslAndlát
Kristján Jónsson, betur þekktur sem Stjáni Meik, lést mánudaginn 28. desember á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum. Kristján var einn af stofnendum klúbbsins og í raun driffjöðurin í stofnun hans 1977. Stjórn klúbbsins vill senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju 15. janúar kl. 13:00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarreikning Félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma: 0515-26-24303 kt. 580690-2389.
Hér er hægt að sjá viðtal við Kristján frá árinu 1992 [04.01]jslMynd með frétt
Bestu jólakveðjur og óskir um gleðilegt nýtt fornbílaár.
Fornbílaklúbbur Íslands
Myndakvöld Hlíðasmára

Á síðasta kvöldi ársins í Hlíðasmáranum sýnum við grínmyndina The Money Pit, en þar segir frá ungu pari sem kaupir sér draumahúsið en ekki er allt sem sýnist og “smáverkin” sem þurfti að gera verða stærri og stærri. Með Tom Hanks og Shelley Long. Húsið opnar kl. 20:30 og sýning hefst kl. 21. Piparkökur og auðvitað heitt á könnunni. [08.12]jslFBF Myndakvöld, frestað til 15. desember

Willy´s, Jeep, Ford allt var þetta byggt á sama grunninum og ekki spurning að þessi jeppi hafði áhrif á gang seinni heimsstyrjaldar og síðan sem landbúnaðartæki eftir stríðið. Húsið opnar kl. 19 og sýning hefst kl. 20. [07.12]jsl

Google
WWW Leita á fornbill.isSækja dagatal FBÍ


Fyrir Android

Ertu ekki að fá póst eða e-mail frá okkur?
Ef ekki smelltu þá hér.

Félagsheimili FBÍ er
Hlíðasmára 9, 3. hæð.
Opið er á milli 20.30 og 23.

Dagskrá er á miðvikudagskvöldum
eða eftir annari auglýstri dagskrá.

Kt: 490579-0369
Banki 0135-26-
reikn. 000530 v/númera
reikn. 000929 v/árgjalds


Sími FBÍ er 571 4011
miðvikudaga 21 - 23.
Varahlutasala 660 1763.

Utan þess tíma er hægt að ná í formann FBÍ í 895 8195
á virkum dögum milli 11-17.


Bílageymslur og
varahlutalager Esjumel 1.

Vetrartími
sunnudaga kl. 13 - 15,

Sumartími
fimmtudaga kl. 20 - 22
lokað í desember, sjá nánar á Dagatali með lokanir.

Sími 660 1763
Skype: geymslur.fbi


Samstarfsklúbbar

Skeljungur

Samstarfsaðili FBÍ
Sækja um viðskiptakort
Sjá nánar um kjör hér