Forsíða - Fréttir

English Share/Bookmark fornbill.is á youtube
Dagskrá er alltaf sett inn á þriðjudögum eða degi á undan viðburði,
aðrar fréttir eftir því sem þær berast.
Bílaskrá uppfærð þann 31-01-2018   Sendu okkur ábendingu um frétt

Afsláttur hjá Frumherja

Eins og síðustu ár mun Frumherji bjóða félögum 50% afsl. af skoðun einkabílsins (bíll yngri en 25 ára) en í stað afsl. miða er nóg að framvísa 2018 kortinu. Skoðunarstöð mun gata kortið til staðfestingar á nýtingu afsláttar og að sjálfsögðu þarf viðkomandi bíll að vera skráður á viðkomandi félaga eða á sama heimilisfang. [12.02]jsl


Mynd með frétt
Myndasýning Hlíðasmára, 14. febrúar

Sýnum trukkamyndina “White Line Fever” frá 1975 með Jan-Michael Vincent. Fjallar um mann sem er að berjast við mafíuna sem stjórnar flutningakerfinu. Húsið opnar kl. 20.30 og sýning byrjar kl. 21. Kaffi og með því á 500kr.

Mynd með frétt
FBF Myndakvöld, 13. febrúar

Fræðslumynd um einn stærsta námutrukk sem er í notkun, Liebherr T284 en hann getur borið allt að 363tonn. Húsið opnar kl. 19 og sýning byrjar kl. 20. [12.02]jsl


Nýtt form til að senda okkur myndir

Nýtt form fyrir bílaskráningu er komið á fornbill.is, bæði á forsíðu og eins “Fyrir félaga - Ýmis form”, er auðvelt að senda með því myndir af viðkomandi bíl. Ath. Skráningar fara ekki sjálfkrafa inn á netið en unnið er úr þeim eftir því sem tími er til. [05.02]jsl


Mynd með frétt
Myndasýning Hlíðasmára, 24. janúar

Fræðslumynd um sögu 007 Bond myndanna, viðtöl við alla sem hafa leikið Bond og auðvitað farið yfir sögu Ian Flemming. Húsið opnar kl. 20.30 og sýning byrjar kl. 21. Heitt á könnunni. [22.01]jsl


Mynd með frétt
Myndasýning Hlíðasmára, 10. janúar

Fræðslumynd um einn stærsta námutrukk sem er í notkun, Liebherr T284 en hann getur borið allt að 363tonn. Húsið opnar kl. 20.30 og sýning byrjar kl. 21. Heitt á könnunni. [08.01]jsl


Mynd með frétt
FBF Myndakvöld, 09. janúar

Fræðslumynd um sögu Mersedes-Benz. Húsið opnar kl. 19 og sýning byrjar kl. 20. [08.01]jsl


Þorrablót FBÍ 03. febrúar

Þorrablótið 2018 verður haldið laugardaginn 03. febrúar. Verð með mat er kr. 5.500 og að venju verða einhver óvænt skemmtiatriði. Blótið verður að þessu sinni haldið í Gala-salnum, Smiðjuvegi 1. Húsið opnar kl.19 og borðhald hefst kl. 20. Að venju verður mjöður til reiðu. Eftir kl. 23 leikur hljómsveit klúbbsins fyrir dansi til kl. 01. Miða er hægt að kaupa í Hlíðasmáranum og panta á fornbill@fornbill.is eða í síma 895 8195. Ath. eftir 1. febrúar verða ógreiddir pantaðir miðar seldir. [03.01]jslSteðjanúmer og pantanir fyrir áramót

Frestur til að panta plötur fyrir áramót er miðvikudaginn 06. desember, smíðað verður síðan aftur í lok janúar 2018. [04.12]jsl


Mynd með frétt
Ný bílabók

Út er komin hjá Forlaginu bílabókin Auðnustjarnan eftir Örn Sigurðsson, fyrrum formann klúbbsins. Þar er saga Mercedes-Benz rifjuð upp með yfir 400 myndum af glæsivögnum, atvinnubílum og kappakstursbílum, en sérstakur kafli er helgaður langri og farsælli sögu Mercedes-Benz á Íslandi. Auðnustjarnan fæst í öllum betri bókaverslununum og hjá Bíladoktornum, Skútuvogi 13 (beint á móti Húsasmiðjunni). [30.11]jsl


Heimsókn, 29. nóvember

Þetta kvöld munum við fara í heimsókn til Öskju (Benz og KIA umboðið) þar sem við munum fræðast um fyrirtækið og væntanlega fá að kíkja á verkstæði og hvernig varahlutaafgreiðsla virkar. Mæting er beint til Öskju, Krókhálsi 11. kl. 20. Lokað verður í Hlíðasmáranum þetta kvöld. [27.11]jsl


Myndasýning Hliðasmára, 15. nóvember

Rúnar Sigurjónsson mun sýna okkur myndir frá Hershey en þangað fóru nokkrir félagar í október. Húsið opnar kl. 20.30 og sýning hefst kl. 21. [14.11]jsl


FBF Myndakvöld, 14. nóvember

World War II cars. Farið er yfir þá bíla sem voru notaðir af æðstu mönnum stríðandi landa og hvað var vinsælt af hershöfðingjum að nota sem sína embættisbíla. Húsið opnar kl. 19 og sýning byrjar kl. 20. [13.11]jsl


Erlend heimsókn, 8. nóvember

Þann 8. nóvember eigum við von á 2 gestum í Hlíðasmárann sem hafa mikinn áhuga á að hitta eigendur bíla fyrir 1960, þess eldri þess betra, og jafnvel að komast í skúraheimsókn til þeirra sem eru með einkasafn. [06.11]jsl


Mynd með frétt
Félagi fallinn frá

Félagi okkar, Kristinn Sigurðsson, lést þann 11. október. Kristinn, betur þekktur sem Kiddi comet, var búinn að vera í klúbbnum í mörg ár og var hann duglegur að mæta í ferðir og var í mörg ár með mestu mætingar á hverju ferðasumri. Kiddi var mest á sínum Mercury Comet (A 3006) og svo Chevy Novu (G 3006). Útförin fór fram fimmtudaginn 19. október. Stjórn vill senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. [21.10]jsl


Verðlaunaafhending, 18. október

Ferðanefnd mun veita þau miðvikudagskvöldið 18. október. Húsið opnar kl. 20:30 og er boðið upp á kaffi og meðlæti. Eftir verðlaunaafhendingu munu myndir frá sumrinu rúlla á tjaldinu.
Gull
Björn Magnússon 24, Rúnar Sigurjónsson 24, Árni Þorsteins./Guðný Sigurð. 23, Björn Gíslason 23, Jón Hermann Sigurjónsson 23, Halldór Rúnar Guðmundsson 22.
Silfur
Ársæll Aðalsteinn 21, Garðar H. Garðarsson 20, Sigurður Ásgeirsson 20, Símon Arnar Pálsson 20.
Brons
Ragnar Jóhannsson 17, Sigurður Gunnar Andrésson 17, Sveinn Brandsson 16, Kristinn Sigurðsson 15, Kjartan Friðgeirsson 14, Kristín Sunna Sigurðardóttir 14, Hilmar Helgason 13, Magnús Magnússon 13, Steingrímur E. Snorrason 13, Sveinn I. Gíslason 13, Þorgeir Kjartansson 13.
[11.10]jsl


Myndasýning, 11.október

Þetta kvöld mun Bjarni Þorgilsson sýna okkur myndir frá síðustu Techno-Classica sem var haldin um vorið 2017. Húsið opnar kl. 20.30 og sýning byrjar kl. 21. Heitt á könnunni. [10.10]jsl


FBF Myndakvöld, 10. október

Þetta kvöld verða sýndar 2 stuttar myndir um sögu Mini og svo Volkswagen. Húsið opnar kl. 19 og sýning byrjar kl. 20. [09.10]jsl


Mætingar í sumar

Búið er að færa inn mætingar í sumar, en það vantar skráningu fyrir varahlutadag og væri gott að þeir sem eru í efri sætum sendi inn mætingu á fornbill@fornbill.is fyrir lok mánaðar þar sem medalíur verða pantaðar í byrjun október. Einnig ef mætingu vantar, er nauðsynlegt að senda inn leiðréttingu. Ath. að stig voru ekki fyrir Ljósanótt og ferð nr. 2, þar sem þær voru felldar niður. [21.09]jsl


Myndakvöld í Borgarnesi 12. september

Sýnd verður gömul upptaka frá umfjöllun sjónvarps um hringferð Fornbílaklúbbsins árið 1987. Efnið er “barn síns tíma” en aftur á móti þá eru allir þeir bílar sem sjást þarna orðnir fornbílar í dag. Húsið opnar kl. 19 og sýning hefst kl. 20. [11.09]jsl


Grillrúntur (1), 06. september

Mæting er við Hlíðasmára kl. 20 og brottför kl. 20.30. Farinn verður rúntur sem endar uppi á Esjumel þar sem grillaðar verða pylsur fyrir félaga. [05.09]jsl


Bíla og fólkshittingur Selfossi, sunnudaginn 03. september

Sunnudaginn 03. september býður Bifreiðaklúbbur Suðurlands öllum bílaáhugamönnum til hittings. Veitingar í boði og óvæntar uppákomur. Hittumst við Bílanaust í Hrísmýri á Selfossi kl 13.00. Eldri bílar eru sérstaklega velkomnir. Upplagt er að fólk mæti við Shell Vesturlandsvegi og fari saman í litlum hópum austur, ágætt er að miða við kl. 12 sem brottfarartíma þaðan en þetta verður ekki skipulögð keyrsla. [01.09]jsl


Ljósanótt - Dagskrá felld niður

Eins og hefur komið fram í blöðum og á miðlum þá verður ekki rúntur á Ljósanótt eins og hefur verið frá byrjun þessarar hátíðar. Fornbílaklúbburinn hefur mótmælt ákvörðuninni og sérstaklega þar sem ekkert samband var haft við bílaklúbba um þetta fyrirfram. Þar með var ákveðið að koma ekki að þessari hátíð, enda er sýningarrúnturinn aðal ástæða mætingar bíla, ekki annað að heyra en að aðrir bílaklúbbar ætli einnig að hundsa hátíðina. Þar með verður engin dagskrá eða kaffiaðstaða á okkar vegum, en þeir sem vilja mæta til að sýna sína bíla verða að mæta á Keflavíkurtún (hjá Duss hús) á milli 10 og 12.30. [29.08]jsl


Kvöldrúntur (1), 30. ágúst

Mæting við Perluna, neðra plan, kl 20. Brottför kl 20:30. Að þessu sinni endum við rúntinn á Byggðasafni Hafnarfjarðar þar sem tekið verður á móti okkur. Aðgangseyrir er 300 krónur. [29.08]jsl


Auka - Wings & Wheels (1), 26. ágúst

Fornbílar og flugvélar, vinsælt hefur verið að mæta á þennan viðburð, en í ár verður þó nokkuð um breytingar á dagskrá og umferð um svæðið. Stærsta breytingin er að ekki verður hægt að koma og fara eins og áður þar sem bílum verður raðað upp á einum stað og ekki er gert ráð fyrir að hægt sé að komast burt fyrr en í dagskrárlok.
Þeir sem ætla að vera með í sýningu bíla mæta frá kl. 11.30 - 12.
Kl. 12 verður rúntur um næsta nágrenni og aka Ferguson félagar fremst og svo fornbílar, öllum er síðan raðað upp þegar rúntur kemur aftur á sýningarsvæðið. Hægt er að koma inn í rúntinn en eftir kl. 13 er svæðinu lokað fyrir umferð. Viðvera bíla er til kl. 17 en þá lýkur dagskrá.
[25.08]jsl


Fornbíladagur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum (1), 20. ágúst

Árlegur skemmti- og afslöppunardagur fornbílafólks verður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sunnudaginn 20. ágúst. Eru félagar beðnir um að mæta með bíla sína milli kl. 9 og 10 um morguninn og er aðkoma frá Holtavegi (beygt niður af Langholtsvegi við Beco). Frítt verður í leiktæki fyrir börn þeirra sem mæta með bíla. Morgunkaffi og grill eftir hádegið. Viðvera bíla er til kl. 17. Fjölmennum!

Blómstrandi dagar í Hveragerði, 19. ágúst

Mæting er kl. 13 á plani við íþróttahús, aðstaða og hressing fyrir bíleigendur í íþróttahúsi. Viðvera til 16. Ath. Röng dags. er á dagatali (12.águst). [18.08]jsl

Wings & Wheels - Óskað eftir sjálfboðaliðum

Þar sem meira skipulag verður á sýningarsvæðinu er óskað eftir sjálfboðaliðum frá þeim klúbbum sem verða með í sýningunni. Okkur vantar 3 aðila sem geta verið í gæslu á svæðinu um daginn. Boðið er upp á grill um kvöldið fyrir þá (+ maka) sem vinna þennan dag. Þeir sem vilja bjóða sig fram sendi okkur póst á fornbill@fornbill.is fyrir 20. ágúst. [14.08]jsl


Árbæjarsafn 60 ára - Óskað eftir bílum, 13. ágúst

Í tilefni af sextíu ára afmæli Árbæjarsafns verður afmælishátíð í safninu helgina 12.-13.ágúst. Óskað er eftir bílum á sunnudeginum (13.ágúst) kl 13. Afmælisdagskrá er milli 13-16, safnið er opið 10-17. Kaffi verður í Kornhúsinu fyrir bíleigendur. Þeir sem hafa tök á eru beðnir að mæta klæddir í stíl við árgerð bílsins til að auka á stemninguna. [10.08]jsl


Kvöldrúntur, 09. ágúst

Mæting er við Shell Vesturlandsvegi kl 20, brottför kl 20:30. [07.08]jsl


Helgarferð fellur niður

Á dagatali var áætluð helgarferð, en hún fellur niður. [27.07]jsl


Kvennarúntur (1+1), 26. júlí

Mæting er kl. 20 við Hlíðasmára og brottför kl. 20.30 og eftir rúnt verður endað á kaffihúsi þar sem kvenfólki verður boðið í kaffi en karlar sjá um sig sjálfir. [24.07]jsl


Dagsferð (2), 16. júlí

Mæting er kl. 09.30 við geymslur okkar á Esjumelnum. Brottför er kl. 10 og farið verður í Borgarfjörðinn þar sem stoppað verður á ýmsum stöðum til fróðleiks og skemmtunar. Áætlað er að borða saman um daginn en ekki verra að vera með kaffibrúsann og smá nesti með sér. [14.07]jsl


Ísrúntur (1), 12. júlí

Mæting er við Hlíðasmára kl. 20 og brottför er kl. 20:30. Farið verður í rúnt sem endar í ísbúð. [11.07]jsl


Fornbíladagur í Árbæjarsafni / fatadagur (1), 02. júlí

Árlegur fornbíladagur í Árbæjarsafninu verður sunnudaginn 2. júlí, enda eiga gamlir bílar, gömul hús og öldruð klæði vel saman. Eru félagar hvattir til að mæta á fornbílum sínum, klæddir í stíl við aldur bíla sinna og eiga þar ánægjulegan dag innan um fögur hús og skemmtilegar sýningar, meðan að samborgararnir skoða glæsivagnana. Mæting er í safnið kl. 13 og verða bílarnir hafðir til sýnis á öllu svæðinu til kl. 16. Kaffi fyrir félaga í neðsta svarta húsinu. [29.06]jsl


Vefmyndavél frá Landsmótinu í boði Árvirkjanns


Dagskrá Landsmóts

Föstudagur 23. júní
Kl. 18.00 Mæting í hópkeyrslu austur, safnast saman á planið hjá MS Bitruhálsi 1.
Kl. 19.00 Brottför austur kl. 19 í 5-6 bíla hópum. Ekið um Þrengslaveg og framhjá Eyrarbakka til Selfoss. Fyrir þá sem eru fyrir austan þá er mæting við SET um kl. 20. Mótið sett með rúnti um Selfoss að mótsstað kl. 20.30.
Kl. 21.30 Landsmótið sett formlega og Bifreiðaklúbbur Suðurlands býður í kjötsúpu. Þeir sem skilja bíla eftir fyrir helgina verða að skila lyklum til Landsmótsnefndar. Bílar sem eru skildir eftir án samráðs við mótsstjóra og eru fyrir við uppröðun verða fjarlægðir og fluttir til.

Laugardagur 24. júní
Kl. 09.00-12.30 Uppröðun bíla. Þeir sem raða upp hafa endanlega ákvörðun um staðsetningu bíla. Bílum sem eru á svæðinu (frá föstud.) verður raðað fyrst upp. Þeir sem skilja bíla eftir fyrir helgina verða að skila lyklum til Landsmótsnefndar. Tilmæli eru til þeirra sem verða með bíla til sýningar á laugardaginn, að vera í sínum bíl þegar uppröðun hefst svo tafir verði ekki, ganga þeir fyrir sem eru tilbúnir.
Kl. 13.00-18.00 Sýning bíla, fornbílar, rútur, vörubílar og 4x4 jeppar.Ath. bílaumferð inn á svæðið takmarkast við eldri bíla og þá sem gista á svæðinu, sjá nánari dagskrá
Landsmót Selfossi 23 - 25 júní

Fjórtánda landsmótið á Selfossi verður haldið helgina 23. – 25. júní. Helstu liðir verða á sínum stað, þar á meðal hópakstur austur og keyrsla um Selfoss kl. 20:30 sem endar með mótssetningu og kjötsúpa BKS verður á sínum stað. Að venju verður laugardagurinn helgaður sýningu bíla, kynningum á bílum, markaður með handverk o.fl., "skottmarkaður" varahluta, vöfflusala, keppni fjarstýrðra bíla o.fl. Grillið verður auðvitað á sínum stað um kvöldið, en þá verður búið að loka svæðinu fyrir gestum. Á laugardeginum geta félagar keypt miða í grillið í Krambúð og hjá nefndarmönnum (framvísið félagsskírteini), hver miði kostar kr. 500. Eingöngu verður afgreitt til þeirra sem hafa miða, hver miði gildir einu sinni og er þetta gert svo allir sitji við sama borð. Sunnudagurinn verður með léttu og rólegu móti, félagar raða upp þeim bílum sem eru á svæðinu og á milli 13:30 og 14:00 verða pylsur grillaðar fyrir félaga og móti síðan slitið formlega kl. 16. Allir aldurshópar ættu að finna eitthvað sem hentar þeim um þessa helgi, en áhersla er lögð á að hafa hana fjölskylduvæna eins og venjulega, enda hafa félagar verið taldir til fyrirmyndargesta á Selfossi. Tjaldsvæðið verður allt frátekið fyrir félaga Fornbílaklúbbsins. Gistigjöld ber að greiða við komu hjá Gesthúsum. Í þjónustumiðstöð á tjaldsvæðinu er hægt að fá morgunverðarhlaðborð milli kl. 09:00 og 11:00. Allar nánari upplýsingar um dagskrá og mótið er að finna á: www.fornbill.is og á www.facebook.com/fornbill/ Mótið er haldið í samvinnu við Árborg. [22.06]jsl
Dagskrá á pdf


Mynd með frétt
Félagi fallinn frá

Félagi okkar, Magnús Sigurðsson, lést þann 12, júní. Magnús var búinn að vera í klúbbnum í mörg ár og var hann duglegur að mæta í ferðir, bæði hér og fyrir austan, og var alltaf mættur til að setja upp landsmót. Magnús var einnig áberandi á sínum 1970 Cadillac Limo (X 779) Jarðarförin verður í Selfosskirkju fimmtudaginn 22. júní kl. 13. Stjórn vill senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. [20.06]jsl


Hátíðarakstur (1), 17. júní

Árlegur þjóðhátíðarakstur verður laugardaginn 17. júní. Eins og síðustu tvö ár verður farið frá plani Háskólans í Reykjavík (Nauthólsvegi), Mæting kl 11 við HR. Brottför 12/12:20 eða þegar lögreglan kemur til að fylgja okkur. Ekið í lögreglufylgd út Nauthólsveg, Bústaðarveg, Snorrabraut og síðan niður Laugaveg, hægri upp Hverfisgötu, niður Ingólfsstræti á Skúlagötu og þar að Hörpu. Bílasýning við Hörpu - viðvera er til 16:00.

Þeir sem ætla í Árbæjarsafn halda áfram í stað þess að beygja inn á bílaplanið við Hörpu. Bílum verður stillt upp í Árbæjarsafni til kl 16:00. Kaffi verður í Kornhúsinu, aðstöðunni sem við vorum með þar áður fyrr.


FBF Borgarnes - Hátíðarakstur (1)

17.júní akstur verður í samfloti við Raftana. Förum af stað kl. 12 út Brákarey og ekið um bæinn og endað hjá Íþróttamiðstöðinni þar sem verður afmarkað stæði fyrir bílana.

BS Selfoss - Hátíðarakstur (1)

Dagskráin 17. júní hefst kl. 10 með morgunkaffi fyrir félagsmenn í félagsheimilinu í Hrísholtinu, síðan er farinn rúntur um bæinn. Milli kl. 12 og 13 er uppstilling bíla í miðbæjargarðinum, þar sem hátíðarhöld fara fram eftir kl 13.


Auka-rúntur 14. júní (1)

Mæting kl 20:00 í Hlíðasmára. Lagt af stað kl 20:30, er stefnan tekin út á Álftanes og er áætlað að vera á Bessastöðum kl 21 og heimsækja forsetann. [12.06]jsl


Kvöldrúntur (1), 07. júní

Mæting er við Perluna (neðra plan) og brottför er kl. 20:30. [06.06]jsl


FBF Skoðunardagur (1), 06. júní

Fornbílaskoðunardegi hjá Frumherja í Borgarnesi sem átti að vera þann 27. maí var frestað til þriðjudagsins 6. júní. Þeir fornbílaeigendur sem eiga bíla á Samgöngusafninu bera sjálfir ábyrgð á því að færa sína bíla til skoðunar eða að fela það öðrum. Skráðir fornbílar skulu færðir til skoðunar annað hvert ár. Skoðun verður á milli kl. 15 til 18. [03.06]jsl


Skoðunardagur / Rúntur (1 + 1), 27. maí

Hinn árlegi skoðunardagur Fornbílaklúbbsins verður laugardaginn 27. maí. Skoðunarstaður í Reykjavík verður hjá Frumherja Klettagörðum 11 (ET) frá kl. 09 til 13, og verður morgunkaffi í boði Frumherja og síðan verða grillaðar pylsur á meðan beðið er eftir skoðun. Þegar skoðun lýkur verður farið í heimsókn á Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Skoðunarverð er kr. 3100 fyrir félaga (var vitlaust í Skilaboðum).

Opnunartími bílageymslna fyrir skoðunardag

Vegna skoðunardagsins 27. maí verða bílageymslur klúbbsins við Esjumel opnar föstudagskvöldið 26. maí frá klukkan 20.00 til 23.00. Þeim félögum sem hyggjast sækja bíla sína fyrir skoðun er bent á þessa tímasetningu. [26.05]jslBílamessa Digraneskirkju (1), 24. maí

Þessi árlega óhefðbundna messa er að stækka rólega en í raun eru þetta tónleikar með smá messuívafi, enda er séra Gunnar í klúbbnum og veit vel hvað á við. Einar Clausen syngur að venju og Sólveig organisti leikur undir. Eins og fyrri ár ætlum við að hittast við kirkjuna kl. 19.30 og messa hefst kl. 20. Eftir messuna býður klúbburinn ásamt kirkjunni upp á kaffiveitingar.

Aðalfundur (1), 23. maí

Aðalfundur Fornbílaklúbbs Íslands verður haldinn miðvikudagskvöldið 24. maí í félagsheimilinu okkar, Hlíðasmára 9, Kópavogi, 3. hæð.
Dagskrá:
1. Fundur settur, skipan fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana
3. Skýrslur helstu nefnda
4. Ársreikningur 2016 lagður fram og borinn upp til samþykktar
5. Stjórnarkjör
a) Kosning formanns
b) Kosning þriggja meðstjórnenda til 2ja ára
c) Kosning tveggja varamanna til eins árs
6. Kosning skoðunarmanna reikninga
- - - Kaffihlé - - -
7. Kjörnefnd kynnir úrslit kosninga
8. Árgjald, umræður og ákvarðanataka
9. Önnur mál
10. Fundargerð lesin og leiðrétt
11. Fundi slitið
Húsið opnar kl. 20.00 og hefst fundurinn kl. 20.30 og eru félagar hvattir til að koma akandi á fornbílum. Aðgangur takmarkast við þá sem greitt hafa félagsgjöld fyrir árið 2017 og hafa þeir einir atkvæðisrétt sem greitt hafa þremur vikum fyrir fundinn. Munið félagsskírteinin. Mætingarstig er eingöngu fyrir mætingu bíla eldri en 25 ára.
[22.05]jsl


Til hamingju félagar, við eigum 40 ára afmæli í dag.


Afmælisrúntur og kaffisamsæti sunnudaginn 21. maí

Í stað sýningar verður stór afmælisrúntur frá nokkrum stöðum í bænum sem endar síðan í afmæliskaffi fyrir félaga ásamt gesti (félagar sem ekki taka þátt í keyrslu mæta beint í sal Veislumiðstöðvarinnar í Borgartúni 6 kl. 15.30). Farið verður frá stöðum sem klúbburinn hefur haft aðstöðu í gegnum árin. Hver fyrir sig velur sér upphafsstað og farið verður af stað kl. 15 í rúnt og allir enda á sama stað. Mæting á öllum stöðum er kl. 14.30 sunnudaginn 21. maí.

Templarahöll, farið kl. 15, (skrifstofur LSH Eiríksgötu) klúbburinn var stofnaður þar.
Sölvhólsgötu, farið kl. 15, fyrst aðstaða FBÍ (prentsmiðjan Edda).
Skeifan 4, farið verður kl. 15, aðstaða var í Skeifunni 4 og 11 (Húnabúð)
Vegmúli 4, farið verður kl. 15, húsnæði sem FBÍ átti í nokkur ár.
Árbæjarsafn, farið verður kl. 15. aðstaða í nokkur ár.
Hliðasmári 9, farið verður kl. 15. núverandi félagsheimili klúbbsins.

Allir enda í sal Veislumiðstöðvarinnar í Borgartúni 6 sem afmæliskaffi verður í boði klúbbsins.
Ath. félagsskírteini er nauðsynlegt fyrir aðgang. [19.05]jsl


BA-Skoðunardagur (1), 13. maí

Á Akureyri verður opið frá kl. 09 til 13 og að venju munu BA fólk grilla í hádeginu. FBÍ félagar fyrir norðan geta nýtt sér þessa skoðun.

Vorsýning FBF og Rafta, 13. maí

Fornbílafjelag Borgarfjarðar og Raftar Bifhjólafjelag Borgarfjarðar munu halda sína vorsýningu á Brákarey laugardaginn 13. maí. Væntanlega verða mörg flott hjól þarna til sýnis og svo auðvitað úrval bíla frá vesturlandinu. Sýningin er opin á milli kl. 13 og 17, ókeypis aðgangur, frítt í göngin fyrir fornbíla.


Frestað, opið í Hliðasmára
Kvöldrúntur (1), 10. maí

Mæting við Perluna kl. 20. Rúntur um bæinn og endað í Hafnarfirði. [08.05]jsl


Myndir frá Selfossi 1. maí

1 maí 1 maí 1 maí 1 maí 1 maí 1 maí 1 maí 1 maí 1 maí 1 maí 1 maí 1 maí 1 maí 1 maí 1 maí 1 maí 1 maí 1 maí 1 maí 1 maí


Kvöldrúntur (1), 26. apríl

Fyrsti kvöldrúntur sumarið 2017 verður á dagskrá þetta kvöld. Mæting og upphafsstaður er við geymsluhúsnæði N1, sem er á móti Landvélum, Smiðjuvegi (rauð gata). Þar geta félagar skoðað ýmislegt sem N1 hefur varðveitt úr sögu sinni og eins verða 1-3 bílar þeirra á staðnum. Brottför er áætluð eftir kl. 21 (fer eftir hvenær félagar eru búnir að skoða). [25.04]jsl


Afmæliskvöldverður 20. maí

Stefnt er að halda hátíðarkvöldverð í tilefni 40 ára afmæli klúbbsins þann 20. maí, en Fornbílaklúbburinn var stofnaður 19. maí 1977. Kvöldið verður haldið í sal Veislumiðstöðvarinnar í Borgartúni 6. Verð fyrir félaga er kr. 7.500 fyrir mat og skemmtun og er sala miða hafin. Eftir 8. maí verður ekki hægt að falla frá miðakaupum. Að sjálfsögðu er síðan bar fyrir þá sem vilja eitthvað eftir kaffið, vín með mat er ekki innifalið. Hægt er að senda póst á fornbill@fornbill.is, eða í síma 895 8195 og eins í félagsheimilinu á miðvikudagskvöldum. Við pöntun þarf að ganga frá greiðslu (gefa upp kortanúmer/gildistíma ef í mail eða í síma) og síðasti söludagur miða er 8. maí.

Matseðill:
Forréttur: Sherrý-bætt skógarsveppasúpa
Steikarhlaðborð: Blandað ferskt sjávarréttasalat Laxa-rósir með sólseljusósu Grafin nautalund með eldpipar og fersku kryddi Valhnetuhjúpaður lax Villikryddað og glóðarsteikt lambalæri Romm-gljáðar kalkúnabringur
Desert: Frönsk súkkulaðiterta með rjómatopp ásamt ferskum og marineruðum berjum Kaffi [13.04]jslFræsðukvöld í Hlíðamsára, 05. apríl

Ferguson-félagið mun fræða okkur um starfsemi þeirra og kynna félagið, en eins og nafnið gefur til kynna þá snýst félagið um dráttarvélar. [05.04]jsl


Safnarakvöld, 29. mars

Þetta kvöld mæta félagar með sitt “dót”, verkfæri, myndaalbúm eða bara hvað eina sem er forvitnilegt til að sýna öðrum. Nóg af borðum til að sýna á og um að gera að koma með eitthvað skemmtilegt. Kosið verður um áhugaverðasta og flottasta safnið, einnig verður hin vinsæla bíltegundagetraun í gangi. Húsið opnar kl. 20.30, kaffi og meðlæti á kr. 500. [27.03]jsl


FBF Myndakvöld, 14. mars

Sýnum fyrri part af “Coltrane´s Planes & Automobiles” en þar fer leikarinn Robbie Coltrane á lifandi og skemmtilegan hátt yfir sögu véla. Í þessum parti tekur hann fyrir gufu- og díselvélina og “supercharger” sem gaf vélum 50% meira búst og gjörbreytti kappakstri á sínum tíma. Húsið opnar kl. 19 og sýning hefst kl. 20. [13.03]jsl


Afmæliskvöldverður, 20. maí

Stefnt er að halda hátíðarkvöldverð í tilefni 40 ára afmæli klúbbsins þann 20. maí, en Fornbílaklúbburinn var stofnaður 19. maí 1977. Kvöldið verður haldið í sal Veislumiðstöðvarinnar í Borgartúni 6. Verð fyrir félaga er kr. 7.500 fyrir mat og skemmtun og er sala miða hafin (matseðil er hægt að sjá í mars Skilaboðum).

Hægt er að senda póst á fornbill@fornbill.is, eða í síma 895 8195 og eins í félagsheimilinu á miðviku-dagskvöldum. Við pöntun þarf að ganga frá greiðslu (gefa upp kortanúmer/gildistíma ef í mail eða í síma) og síðasti söludagur miða er 8. maí. Eftir 8. maí verður ekki hægt að falla frá miðakaupum. [09.03]jslFræðsluferð, 08. mars

Að þessu sinni mun Fossberg taka á móti félögum í heimsókn og sýna um leið vöruúrval þeirra og gildandi tilboð, en Fossberg er gamalgróið og þekkt fyrirtæki sem hefur verið starfandi frá árinu 1927 og þar með 90 ára í ár. Mæting er beint í Fossberg, Dugguvog 6, kl. 20. [06.03]jsl


Kjörnefnd minnir á framboð

Kjörnefnd vill minna á að framboð, og eða tillögur, um breytingar á lögum verða að berast kjörnefnd mánuði fyrir aðalfund sem verður 24. maí. Að þessu sinni verður kosið um formann, 3 stjórnarmenn og 2 varamenn. Hægt er að hafa samband við Grétar í síma 892 1413 eða á gretarpall@simnet.is Nánari upplýsingar um aðalfund er að finna á fornbill.is [04.03]jsl


Mynd með frétt
Myndasýning í Hlíðasmára, 22. febrúar

Miðvikudagskvöldið 22. febrúar mun félagi okkar, Hlynur Tómasson, sýna okkur myndir frá síðustu Daytona ferð (frá nóvember 2016). Myndirnar verða ekki sérstaklega kynntar en venjulega byrja fljótt umræður og spurningar um bíla og eru þá margir til að svara. Húsið opnar kl. 20:30 og sýning hefst kl. 21. Heitt á könnunni. [18.02]jsl


Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt
Myndir frá þorrablóti

Árlega þorrablótið okkar var haldið 11. febrúar og höfðu 122 félagar skráð sig fyrir miðum. Að venju sá Kjötsmiðjan um matinn, en undir borðum sá veislustjóri um söng og skemmtun. Hrafnar sáu síðan um að halda uppi fjöri á dansgólfinu frá kl. 23 til 01. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [16.02]jsl


Mynd með frétt
Myndakvöld í Hlíðasmára, 8. febrúar

Höldum áfram að sýna þætti úr seríunni “Wheels That Fail”, sem eru klippur úr umferðinni, mistök, árekstrar, furðutæki o. fl. í gamansömum tón. Síðustu þáttum var vel tekið og mikið hlegið. Húsið opnar kl. 20:30 og sýning hefst kl. 21. Heitt á könnunni. [07.02]jsl


Mynd með frétt
Ofurdagur fyrir kort- og lykilhafa Fornbílaklúbbsins, 3-5 febrúar


Mynd með frétt
Andlát

Þann 21. Janúar s.l. lést fyrrverandi formaður Fornbílaklúbbsins, Kristinn Snæland. Kristinn var formaður árin 1990 til 1993 en var einnig nokkur ár sem formaður ferðanefndar. Stjórn vill senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. [24.01]jsl


Mynd með frétt
Þorrablót 11. febrúar

Þorrablótið 2017 verður haldið laugardaginn 11. febrúar. Verð með mat er kr. 5.000 (fyrir félaga) og að venju verða einhver óvænt skemmtiatriði. Eins og í fyrra þá verður blótið haldið í sal Skaftfellingafélagsins, Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) 4. hæð. Þar er hægt að hafa fleiri í sæti, þar sem síðustu þorrablót hafa verið að stækka. Húsið opnar kl.19 og borðhald hefst kl. 20. Að venju verður mjöður til reiðu. Eftir kl. 23 leikur hljómsveit klúbbsins fyrir dansi til kl. 01. Miða er hægt að kaupa í Hlíðasmáranum og eins að panta á fornbill@fornbill.is eða í síma 895 8195. Ath. eftir 1. febrúar verða ógreiddir pantaðir miðar seldir. [19.01]jsl


Mynd með frétt
Myndakvöld í Hlíðasmára, 18. janúar

Á dagskrá er myndin TRAFIC, eftir J. Tati, þar sem Monsier Hulot tekur að sér að flytja bíl til sýngarhallar, en á leiðinni verða auðvitað ýmis vandræði á milli þess sem J. Tati sýnir skoplegu hliðar bíleigenda. Myndin er frá árinu1971 svo það er nóg af eldri bílum í henni. Húsið opnar kl. 20:30 og sýning hefst kl. 21. Kaffi og meðlæti kr. 500. [16.01]jsl


Mynd með frétt
Félagi fallinn frá

Félagi okkar, Davíð Pétursson, lést þann 09, janúar. Davíð var búinn að vera í klúbbnum í nokkur ár og var hann og Kristjana, kona hans, dugleg að mæta í ferðir. Fyrst á Y 401 (1956 Ford Victoria) og síðan bættist við Y 501 (1966 Ford Bronco). Davíð mætti einnig mikið í félagsheimilið og átti auðvelt með að blandast inn í allar umræður. Jarðarförin verður í Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 23. janúar kl. 13. Stjórn vill senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. [14.01]jsl


Mynd með frétt
Myndakvöld í Hlíðasmára, 11. janúar

Sýnum næstu 4 þætti úr seríunni “Wheels That Fail”, sem eru klippur úr umferðinni, mistök, árekstrar, furðutæki o. fl. í gamansömum tón. Síðustu þáttum var vel tekið og mikið hlegið. Húsið opnar kl. 20:30 og sýning hefst kl. 21. Heitt á könnunni. [05.12]jsl


Mynd með frétt
Félagi fallinn frá

Félagi okkar, Gunnar Þórmundsson, lést þann 01, janúar. Gunnar var einnig félagi í BKS Selfossi og var vel virkur þar og var þá um leið mikið með okkur í kringum uppsetningu landsmóta. Jarðarförin verður í Selfosskirkju fimmtudaginn 12. janúar kl. 14. Óskað er eftir að þeir félagar sem hafa tök á að mæta á gömlum eðalvögnum geri það og bílunum verður stillt upp í röð. Stjórn vill senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. [10.01]jsl


Myndakvöld í Borgarnesi 10. janúar

Þriðjudaginn 10. jan. verða sýndar tvær myndir um könnun á vöðum í Tungnaá sem forðum var mikill farartálmi. Sýningartími er rúmur klukkutími. Húsið opnar kl. 19 og sýning hefst kl. 20. [17.12]jgg

Google
WWW Leita á fornbill.isSækja dagatal FBÍ


Fyrir Android

Ertu ekki að fá póst eða e-mail frá okkur?
Ef ekki smelltu þá hér.

Senda inn skráningu á bílaeign

Félagsheimili FBÍ er
Hlíðasmára 9, 3. hæð.
Opið er á milli 20.30 og 23.

Dagskrá er á miðvikudagskvöldum
eða eftir annari auglýstri dagskrá.

Kt: 490579-0369
Banki 0135-26-
reikn. 000530 v/númera
reikn. 000929 v/árgjalds


Sími FBÍ er 571 4011
miðvikudaga 21 - 23.
Varahlutasala 660 1763
Umsjón salar 699 8614

Utan þess tíma er hægt að ná í formann FBÍ í 895 8195
á virkum dögum milli 11-17.


Bílageymslur og
varahlutalager Esjumel 1.

Vetrartími
sunnudaga kl. 13 - 15,

Sumartími
fimmtudaga kl. 20 - 22
lokað í desember, sjá nánar á Dagatali með lokanir.

Sími 660 1763
Skype: geymslur.fbi


Samstarfsklúbbar